Brot Everton og Man. City vera eins og að vera tekinn með eða án radarvara Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. nóvember 2023 08:00 Erling Haaland fagnar marki með Manchester City í leik á móti Everton. Getty/Daniel Chesterton Tíu stig voru tekin af Everton á dögunum vegna brota félagsins á rekstrarreglum ensku úrvalsdeildarinnar. Við þetta voru menn fljótir að benda á bæði Manchester City og Chelsea og spá enn verri refsingum fyrir þau. Það er verið að rannsaka möguleg brot Chelsea í tíma Roman Abramovich eftir að nýir eigendur félagsins vöktu athygli á þeim þegar þeir fóru yfir fjárhagsmál félagsins við yfirtökuna. Manchester City hefur síðan fengið á sig 115 ákærur vegna brota á rekstrarreglum ensku úrvalsdeildarinnar. Gabriele Marcotti hjá ESPN fer yfir þessi mál í pistli á síðunni og vekur þar athygli á því að það sé ekki hægt að bera saman brot Everton og Manchester City. Manchester City á hafa brotið rekstrarreglurnar á árunum 2012 til 2019. Miðað við umfang þess þá er hætt við því að refsing félagsins gæti orðið mjög róttæk. Sumir hafa jafnvel gengið svo langt að City yrði dæmt niður um deild. „Það er freistandi að álykta sem svo að ef Everton fái tíu stiga refsingu fyrir eitt brot þá ætti að taka 1150 stig af Manchester City fyrir þeirra 115 brot. Það myndi þó aldrei ganga upp af því að kærurnar eru mjög ólíkar og þetta voru allt aðrar kringumstæður hjá félögunum tveimur,“ skrifaði Gabriele Marcotti. Everton var dæmt fyrir brot á reglum um hámarkstap yfir þrjú tímabil. Tapið mátti ekki fara yfir 105 milljónir punda á þremur árum en samkvæmt upplýsingum ensku úrvalsdeildarinnar þá var tap Everton 124,5 miljónir. Everton hefur áfrýjað dómnum og eru menn þar á bæ líka mjög ósáttir með hversu refsingin er jörð. Marcotti segir að það sé engin grunur um það að Everton hafi reynt að svindla eða fela eitthvað. Manchester City er aftur á móti ákært fyrir það að gefa ekki upp sanna og rétta mynd af fjárhagsstöðu sinni. Þetta gerðu þeir með því að gefa ekki upp allar greiðslur í samningum leikmanna og stjóra. Þá er City menn sakaðir um að vera ósamvinnuþýðir í samskiptum sínum við rannsakendur ensku úrvalsdeildarinnar. „Ég get ekki séð hvernig þú getir borið þessar ákærur Everton og Manchester City saman. Everton eyddi allt of miklu, tók óþarfa og heimska áhættu. Þeir settu það inn í fjárhagsáætlun að þeir myndu ná sjötta sætinu en enduðu svo í því sextánda,“ skrifar Marcotti. „City er aftur á móti sakað um að svindl. Þar á ferðinni voru hlutirnir á allt öðru stigi en hjá Everton. Þar voru voru ekki mistök á ferðinni sem voru gerð í góðri trú,“ skrifar Marcotti. „Þetta er eins og munurinn á því að vera tekinn fyrir hraðakstur eða vera tekinn fyrir hraðakstur eftir að hafa sett upp radarsvara í bílnum sem leyfði þér að að keyra of hratt án þess að vera tekinn af lögreglunni,“ skrifar Marcotti.Það má lesa allan pistil hans hér. Enski boltinn Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Sóley Margrét heimsmeistari Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Fleiri fréttir Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Scott McTominay sér ekki eftir neinu Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Sjá meira
Það er verið að rannsaka möguleg brot Chelsea í tíma Roman Abramovich eftir að nýir eigendur félagsins vöktu athygli á þeim þegar þeir fóru yfir fjárhagsmál félagsins við yfirtökuna. Manchester City hefur síðan fengið á sig 115 ákærur vegna brota á rekstrarreglum ensku úrvalsdeildarinnar. Gabriele Marcotti hjá ESPN fer yfir þessi mál í pistli á síðunni og vekur þar athygli á því að það sé ekki hægt að bera saman brot Everton og Manchester City. Manchester City á hafa brotið rekstrarreglurnar á árunum 2012 til 2019. Miðað við umfang þess þá er hætt við því að refsing félagsins gæti orðið mjög róttæk. Sumir hafa jafnvel gengið svo langt að City yrði dæmt niður um deild. „Það er freistandi að álykta sem svo að ef Everton fái tíu stiga refsingu fyrir eitt brot þá ætti að taka 1150 stig af Manchester City fyrir þeirra 115 brot. Það myndi þó aldrei ganga upp af því að kærurnar eru mjög ólíkar og þetta voru allt aðrar kringumstæður hjá félögunum tveimur,“ skrifaði Gabriele Marcotti. Everton var dæmt fyrir brot á reglum um hámarkstap yfir þrjú tímabil. Tapið mátti ekki fara yfir 105 milljónir punda á þremur árum en samkvæmt upplýsingum ensku úrvalsdeildarinnar þá var tap Everton 124,5 miljónir. Everton hefur áfrýjað dómnum og eru menn þar á bæ líka mjög ósáttir með hversu refsingin er jörð. Marcotti segir að það sé engin grunur um það að Everton hafi reynt að svindla eða fela eitthvað. Manchester City er aftur á móti ákært fyrir það að gefa ekki upp sanna og rétta mynd af fjárhagsstöðu sinni. Þetta gerðu þeir með því að gefa ekki upp allar greiðslur í samningum leikmanna og stjóra. Þá er City menn sakaðir um að vera ósamvinnuþýðir í samskiptum sínum við rannsakendur ensku úrvalsdeildarinnar. „Ég get ekki séð hvernig þú getir borið þessar ákærur Everton og Manchester City saman. Everton eyddi allt of miklu, tók óþarfa og heimska áhættu. Þeir settu það inn í fjárhagsáætlun að þeir myndu ná sjötta sætinu en enduðu svo í því sextánda,“ skrifar Marcotti. „City er aftur á móti sakað um að svindl. Þar á ferðinni voru hlutirnir á allt öðru stigi en hjá Everton. Þar voru voru ekki mistök á ferðinni sem voru gerð í góðri trú,“ skrifar Marcotti. „Þetta er eins og munurinn á því að vera tekinn fyrir hraðakstur eða vera tekinn fyrir hraðakstur eftir að hafa sett upp radarsvara í bílnum sem leyfði þér að að keyra of hratt án þess að vera tekinn af lögreglunni,“ skrifar Marcotti.Það má lesa allan pistil hans hér.
Enski boltinn Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Sóley Margrét heimsmeistari Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Fleiri fréttir Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Scott McTominay sér ekki eftir neinu Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Sjá meira