Atletico og Shaktar komu bæði til baka og tryggðu sér sigra Smári Jökull Jónsson skrifar 4. október 2023 18:47 Leikmenn Atletico fagna öðru marki Alvaro Morata í leiknum gegn Feyenoord í dag. Vísir/Getty Atletico Madrid vann góðan sigur á Feyenoord í E-riðli Meistaradeildarinnar í dag en leiknum er nýlokið. Þá er Shaktar Donetsk komið á blað eftir útisigur í Belgíu. Atletico Madrid gerði jafntefli við Lazio í fyrstu umferð Meistaradeildarinnar fyrir skömmu og þurfti því á þremur stigum að halda gegn Feyenoord í dag sem vann sigur í sínum leik gegn Celtic í fyrstu umferðinni. Leikurinn í dag var fjörugur. Mario Hermoso skoraði sjálfsmark á 7. mínútu og kom Feyenoord í 1-0 en Alvaro Morata jafnaði fimm mínútum síðar. Davnid Hancko kom Feyenoord í 2-1 á 34. mínútu en undir lok fyrri hálfleiks jafnaði Antoine Griezmann metin með frábæru markið og staðan í hálfleik 2-2. Antoine Griezmann (31) has scored more goals in the Champions League than Samuel Eto'o, Kaka, and Wayne Rooney (30) Class pic.twitter.com/t6I12peyjR— ESPN FC (@ESPNFC) October 4, 2023 Í síðari hálfleik var það síðan heimaliðið frá Madrid sem tryggði sér sigurinn. Morata skoraði sitt annað mark strax í upphafi hálfleiksins og tryggði liðinu 3-2 sigur. Atletico er því komið í efsta sæti riðilsins með fjögur stig og er einu stigi á undan Feyenoord. Celtic og Lazio mætast í Skotlandi í kvöld. Í Belgíu vann Shaktar Donetsk góðan 3-2 útisigur á Royal Antwerp. Arbnor Muja og Michel Balikwisha komu Antwerp í 2-0 í fyrri hálfleik en úkraínska liðið frá Donetsk átti magnaða endurkomu í síðari hálfleiknum. Danylo Sikan minnkaði muninn á 48. mínútu, Yaroslav Rakitskiy jafnaði á þeirri 71. og Sikan tryggði sigurinn fimm mínútum síðar. Toby Alderweireld fékk tækifæri til að jafna metin í uppbótartíma en náði ekki að skora úr vítaspyrnu. Lokatölur 3-2 og fyrstu stig Shaktar því komin í hús en Antwerp tapaði gegn Porto í sínum fyrsta leik. Porto mætir Barcelona í Portúgal nú á eftir. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Fleiri fréttir Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Cecelía Rán hélt hreinu í góðum sigri Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Aron Einar miðvörður í Niksic Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Sjá meira
Atletico Madrid gerði jafntefli við Lazio í fyrstu umferð Meistaradeildarinnar fyrir skömmu og þurfti því á þremur stigum að halda gegn Feyenoord í dag sem vann sigur í sínum leik gegn Celtic í fyrstu umferðinni. Leikurinn í dag var fjörugur. Mario Hermoso skoraði sjálfsmark á 7. mínútu og kom Feyenoord í 1-0 en Alvaro Morata jafnaði fimm mínútum síðar. Davnid Hancko kom Feyenoord í 2-1 á 34. mínútu en undir lok fyrri hálfleiks jafnaði Antoine Griezmann metin með frábæru markið og staðan í hálfleik 2-2. Antoine Griezmann (31) has scored more goals in the Champions League than Samuel Eto'o, Kaka, and Wayne Rooney (30) Class pic.twitter.com/t6I12peyjR— ESPN FC (@ESPNFC) October 4, 2023 Í síðari hálfleik var það síðan heimaliðið frá Madrid sem tryggði sér sigurinn. Morata skoraði sitt annað mark strax í upphafi hálfleiksins og tryggði liðinu 3-2 sigur. Atletico er því komið í efsta sæti riðilsins með fjögur stig og er einu stigi á undan Feyenoord. Celtic og Lazio mætast í Skotlandi í kvöld. Í Belgíu vann Shaktar Donetsk góðan 3-2 útisigur á Royal Antwerp. Arbnor Muja og Michel Balikwisha komu Antwerp í 2-0 í fyrri hálfleik en úkraínska liðið frá Donetsk átti magnaða endurkomu í síðari hálfleiknum. Danylo Sikan minnkaði muninn á 48. mínútu, Yaroslav Rakitskiy jafnaði á þeirri 71. og Sikan tryggði sigurinn fimm mínútum síðar. Toby Alderweireld fékk tækifæri til að jafna metin í uppbótartíma en náði ekki að skora úr vítaspyrnu. Lokatölur 3-2 og fyrstu stig Shaktar því komin í hús en Antwerp tapaði gegn Porto í sínum fyrsta leik. Porto mætir Barcelona í Portúgal nú á eftir.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Fleiri fréttir Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Cecelía Rán hélt hreinu í góðum sigri Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Aron Einar miðvörður í Niksic Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Sjá meira