Jóhann Kristinn: „Það er ekki oft sem maður tapar svona rosalega ósanngjarnt“ Árni Gísli Magnússon skrifar 30. september 2023 17:58 Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Þórs/KA, var ansi svekktur eftir tapið í dag Vísir/Vilhelm Stjarnan vann 3-1 sigur á Þór/KA norður á Akureyri í fjórðu umferð efri hluta Bestu deildar kvenna í dag. Heimakonur komust yfir í fyrri hálfleik en gestirnir skoruðu þrjú mörk í þeim seinni þar sem varamaðurinn Hulda Hrund Arnarsdóttir skoraði tvö mörk. Stjarnan á enn möguleika á öðru sæti eftir sigurinn. Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Þór/KA, hafði margt að segja eftir leik og m.a. að sitt lið hafi verið miklu betri aðilinn í dag og átt skilið að sigra leikinn. „Ef ég er að tala við tvo hópa af fólki, þá sem að sáu leikinn; ég þarf ekkert að segja við þá. Þau sáu hvernig þetta var og hversu ósanngjörn íþróttin getur verið, ég þarf ekki að útskýra það neitt frekar fyrir þeim. Þeir sem sáu ekki leikinn þá bara gaman að geta sagt frá því að Stjáni (Kristján Guðmundsson) og Stjarnan hafa lært af síðasta leik sem þær spiluðu og lærðu af Blikum og gerðu það mjög vel í dag þó að ég hafi nú ekki trú á því að margir leggi upp leikina til þess að fá á sig mikið af galopnum færum og vonast til að andstæðingurinn fari illa með þau en ef að það var uppleggið þá gekk það hundrað prósent upp hjá þeim. Það er ekki oft sem maður tapar svona rosalega ósanngjarnt.“ Vill Jóhann þá einfaldlega meina að Þór/KA hafi verið miklu betri aðilinn í leiknum en Stjarnan nýtt færin sín betur? „Já ég held að það liggi nokkuð ljóst fyrir að þær eiga þarna mjög sniðuga tilraun í fyrri hálfleik sem endar í stönginni en annars er þess eign okkar frá A til Ö þangað til í rauninni við opnum þetta með því að reyna elta þegar við erum búin að gefa tvö léleg mörk. Í 1-2 opnast þetta og þær líta betur út á meðan enda erum við farin að skvetta þessu en við vorum miklu betri í leiknum en það bara telur ekki því eftir örfáa daga, eins og ég var að segja við stelpurnar, þá horfum við bara í það að leikurinn endaði 1-3 og bara til hamingju Stjarnan, þær eru að ná í þetta sæti sýnist mér sem þær eru að sækja í og hafa náttúrulega lagt mikið í til þess að ná þannig bara til hamingju.“ Í stöðunni 1-0 fyrir Þór/KA á 51. mínútu kemst Hulda Ósk ein í gegn óáreitt á móti Erin í marki Stjörnunnar sem ver frá henni og Karen María skýtur svo yfir úr frákastinu. Sjö mínútum seinna jafnar Stjarnan leikinn sem hlýtur að hafa verið erfitt að horfa upp á. „Það er auðvitað erfitt að horfa upp á það þegar þú færð á þig mark og skorar ekki úr góðu færi. Það voru ekki bara opnu færin okkar í leiknum sem svíða, við vorum líka í frábærum stöðum og vörnin þeirra vara bara að hlaupa í hringi og það voru líka þessar síðustu sendingar sem við hefðum getað búið til enn fleiri færi en það er alltaf sárt að þurfa sjá þegar það gengur ekki upp.“ Ósáttur að deildin hafi ekki verið kláruð fyrir landsleikjahlé Dominique Randle virtist meiðast nokkuð illa þegar tæpar 80 mínútur voru liðnar af leiknum og lá eftir í dálitla stund áður en hún var studd af velli. Enginn leikmaður var nálægt henni þegar þetta gerðist sem er oft ávísun á eitthvað slæmt. „Hún er náttúrulega með svolitla sögu á hnjánum og það er búið að skera þetta allt saman og þess vegna erum við svolítið smeyk um það hennar vegna auðvitað. Þetta leit ekki vel út og ég svo sem var búinn að óttast nákvæmlega þetta. Einhver var að segja mér hérna fyrir leikjunum sem byrjuðu klukkan tvö að menn hefðu verið að meiðast, það er galið ástand að vera stoppa þetta í tvær vikur fyrir síðustu tvo leikina í aðstæðunum sem eru uppi akkúrat núna; veður, vallaraðstæður og fleira. Við áttum að vera spila síðasta leikinn í þessari deild fyrir landsleikjahléið og ég var hræddur fyrir þessa síðustu tvo leiki að það yrðu meiðsli á leikmönnum“, sagði Jóhann að lokum og var augljóslega langt frá því að vera sáttur við stöðuna. Besta deild kvenna Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Sóley Margrét heimsmeistari Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Fleiri fréttir Aron Einar miðvörður í Niksic Í beinni: Svartfjallaland - Ísland | Gætu fellt Svartfellinga Í beinni: Grindavík - Tindastóll | Hvernig koma liðin út úr hléinu? Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Frækinn sigur Vals í Kristianstad Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sóley Margrét heimsmeistari Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Vildi ekki rota og meiða Tyson Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Messi: Þú ert hugleysingi „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Sjá meira
Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Þór/KA, hafði margt að segja eftir leik og m.a. að sitt lið hafi verið miklu betri aðilinn í dag og átt skilið að sigra leikinn. „Ef ég er að tala við tvo hópa af fólki, þá sem að sáu leikinn; ég þarf ekkert að segja við þá. Þau sáu hvernig þetta var og hversu ósanngjörn íþróttin getur verið, ég þarf ekki að útskýra það neitt frekar fyrir þeim. Þeir sem sáu ekki leikinn þá bara gaman að geta sagt frá því að Stjáni (Kristján Guðmundsson) og Stjarnan hafa lært af síðasta leik sem þær spiluðu og lærðu af Blikum og gerðu það mjög vel í dag þó að ég hafi nú ekki trú á því að margir leggi upp leikina til þess að fá á sig mikið af galopnum færum og vonast til að andstæðingurinn fari illa með þau en ef að það var uppleggið þá gekk það hundrað prósent upp hjá þeim. Það er ekki oft sem maður tapar svona rosalega ósanngjarnt.“ Vill Jóhann þá einfaldlega meina að Þór/KA hafi verið miklu betri aðilinn í leiknum en Stjarnan nýtt færin sín betur? „Já ég held að það liggi nokkuð ljóst fyrir að þær eiga þarna mjög sniðuga tilraun í fyrri hálfleik sem endar í stönginni en annars er þess eign okkar frá A til Ö þangað til í rauninni við opnum þetta með því að reyna elta þegar við erum búin að gefa tvö léleg mörk. Í 1-2 opnast þetta og þær líta betur út á meðan enda erum við farin að skvetta þessu en við vorum miklu betri í leiknum en það bara telur ekki því eftir örfáa daga, eins og ég var að segja við stelpurnar, þá horfum við bara í það að leikurinn endaði 1-3 og bara til hamingju Stjarnan, þær eru að ná í þetta sæti sýnist mér sem þær eru að sækja í og hafa náttúrulega lagt mikið í til þess að ná þannig bara til hamingju.“ Í stöðunni 1-0 fyrir Þór/KA á 51. mínútu kemst Hulda Ósk ein í gegn óáreitt á móti Erin í marki Stjörnunnar sem ver frá henni og Karen María skýtur svo yfir úr frákastinu. Sjö mínútum seinna jafnar Stjarnan leikinn sem hlýtur að hafa verið erfitt að horfa upp á. „Það er auðvitað erfitt að horfa upp á það þegar þú færð á þig mark og skorar ekki úr góðu færi. Það voru ekki bara opnu færin okkar í leiknum sem svíða, við vorum líka í frábærum stöðum og vörnin þeirra vara bara að hlaupa í hringi og það voru líka þessar síðustu sendingar sem við hefðum getað búið til enn fleiri færi en það er alltaf sárt að þurfa sjá þegar það gengur ekki upp.“ Ósáttur að deildin hafi ekki verið kláruð fyrir landsleikjahlé Dominique Randle virtist meiðast nokkuð illa þegar tæpar 80 mínútur voru liðnar af leiknum og lá eftir í dálitla stund áður en hún var studd af velli. Enginn leikmaður var nálægt henni þegar þetta gerðist sem er oft ávísun á eitthvað slæmt. „Hún er náttúrulega með svolitla sögu á hnjánum og það er búið að skera þetta allt saman og þess vegna erum við svolítið smeyk um það hennar vegna auðvitað. Þetta leit ekki vel út og ég svo sem var búinn að óttast nákvæmlega þetta. Einhver var að segja mér hérna fyrir leikjunum sem byrjuðu klukkan tvö að menn hefðu verið að meiðast, það er galið ástand að vera stoppa þetta í tvær vikur fyrir síðustu tvo leikina í aðstæðunum sem eru uppi akkúrat núna; veður, vallaraðstæður og fleira. Við áttum að vera spila síðasta leikinn í þessari deild fyrir landsleikjahléið og ég var hræddur fyrir þessa síðustu tvo leiki að það yrðu meiðsli á leikmönnum“, sagði Jóhann að lokum og var augljóslega langt frá því að vera sáttur við stöðuna.
Besta deild kvenna Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Sóley Margrét heimsmeistari Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Fleiri fréttir Aron Einar miðvörður í Niksic Í beinni: Svartfjallaland - Ísland | Gætu fellt Svartfellinga Í beinni: Grindavík - Tindastóll | Hvernig koma liðin út úr hléinu? Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Frækinn sigur Vals í Kristianstad Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sóley Margrét heimsmeistari Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Vildi ekki rota og meiða Tyson Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Messi: Þú ert hugleysingi „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Sjá meira