Tjáir sig um skyndilegt fráfall föður síns: „Hann vissi að eitthvað væri að“ Aron Guðmundsson skrifar 26. september 2023 13:30 Ben Tozer er fyrirliði Wrexham Vísir/Getty Fótboltamaðurinn Ben Tozer, segist ekki enn vera búinn að átta sig á því að faðir hans sé látinn. Tozer segist ekki hafa gefið sér tíma til að syrgja fráfall hans en hann segir sögu föður síns vera víti til varnaðar fyrir aðra. Hann hafi verið hræddur við að leita sér hjálpar. Ben Tozer er kannski ekki þekktasta nafnið í boltanum en hann hefur þó gegnt lykilhlutverki, sem fyrirliði Wrexham, í uppgangi félagsins undir eignarhaldi Hollywood stjarnanna Ryan Reynolds og Rob McElhenney. Wrexham tryggði sér á síðasta tímabili sæti í ensku deildarkeppninni á nýjan leik með því að vinna ensku utandeildina. Þegar að titillinn fór á loft hjá Wrexham, á heimavelli félagsins The Racecourse Ground, var faðir Ben Tozer á svæðinu og horfði hann á son sinn vinna þetta glæsta afrek. Það var í apríl fyrr á þessu ári en Keith Tozer, faðir Ben, lagði á sig um 800 kílómetra leið frá heimabæ sínum Plymouth til Wrexham til þess að verða vitni að afreki sonar síns. En það var í miðjum fagnaðarlátunum á The Racecourse Ground sem Ben áttaði sig á því að eitthvað amaði að föður hans. „Hann átti það til að mæta á leiki hjá mér, leggja á sig þessa leið, en var alltaf farinn aftur til baka áður en ég yfirgaf völlinn,“ segir Ben Tozer í opinskáu viðtali við BBC. „Það kveikti á viðvörunarbjöllum hjá mér. Ég vissi að hann hafði haft það betra og það var eins og hann væri að fela sig frá mér. Og ég veit núna af hverju.“ "The last time I spoke with him, the last words we said was 'I love you'."Wrexham captain Ben Tozer opens up on the loss of his father, who regularly made the 500 plus mile round trip from his home in Plymouth to north Wales to watch him in action.#BBCFootball— BBC Sport Wales (@BBCSportWales) September 25, 2023 Reyndist of seint Aðstandendur Keith Tozer höfðu tekið eftir því, mánuðina fyrir leikinn sögufræga hjá Wrexham, að ekki væri allt með felldu hjá honum. „Bróðir minn tók eftir því, konan mín tók einnig eftir því. Pabbi sagðist alltaf ætla að fara láta kíkja á sig á heilsugæslunni en þegar að hann loksins gerði það var það of seint.“ Keith Tozer var greindur með hvítblæði og aðeins nokkrum dögum eftir greininguna lét hann lífið. „Ég æfði með Wrexham þennan dag, tók svo lestina til Plymouth og rétt náði honum áður en hann lét lífið.“ Ben Tozer segir stuðninginn sem hann fékk frá Wrexham, sér í lagi þjálfara liðsins Phil Parkinson, vera ómetanlegan. En á þessum tíma gaf hann sér ekki mikinn tíma til að syrgja. Brotnaði saman í Bandaríkjunum Skömmu eftir andlát föður síns, fyrir jarðarför hans, hélt Tozer með Wrexham til Bandaríkjanna þar sem liðið undirbjó sig fyrir yfirstandandi tímabil. Það var þar sem Ben Tozer fann fyrst fyrir sorginni, skömmu fyrir æfingarleik Wrexham við Chelsea í Norður-Karólínu. „Ég var að hita upp. Það hefur enginn séð þetta og ég er að tjá mig um þetta í fyrsta skipti núna. Ég komst í uppnám og tárin byrjuðu bara að streyma niður. Ég fór allt í einu að hugsa um að ef pabbi væri á lífi, þá væri hann að fara horfa á leikinn gegn Chelsea.“ Um leið og Wrexham sneri aftur til Wales hélt Ben Tozer til Plymouth þar sem hann var viðstaddur jarðarför föður síns. Hann segist enn ekki hafa áttað sig að fullu á þeirri staðreynd að faðir hans sé látinn. „Það er erfitt fyrir mig að segja þetta en faðir minn var hræddur. Hann var hræddur við að heyra hvað amaði að sér. Hann vissi að eitthvað væri að.“ Ben Tozer nýtir tækifærið og hvetur fólk til þess að láta kanna á sér stöðuna ef því líður ekki vel og telur að eitthvað ami að sér. Enski boltinn Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Í beinni: Svartfjallaland - Ísland | Gætu fellt Svartfellinga Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Fleiri fréttir Aron Einar miðvörður í Niksic Í beinni: Svartfjallaland - Ísland | Gætu fellt Svartfellinga Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Sjá meira
Ben Tozer er kannski ekki þekktasta nafnið í boltanum en hann hefur þó gegnt lykilhlutverki, sem fyrirliði Wrexham, í uppgangi félagsins undir eignarhaldi Hollywood stjarnanna Ryan Reynolds og Rob McElhenney. Wrexham tryggði sér á síðasta tímabili sæti í ensku deildarkeppninni á nýjan leik með því að vinna ensku utandeildina. Þegar að titillinn fór á loft hjá Wrexham, á heimavelli félagsins The Racecourse Ground, var faðir Ben Tozer á svæðinu og horfði hann á son sinn vinna þetta glæsta afrek. Það var í apríl fyrr á þessu ári en Keith Tozer, faðir Ben, lagði á sig um 800 kílómetra leið frá heimabæ sínum Plymouth til Wrexham til þess að verða vitni að afreki sonar síns. En það var í miðjum fagnaðarlátunum á The Racecourse Ground sem Ben áttaði sig á því að eitthvað amaði að föður hans. „Hann átti það til að mæta á leiki hjá mér, leggja á sig þessa leið, en var alltaf farinn aftur til baka áður en ég yfirgaf völlinn,“ segir Ben Tozer í opinskáu viðtali við BBC. „Það kveikti á viðvörunarbjöllum hjá mér. Ég vissi að hann hafði haft það betra og það var eins og hann væri að fela sig frá mér. Og ég veit núna af hverju.“ "The last time I spoke with him, the last words we said was 'I love you'."Wrexham captain Ben Tozer opens up on the loss of his father, who regularly made the 500 plus mile round trip from his home in Plymouth to north Wales to watch him in action.#BBCFootball— BBC Sport Wales (@BBCSportWales) September 25, 2023 Reyndist of seint Aðstandendur Keith Tozer höfðu tekið eftir því, mánuðina fyrir leikinn sögufræga hjá Wrexham, að ekki væri allt með felldu hjá honum. „Bróðir minn tók eftir því, konan mín tók einnig eftir því. Pabbi sagðist alltaf ætla að fara láta kíkja á sig á heilsugæslunni en þegar að hann loksins gerði það var það of seint.“ Keith Tozer var greindur með hvítblæði og aðeins nokkrum dögum eftir greininguna lét hann lífið. „Ég æfði með Wrexham þennan dag, tók svo lestina til Plymouth og rétt náði honum áður en hann lét lífið.“ Ben Tozer segir stuðninginn sem hann fékk frá Wrexham, sér í lagi þjálfara liðsins Phil Parkinson, vera ómetanlegan. En á þessum tíma gaf hann sér ekki mikinn tíma til að syrgja. Brotnaði saman í Bandaríkjunum Skömmu eftir andlát föður síns, fyrir jarðarför hans, hélt Tozer með Wrexham til Bandaríkjanna þar sem liðið undirbjó sig fyrir yfirstandandi tímabil. Það var þar sem Ben Tozer fann fyrst fyrir sorginni, skömmu fyrir æfingarleik Wrexham við Chelsea í Norður-Karólínu. „Ég var að hita upp. Það hefur enginn séð þetta og ég er að tjá mig um þetta í fyrsta skipti núna. Ég komst í uppnám og tárin byrjuðu bara að streyma niður. Ég fór allt í einu að hugsa um að ef pabbi væri á lífi, þá væri hann að fara horfa á leikinn gegn Chelsea.“ Um leið og Wrexham sneri aftur til Wales hélt Ben Tozer til Plymouth þar sem hann var viðstaddur jarðarför föður síns. Hann segist enn ekki hafa áttað sig að fullu á þeirri staðreynd að faðir hans sé látinn. „Það er erfitt fyrir mig að segja þetta en faðir minn var hræddur. Hann var hræddur við að heyra hvað amaði að sér. Hann vissi að eitthvað væri að.“ Ben Tozer nýtir tækifærið og hvetur fólk til þess að láta kanna á sér stöðuna ef því líður ekki vel og telur að eitthvað ami að sér.
Enski boltinn Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Í beinni: Svartfjallaland - Ísland | Gætu fellt Svartfellinga Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Fleiri fréttir Aron Einar miðvörður í Niksic Í beinni: Svartfjallaland - Ísland | Gætu fellt Svartfellinga Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Sjá meira