„Eins og þeir nálgist ekki verkefnið með þeirri virðingu sem þeim ber að gera“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. september 2023 11:30 Man United átti erfitt uppdráttar í Þýskalandi. Ash Donelon/Getty Images Ólafur Kristjánsson, sérfræðingur Meistaradeildarmessunnar, ræddi varnarleik Manchester United – eða skort á honum – í 4-3 tapi liðsins gegn Bayern München í 1. umferð riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. Það kom Ólafi á óvart hversu slakir gestirnir frá Manchester voru varnarlega í leiknum. Man United hefur byrjað tímabilið illa heima fyrir og tapað þremur af fimm leikjum sínum. Í gær mætti liðið á Allianz-völlinn í Bæjaralandi þar sem heimamenn í Bayern München biðu þeirra. Fyrir leikinn hafði Bayern unnið 13 leiki í röð í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu og ekki tapað í 34 leikjum. Bæði eru met. Það voru því fá sem spáðu sigri gestanna. „Það eru ekki mörg lið sem feita hesti eftir viðureign gegn Bayern í München,“ sagði Ólafur sem bjóst þó við betri varnarleik hjá gestunum. Klippa: Meistaradeildarmörkin: Umræða um Man United „Hann var ekki til staðar, engan veginn. Það er það sem kemur mér á óvart. Það er eins og þeir nálgist ekki verkefnið með þeirri virðingu sem þeim ber að gera. Ég er rosalega hissa á því af því Brighton & Hove Albion sundurspiluðu þá um helgina, gjörsamlega. Þeir tosa þá til sín og spila svo í gegnum mjög slaka pressu United.“ „Þegar ég horfi á byrjunarliðið, ég ætlaði ekki að rausa (e. rant) um Man United en ég er byrjaður á því. Casemiro, Christian Eriksen og Bruno Fernandes á miðjunni. Þetta bíður ekki upp á þéttan varnarleik. Þegar Casemiro er einn nær hann engan veginn að loka, þeir voru að spila einhverskonar tígul um helgina með Scott McTominay inn á. Voru gjörsamlega sundurspilaðir.“ „Í bakvarðarstöðunum eru þeir hreinlega veikir varnarlega einn á einn; Diogo Dalot og Sergio Reguilón. Svo í miðvörðunum eru heldur ekki gæði eða harka, mér finnst þeir hvorki spila einstaklings varnarleikinn vel né spila vel saman sem tvíeyki.“ „Það kom mér gríðarlega mikið á óvart að sjá þetta lið svona rosalega slitið og tætt,“ sagði Ólafur að endingu en eldræðuna má sjá í spilaranum hér að ofan. Hér að neðan eru svo mörkin úr leiknum. Klippa: Meistaradeild Evrópu: Bayern 4-3 Man Utd Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Fleiri fréttir Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Sjá meira
Man United hefur byrjað tímabilið illa heima fyrir og tapað þremur af fimm leikjum sínum. Í gær mætti liðið á Allianz-völlinn í Bæjaralandi þar sem heimamenn í Bayern München biðu þeirra. Fyrir leikinn hafði Bayern unnið 13 leiki í röð í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu og ekki tapað í 34 leikjum. Bæði eru met. Það voru því fá sem spáðu sigri gestanna. „Það eru ekki mörg lið sem feita hesti eftir viðureign gegn Bayern í München,“ sagði Ólafur sem bjóst þó við betri varnarleik hjá gestunum. Klippa: Meistaradeildarmörkin: Umræða um Man United „Hann var ekki til staðar, engan veginn. Það er það sem kemur mér á óvart. Það er eins og þeir nálgist ekki verkefnið með þeirri virðingu sem þeim ber að gera. Ég er rosalega hissa á því af því Brighton & Hove Albion sundurspiluðu þá um helgina, gjörsamlega. Þeir tosa þá til sín og spila svo í gegnum mjög slaka pressu United.“ „Þegar ég horfi á byrjunarliðið, ég ætlaði ekki að rausa (e. rant) um Man United en ég er byrjaður á því. Casemiro, Christian Eriksen og Bruno Fernandes á miðjunni. Þetta bíður ekki upp á þéttan varnarleik. Þegar Casemiro er einn nær hann engan veginn að loka, þeir voru að spila einhverskonar tígul um helgina með Scott McTominay inn á. Voru gjörsamlega sundurspilaðir.“ „Í bakvarðarstöðunum eru þeir hreinlega veikir varnarlega einn á einn; Diogo Dalot og Sergio Reguilón. Svo í miðvörðunum eru heldur ekki gæði eða harka, mér finnst þeir hvorki spila einstaklings varnarleikinn vel né spila vel saman sem tvíeyki.“ „Það kom mér gríðarlega mikið á óvart að sjá þetta lið svona rosalega slitið og tætt,“ sagði Ólafur að endingu en eldræðuna má sjá í spilaranum hér að ofan. Hér að neðan eru svo mörkin úr leiknum. Klippa: Meistaradeild Evrópu: Bayern 4-3 Man Utd
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Fleiri fréttir Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Sjá meira