„Að koma hingað eftir öll þessi leikmannakaup og alla þá peninga sem Valur er búið að setja í liðið er erfitt“ Kári Mímisson skrifar 3. ágúst 2023 22:44 Nik Chamberlain, þjálfari Þróttar, á hliðarlínunni í fyrr í sumar Vísir/Diego Nik Chamberlain, þjálfari Þróttar, var að vonum svekktur með tapið gegn Val í kvöld á Hlíðarenda. Leikurinn var mjög jafn og spennandi og sagði Nik að það hafi verið litlu atriðin sem hafi ráðið úrslitum leiksins í kvöld. „Það er alltaf svekkjandi að tapa en mér fannst við spila vel allan leikinn. Þetta féll ekki alveg með okkur í dag. Mér fannst eins og við gætum farið inn í hálfleik með meira forskot, við fengum nokkur góð færi í fyrri hálfleik. Í seinni hálfleik náðum við ekki að aðlagast leiknum nógu hratt, pressunni frá þeim og þeim aukna hraða sem kom í leikinn.“ „Það er mögulega mér að kenna að hafa ekki áttað mig á því og við verðum frekar auðlesnar á tímabili í seinni hálfleiknum. Þegar þær komust svo yfir þá fannst mér við stíga upp og ná aftur yfirhöndinni í leiknum. Við fengum nokkur færi til að jafna leikinn en eins og ég segi þá voru það smáatriðin í leiknum sem skiptu sköpum í dag. Að koma hingað eftir öll þessi leikmannakaup og alla þá peninga sem Valur er búið að setja í liðið er erfitt en mér fannst við gera mjög vel.“ Þróttarar komust yfir rétt áður en flautað var til hálfleiks með góðu marki frá Sierra Marie Lelii. En hvað sagði Nik við sínar konur í hálfleik? „Ég sagði þeim bara að halda áfram að gera það sem við vorum að gera. Við vissum að þær myndu pressa okkur aðeins meira og að við þyrftum að aðlagast því. Við áttum í vandræðum með það í dag og náðum ekki að þvinga þær í rétt svæði á þessum 20 mínútum í seinni hálfleiknum sem þær skora sín mörk.“ Þróttur hefur spilað í sumar mjög góða tígulmiðju en liðið byrjaði þó ekki í henni í dag. Fljótlega færðist þó lið Þróttar í sína hefðbundnu tígulmiðju og við það náði liðið yfirhöndinni á leiknum. En hver var pælingin að byrja ekki í tígulmiðjunni? „Við vildum sjá hvað þær ætluðu að gera og þess vegna fórum við inn í leikinn af smá varfærni. Við vildum sjá hvernig færslur þær myndu koma með á miðjunni. Um leið og okkur fór að líða aðeins betur í leiknum þá skiptum við aftur í tígulmiðjuna sem hentaði okkur mjög vel það sem eftir var.“ Næstu leikur liðsins er gegn ÍBV úti í Eyjum. Leikurinn verður þó eftir Verslunarmannahelgina en ætlar Nik að gefa sínum konum smá frí fyrir leikinn gegn ÍBV? „Þær fá smá pásu og ég ætla reyndar líka á Þjóðhátíð í fyrsta sinn. Við æfum svo á mánudaginn og hefjum þá undirbúninginn fyrir leikinn á fimmtudaginn gegn ÍBV. Við eigum fjóra leiki eftir af deildinni áður en henni verður skipt upp. Við viljum enda hana sterkt og vera í góðri stöðu fyrir úrslitakeppnina.“ Fótbolti Besta deild kvenna Íslenski boltinn Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Fleiri fréttir Cecelía Rán hélt hreinu í góðum sigri Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Aron Einar miðvörður í Niksic Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Sjá meira
„Það er alltaf svekkjandi að tapa en mér fannst við spila vel allan leikinn. Þetta féll ekki alveg með okkur í dag. Mér fannst eins og við gætum farið inn í hálfleik með meira forskot, við fengum nokkur góð færi í fyrri hálfleik. Í seinni hálfleik náðum við ekki að aðlagast leiknum nógu hratt, pressunni frá þeim og þeim aukna hraða sem kom í leikinn.“ „Það er mögulega mér að kenna að hafa ekki áttað mig á því og við verðum frekar auðlesnar á tímabili í seinni hálfleiknum. Þegar þær komust svo yfir þá fannst mér við stíga upp og ná aftur yfirhöndinni í leiknum. Við fengum nokkur færi til að jafna leikinn en eins og ég segi þá voru það smáatriðin í leiknum sem skiptu sköpum í dag. Að koma hingað eftir öll þessi leikmannakaup og alla þá peninga sem Valur er búið að setja í liðið er erfitt en mér fannst við gera mjög vel.“ Þróttarar komust yfir rétt áður en flautað var til hálfleiks með góðu marki frá Sierra Marie Lelii. En hvað sagði Nik við sínar konur í hálfleik? „Ég sagði þeim bara að halda áfram að gera það sem við vorum að gera. Við vissum að þær myndu pressa okkur aðeins meira og að við þyrftum að aðlagast því. Við áttum í vandræðum með það í dag og náðum ekki að þvinga þær í rétt svæði á þessum 20 mínútum í seinni hálfleiknum sem þær skora sín mörk.“ Þróttur hefur spilað í sumar mjög góða tígulmiðju en liðið byrjaði þó ekki í henni í dag. Fljótlega færðist þó lið Þróttar í sína hefðbundnu tígulmiðju og við það náði liðið yfirhöndinni á leiknum. En hver var pælingin að byrja ekki í tígulmiðjunni? „Við vildum sjá hvað þær ætluðu að gera og þess vegna fórum við inn í leikinn af smá varfærni. Við vildum sjá hvernig færslur þær myndu koma með á miðjunni. Um leið og okkur fór að líða aðeins betur í leiknum þá skiptum við aftur í tígulmiðjuna sem hentaði okkur mjög vel það sem eftir var.“ Næstu leikur liðsins er gegn ÍBV úti í Eyjum. Leikurinn verður þó eftir Verslunarmannahelgina en ætlar Nik að gefa sínum konum smá frí fyrir leikinn gegn ÍBV? „Þær fá smá pásu og ég ætla reyndar líka á Þjóðhátíð í fyrsta sinn. Við æfum svo á mánudaginn og hefjum þá undirbúninginn fyrir leikinn á fimmtudaginn gegn ÍBV. Við eigum fjóra leiki eftir af deildinni áður en henni verður skipt upp. Við viljum enda hana sterkt og vera í góðri stöðu fyrir úrslitakeppnina.“
Fótbolti Besta deild kvenna Íslenski boltinn Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Fleiri fréttir Cecelía Rán hélt hreinu í góðum sigri Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Aron Einar miðvörður í Niksic Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Sjá meira