Umfjöllun, viðtöl og myndir: FH - Fylkir 2-4 | Árbæingar upp úr fallsæti Þorsteinn Hjálmsson skrifar 24. júlí 2023 21:15 Fylkismenn fagna fjórða marki sínu í kvöld. Vísir/Diego FH fékk Fylki í heimsókn í Kaplakrika í Bestu deild karla í knattspyrnu. Leikurinn var æsispennandi og endirinn hreint út sagt ótrúlegur, lokatölur 2-4. Fylkir vann þar með sinn fyrsta sigur á útivelli á tímabilinu og fyrsta sigur síðan 28. maí. FH hóf leikinn betur og héldu boltanum vel á meðan Árbæingar voru þéttir til baka með hápressu endrum og sinnum. FH-ingar fengu dauðafæri á 17. mínútu þegar Úlfur Ágúst fékk fyrirgjöf frá hægri fyrir miðju marki í teig Fylkis. Hann setti þó boltann fram hjá. Ólafur Kristófer Helgason, markvörður Fylkis, tók þá markspyrnu sem endaði sem stungusending inn á Benedikt Daríus Garðarsson eftir misskilning í vörn FH. Benedikt Daríus skaut boltanum í fallegum boga yfir Sindra Kristinn Ólafsson, í marki FH, sem var kominn af línunni. Staðan 0-1 fyrir gestunum. Benedikt Daríus lyftir boltanum.Vísir/Diego Sindri Kristinn Ólafsson, markvörður FH, horfir á eftir boltanum.Vísir/Diego Eftir markið voru Fylkismenn líklegri ef eitthvað til að bæta við heldur en að FH myndi jafna. Ólafur Karl Finsen átti til að mynda bakfallsspyrnu í slá FH eftir hornspyrnu frá vinstri. Fylkir komst loks í 0-2 á 40. mínútu. Nikulás Val Gunnarsson fékk þá stungusendingu frá Ólafi Karli sem skaut að marki sem endaði með því að boltinn fór í Ólaf Guðmundsson, varnarmann FH, og inn. Árbæingar gátu leyft sér að fagna í kvöld.Vísir/Diego Heimamenn náðu að minnka muninn fyrir hálfleik á lokaandartökum fyrri hálfleiksins. Skoraði þá Davíð Snær Jóhannsson með flugskalla af stuttu færi eftir að Björn Daníel Sverrisson hafði skallað boltann fyrir markið eftir fyrirgjöf frá hægri. Staðan 1-2 í hálfleik. Síðari hálfleikurinn fór rólega af stað en FH-ingar voru þó með öll völd á vellinum. FH-ingar jöfnuðu loks leikinn á 68. mínútu leiksins sem hafði svipaðan aðdraganda og fyrra mark þeirra. Fyrirgjöf á fjær sem Kjartan Henry skallar fyrir markið á Dani Hatakka sem var einn á auðum sjó og skallar boltann í netið af stuttu færi. Finninn fljúgandi, Dani Hatakka, jafnaði metin.Vísir/Diego Eftir markið lágu heimamenn á gestunum og voru talsvert líklegri að vinna leikinn heldur en þeir appelsínugulu. Það gekk þó ekki eftir. Á fjórðu mínútu uppbótatímans skorar Ómar Björn Stefánsson þriðja mark Fylkis eftir að hafa komið inn á sem varamaður. Skoraði hann eftir að Pétur Bjarnason, annar varamaður, hafi rent boltanum til hans hægra megin í teignum eftir fyrirgjöf sem kom frá vinstri kantinum. Þetta var þó ekki búið því Fylkir átti eftir að skora eitt mark til viðbótar á lokamínútu leiksins. Óttar Björn geystist þá upp hægri kantinn og kom sér fram hjá varnarmönnum FH og renndi boltanum þvert fyrir markið þar sem Óskar Borgþórsson kom aðvífandi og gat ekki annað en skorað og þar með gulltryggja sigur Fylkis. Óskar Borgþórsson fagnar marki sínu.Vísir/Diego Af hverju vann Fylkir? Frábær liðsframmistaða hjá appelsínugulum Árbæingum. Þeir vörðust eins og ljón þegar mest á reyndi í síðari hálfleiknum þegar FH-ingar lágu á þeim. Dugnaðurinn og eljusemin ásamt lukkunni veitti þeim tækifærið á að vinna leikinn undir lokin sem og þeir gerðu. Hverjir stóðu upp úr? Það er hægt að nefna marga sem stóðu sig vel í kvöld en það var aðeins einn sem stóð upp úr að lokum. Það er Ómar Björn Stefánsson, varamaður Fylkis, sem kom inn á og skoraði þriðja mark sinna manna og lagði upp það fjórða. Hvað gekk illa? FH fékk 13 hornspyrnur í leiknum í kvöld og náðu ekki að mynda sér almennilegt marktækifæri eftir eina einustu þrátt fyrir að hafa skorað tvö skallamörk í leiknum. Það má því segja að heimamenn hafi farið ansi illa með þennan þátt leiksins. Hvað gerist næst? FH fer til Keflavíkur næsta mánudag og leika gegn heimamönnum. Fylkismenn eru hins vegar komnir í frí fram yfir Verslunarmannahelgi. Þeir leika næst gegn Fram 8. ágúst. Markið er náttúrulega einn brandari Heimir Guðjónsson, þjálfari FH.Vísir/Diego „Þetta er annar leikurinn í röð sem við hendum frá okkur á lokamínútunum. Mér fannst vera eitt lið á vellinum í seinni hálfleik við vorum miklu betri. Sköpuðum góð færi en náðum að jafna leikinn en náðum ekki að nýta þessa yfirburði. Í fyrri hálfleik fannst mér við ekkert geta en vorum samt betri en eins og oft í leikjunum okkar þá erum við að fá á okkur aulaleg mörk, missum fókus, erum ekki að vinna seinni boltana og í fyrri hálfleik vorum við ekki að vinna neina grunnvinnu en það lagaðist í seinni hálfleik. Við sýndum þó karakter að jafna leikinn en það þarf að halda áfram,“ sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, eftir 2-4 tap sinna manna gegn Fylki. Heimir var ósáttur með sína menn á lokamínútunum og þá sérstaklega í fjórða marki Fylkis. „Síðasta markið er náttúrulega einn brandari. Við eigum hornspyrnu en síðan allt í einu er komið mark hinu megin sama og móti KR. Við þurfum að læra af þessu og við þurfum að gera það hratt af því að ef við gerum það ekki þá vinnum við enga leiki.“ Heimi fannst þó lið sitt sýna fram á spilamennsku sem hefði átt að skila mögulega fleiri mörkum. „Mér fannst við á löngum köflum spila góðan fótbolta, létum boltann ganga innan liðsins og fórum út á vængina og fengum mikið af fyrirgjöfum en kannski vantaði það að fara saman fyrirgjöf og hlaup.“ Eins og mikið hefur verið rætt og ritað um þá er FH í félagsskiptabanni. Svo virðist sem FH-ingar séu að vinna í því á fulla að aflétta því. Heimir segist þó lítið vita um málið enda einungis þjálfari liðsins. „Mér skilst að það eigi að senda í fyrramálið einhverja greinargerð og við vonum að það dugi. Annars er ég bara að þjálfa liðið og við erum ekki að einbeita okkur að þessu máli við erum að einbeita okkur á að vinna fótboltaleik, það hefur reyndar ekki gengið vel upp á síðkastið en það eru aðrir sem sjá um þessi mál,“ sagði Heimir að lokum. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla FH Fylkir
FH fékk Fylki í heimsókn í Kaplakrika í Bestu deild karla í knattspyrnu. Leikurinn var æsispennandi og endirinn hreint út sagt ótrúlegur, lokatölur 2-4. Fylkir vann þar með sinn fyrsta sigur á útivelli á tímabilinu og fyrsta sigur síðan 28. maí. FH hóf leikinn betur og héldu boltanum vel á meðan Árbæingar voru þéttir til baka með hápressu endrum og sinnum. FH-ingar fengu dauðafæri á 17. mínútu þegar Úlfur Ágúst fékk fyrirgjöf frá hægri fyrir miðju marki í teig Fylkis. Hann setti þó boltann fram hjá. Ólafur Kristófer Helgason, markvörður Fylkis, tók þá markspyrnu sem endaði sem stungusending inn á Benedikt Daríus Garðarsson eftir misskilning í vörn FH. Benedikt Daríus skaut boltanum í fallegum boga yfir Sindra Kristinn Ólafsson, í marki FH, sem var kominn af línunni. Staðan 0-1 fyrir gestunum. Benedikt Daríus lyftir boltanum.Vísir/Diego Sindri Kristinn Ólafsson, markvörður FH, horfir á eftir boltanum.Vísir/Diego Eftir markið voru Fylkismenn líklegri ef eitthvað til að bæta við heldur en að FH myndi jafna. Ólafur Karl Finsen átti til að mynda bakfallsspyrnu í slá FH eftir hornspyrnu frá vinstri. Fylkir komst loks í 0-2 á 40. mínútu. Nikulás Val Gunnarsson fékk þá stungusendingu frá Ólafi Karli sem skaut að marki sem endaði með því að boltinn fór í Ólaf Guðmundsson, varnarmann FH, og inn. Árbæingar gátu leyft sér að fagna í kvöld.Vísir/Diego Heimamenn náðu að minnka muninn fyrir hálfleik á lokaandartökum fyrri hálfleiksins. Skoraði þá Davíð Snær Jóhannsson með flugskalla af stuttu færi eftir að Björn Daníel Sverrisson hafði skallað boltann fyrir markið eftir fyrirgjöf frá hægri. Staðan 1-2 í hálfleik. Síðari hálfleikurinn fór rólega af stað en FH-ingar voru þó með öll völd á vellinum. FH-ingar jöfnuðu loks leikinn á 68. mínútu leiksins sem hafði svipaðan aðdraganda og fyrra mark þeirra. Fyrirgjöf á fjær sem Kjartan Henry skallar fyrir markið á Dani Hatakka sem var einn á auðum sjó og skallar boltann í netið af stuttu færi. Finninn fljúgandi, Dani Hatakka, jafnaði metin.Vísir/Diego Eftir markið lágu heimamenn á gestunum og voru talsvert líklegri að vinna leikinn heldur en þeir appelsínugulu. Það gekk þó ekki eftir. Á fjórðu mínútu uppbótatímans skorar Ómar Björn Stefánsson þriðja mark Fylkis eftir að hafa komið inn á sem varamaður. Skoraði hann eftir að Pétur Bjarnason, annar varamaður, hafi rent boltanum til hans hægra megin í teignum eftir fyrirgjöf sem kom frá vinstri kantinum. Þetta var þó ekki búið því Fylkir átti eftir að skora eitt mark til viðbótar á lokamínútu leiksins. Óttar Björn geystist þá upp hægri kantinn og kom sér fram hjá varnarmönnum FH og renndi boltanum þvert fyrir markið þar sem Óskar Borgþórsson kom aðvífandi og gat ekki annað en skorað og þar með gulltryggja sigur Fylkis. Óskar Borgþórsson fagnar marki sínu.Vísir/Diego Af hverju vann Fylkir? Frábær liðsframmistaða hjá appelsínugulum Árbæingum. Þeir vörðust eins og ljón þegar mest á reyndi í síðari hálfleiknum þegar FH-ingar lágu á þeim. Dugnaðurinn og eljusemin ásamt lukkunni veitti þeim tækifærið á að vinna leikinn undir lokin sem og þeir gerðu. Hverjir stóðu upp úr? Það er hægt að nefna marga sem stóðu sig vel í kvöld en það var aðeins einn sem stóð upp úr að lokum. Það er Ómar Björn Stefánsson, varamaður Fylkis, sem kom inn á og skoraði þriðja mark sinna manna og lagði upp það fjórða. Hvað gekk illa? FH fékk 13 hornspyrnur í leiknum í kvöld og náðu ekki að mynda sér almennilegt marktækifæri eftir eina einustu þrátt fyrir að hafa skorað tvö skallamörk í leiknum. Það má því segja að heimamenn hafi farið ansi illa með þennan þátt leiksins. Hvað gerist næst? FH fer til Keflavíkur næsta mánudag og leika gegn heimamönnum. Fylkismenn eru hins vegar komnir í frí fram yfir Verslunarmannahelgi. Þeir leika næst gegn Fram 8. ágúst. Markið er náttúrulega einn brandari Heimir Guðjónsson, þjálfari FH.Vísir/Diego „Þetta er annar leikurinn í röð sem við hendum frá okkur á lokamínútunum. Mér fannst vera eitt lið á vellinum í seinni hálfleik við vorum miklu betri. Sköpuðum góð færi en náðum að jafna leikinn en náðum ekki að nýta þessa yfirburði. Í fyrri hálfleik fannst mér við ekkert geta en vorum samt betri en eins og oft í leikjunum okkar þá erum við að fá á okkur aulaleg mörk, missum fókus, erum ekki að vinna seinni boltana og í fyrri hálfleik vorum við ekki að vinna neina grunnvinnu en það lagaðist í seinni hálfleik. Við sýndum þó karakter að jafna leikinn en það þarf að halda áfram,“ sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, eftir 2-4 tap sinna manna gegn Fylki. Heimir var ósáttur með sína menn á lokamínútunum og þá sérstaklega í fjórða marki Fylkis. „Síðasta markið er náttúrulega einn brandari. Við eigum hornspyrnu en síðan allt í einu er komið mark hinu megin sama og móti KR. Við þurfum að læra af þessu og við þurfum að gera það hratt af því að ef við gerum það ekki þá vinnum við enga leiki.“ Heimi fannst þó lið sitt sýna fram á spilamennsku sem hefði átt að skila mögulega fleiri mörkum. „Mér fannst við á löngum köflum spila góðan fótbolta, létum boltann ganga innan liðsins og fórum út á vængina og fengum mikið af fyrirgjöfum en kannski vantaði það að fara saman fyrirgjöf og hlaup.“ Eins og mikið hefur verið rætt og ritað um þá er FH í félagsskiptabanni. Svo virðist sem FH-ingar séu að vinna í því á fulla að aflétta því. Heimir segist þó lítið vita um málið enda einungis þjálfari liðsins. „Mér skilst að það eigi að senda í fyrramálið einhverja greinargerð og við vonum að það dugi. Annars er ég bara að þjálfa liðið og við erum ekki að einbeita okkur að þessu máli við erum að einbeita okkur á að vinna fótboltaleik, það hefur reyndar ekki gengið vel upp á síðkastið en það eru aðrir sem sjá um þessi mál,“ sagði Heimir að lokum.
Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 75-96 | Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta fleytir Skagfirðingum á toppinn Körfubolti
Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 75-96 | Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta fleytir Skagfirðingum á toppinn Körfubolti