„Þessi skandall verður hundrað sinnum verri ef allar upplýsingar koma fram“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. júlí 2023 08:01 Bjarte Myrhol er einn besti línumaður handboltasögunnar. getty/Slavko Midzor Einn besti línumaður allra tíma er ekki hissa á uppljóstrunum TV 2 í heimildamynd um hagræðingu úrslita í handbolta. Hann segist hafa grunað að brögð væru í tafli um langa hríð. Í fyrradag var fyrri hluti heimildamyndarinnar Grunsamlegur leikur frumsýndur á TV 2 í Danmörku. Þar er fjallað um hagræðingu úrslita í handbolta. Myndin var fjögur ár í vinnslu. Í myndinni er meðal annars rætt við fyrrverandi dómara sem lýsir því þegar Dragan Nachevski, fyrrverandi formaður dómaranefndar EHF, bað hann um að hafa áhrif á úrslit leiks. Nachevski var settur af sem formaður dómaranefndar EHF í maí vegna upplýsinga frá TV 2. Bjarte Myrhol, einn fremsti línumaður handboltasögunnar, er ekki beint undrandi á því sem kemur fram í mynd TV 2. Hann segist alltaf hafa grunað að ýmislegt vafasamt fengi að viðgangast í handboltanum. „Því miður er afar fátt í heimildamyndinni sem kemur mér á óvart. Hvorki varðandi dómarana né EHF. Þetta er eitthvað sem ég hef verið meðvitaður um í tuttugu ár,“ sagði Myrhol. „Eins leiðinlegt og það er að segja það var þetta verra áður fyrr. Þessi skandall verður hundrað sinnum verri ef allar upplýsingar koma fram í dagsljósið. Það tekur mig sárt að segja þetta.“ Í skýrslu fyrirtækisins SportRadar kom fram um að grunur leiki á að úrslitum í 26 leikjum frá september 2016 til nóvember 2017 hafi verið hagrætt. Nachevski hefur neitað sök og þvertekið fyrir að hann hafi reynt að hafa áhrif á úrslit leikja en handboltadómstóll EHF er með mál Norður-Makedóníumannsins til rannsóknar. Sonur hans, Gjorgij, hefur verið í hópi fremstu dómara heims síðustu ár. Hann var settur til hliðar vegna gruns um hagræðingu úrslita. Þá er hann grunaður um að hafa tengsl við skipulögð glæpasamtök. Handbolti Tengdar fréttir Notuðu tálbeitu til að góma formann dómaranefndar EHF TV 2 notaði tálbeitu til að ræða við Dragan Nachevski sem var settur af sem formaður dómaranefndar EHF í maí vegna gruns um hagræðingu úrslita í handbolta. Samtal Nachevskis og tálbeitunnar var sýnt í fyrri hluta heimildamyndarinnar Grunsamlegur leikur sem var frumsýnd í gær. 6. júlí 2023 10:31 Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Sóley Margrét heimsmeistari Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Fleiri fréttir Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Sjá meira
Í fyrradag var fyrri hluti heimildamyndarinnar Grunsamlegur leikur frumsýndur á TV 2 í Danmörku. Þar er fjallað um hagræðingu úrslita í handbolta. Myndin var fjögur ár í vinnslu. Í myndinni er meðal annars rætt við fyrrverandi dómara sem lýsir því þegar Dragan Nachevski, fyrrverandi formaður dómaranefndar EHF, bað hann um að hafa áhrif á úrslit leiks. Nachevski var settur af sem formaður dómaranefndar EHF í maí vegna upplýsinga frá TV 2. Bjarte Myrhol, einn fremsti línumaður handboltasögunnar, er ekki beint undrandi á því sem kemur fram í mynd TV 2. Hann segist alltaf hafa grunað að ýmislegt vafasamt fengi að viðgangast í handboltanum. „Því miður er afar fátt í heimildamyndinni sem kemur mér á óvart. Hvorki varðandi dómarana né EHF. Þetta er eitthvað sem ég hef verið meðvitaður um í tuttugu ár,“ sagði Myrhol. „Eins leiðinlegt og það er að segja það var þetta verra áður fyrr. Þessi skandall verður hundrað sinnum verri ef allar upplýsingar koma fram í dagsljósið. Það tekur mig sárt að segja þetta.“ Í skýrslu fyrirtækisins SportRadar kom fram um að grunur leiki á að úrslitum í 26 leikjum frá september 2016 til nóvember 2017 hafi verið hagrætt. Nachevski hefur neitað sök og þvertekið fyrir að hann hafi reynt að hafa áhrif á úrslit leikja en handboltadómstóll EHF er með mál Norður-Makedóníumannsins til rannsóknar. Sonur hans, Gjorgij, hefur verið í hópi fremstu dómara heims síðustu ár. Hann var settur til hliðar vegna gruns um hagræðingu úrslita. Þá er hann grunaður um að hafa tengsl við skipulögð glæpasamtök.
Handbolti Tengdar fréttir Notuðu tálbeitu til að góma formann dómaranefndar EHF TV 2 notaði tálbeitu til að ræða við Dragan Nachevski sem var settur af sem formaður dómaranefndar EHF í maí vegna gruns um hagræðingu úrslita í handbolta. Samtal Nachevskis og tálbeitunnar var sýnt í fyrri hluta heimildamyndarinnar Grunsamlegur leikur sem var frumsýnd í gær. 6. júlí 2023 10:31 Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Sóley Margrét heimsmeistari Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Fleiri fréttir Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Sjá meira
Notuðu tálbeitu til að góma formann dómaranefndar EHF TV 2 notaði tálbeitu til að ræða við Dragan Nachevski sem var settur af sem formaður dómaranefndar EHF í maí vegna gruns um hagræðingu úrslita í handbolta. Samtal Nachevskis og tálbeitunnar var sýnt í fyrri hluta heimildamyndarinnar Grunsamlegur leikur sem var frumsýnd í gær. 6. júlí 2023 10:31