Stoltir af að fá Daníel til SönderjyskE og hafa góða reynslu af Íslendingum Sindri Sverrisson skrifar 26. júní 2023 15:44 Daníel Leó Grétarsson í leik gegn Bosníu í mars. Hann á að baki þrettán A-landsleiki. Getty/Alex Nicodim Landsliðsmaðurinn Daníel Leó Grétarsson er genginn í raðir danska knattspyrnufélagsins SönderjyskE. Þessi 27 ára gamli, örvfætti miðvörður skrifaði undir samning sem gildir til fjögurra ára. Daníel kemur til Danmerkur frá Póllandi þar sem hann lék með Slask Wroclaw í efstu deild, eftir að hafa áður verið hjá Blackpool á Englandi og í Aalesund í Noregi, en hann er uppalinn í Grindavík. Forsvarsmenn SönderjyskE hrósa happi yfir að hafa fengið Daníel sem á að baki 13 A-landsleiki og var í hópnum sem mætti Portúgal og Slóvakíu á dögunum. Daníel verður enn einn Íslendingurinn sem spilar fyrir SönderjyskE en fyrir hjá félaginu er Húsvíkingurinn Atli Barkarson auk þess sem Orri Steinn Óskarsson var að láni frá FCK á seinni hluta síðustu leiktíðar. Sønderjyske Fodbold har skrevet en fireårig kontrakt med den islandske landsholdsspiller Daniel Leo Gretarsson, der er hentet i polske Slask Wroclaw Læs mere på hjemmesiden https://t.co/OU24sw2W0t pic.twitter.com/VC1CMlYe4N— Sønderjyske Fodbold (@SEfodbold) June 26, 2023 Af öðrum leikmönnum sem hafa spilað með liðinu, við góðan orðstír, má nefna menn á borð við Hallgrím Jónasson, Eggert Gunnþór Jónsson, Sölva Geir Ottesen, Eyjólf Héðinsson og Ólaf Inga Skúlason. Frá árinu 2008 hefur, með einni undantekningu, verið Íslendingur í liði félagsins á hverri leiktíð. SönderjyskE var afar nálægt því að komast upp í dönsku úrvalsdeildina í vor en endaði tveimur stigum á eftir Hvidovre sem varð í 2. sæti 1. deildarinnar og fór upp. Haft góða reynslu af Íslendingum „Þetta eru viðskipti sem við getum leyft okkur að vera afar stoltir af. Við erum mjög ánægðir með að Daníel Leó Grétarsson hafi valið Sönderjyske Fodbold sem næsta áfangastað á ferlinum. Hann er 27 ára og því á besta fótboltaaldri, á góðum stað á ferlinum þar sem hann er fastamaður í liði og á fast sæti í íslenska landsliðshópnum,“ segir Esben Hansen, yfirmaður íþróttamála hjá SönderjyskE. „Í gegnum árin höfum við í Sönderjyske Fodbold haft góða reynslu af Íslendingum og nú bætist Daníel Leó Grétarsson í röðina af þeim sem komið hafa með gott og fagmannlegt hugarfar. Við hlökkum til að fá hann í Sönderjyske Fodbold og að sjá hann spila á Sydbank Park,“ segir Hansen á heimasíðu danska félagsins. Danski boltinn Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Fleiri fréttir Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Cecelía Rán hélt hreinu í góðum sigri Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Aron Einar miðvörður í Niksic Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Sjá meira
Daníel kemur til Danmerkur frá Póllandi þar sem hann lék með Slask Wroclaw í efstu deild, eftir að hafa áður verið hjá Blackpool á Englandi og í Aalesund í Noregi, en hann er uppalinn í Grindavík. Forsvarsmenn SönderjyskE hrósa happi yfir að hafa fengið Daníel sem á að baki 13 A-landsleiki og var í hópnum sem mætti Portúgal og Slóvakíu á dögunum. Daníel verður enn einn Íslendingurinn sem spilar fyrir SönderjyskE en fyrir hjá félaginu er Húsvíkingurinn Atli Barkarson auk þess sem Orri Steinn Óskarsson var að láni frá FCK á seinni hluta síðustu leiktíðar. Sønderjyske Fodbold har skrevet en fireårig kontrakt med den islandske landsholdsspiller Daniel Leo Gretarsson, der er hentet i polske Slask Wroclaw Læs mere på hjemmesiden https://t.co/OU24sw2W0t pic.twitter.com/VC1CMlYe4N— Sønderjyske Fodbold (@SEfodbold) June 26, 2023 Af öðrum leikmönnum sem hafa spilað með liðinu, við góðan orðstír, má nefna menn á borð við Hallgrím Jónasson, Eggert Gunnþór Jónsson, Sölva Geir Ottesen, Eyjólf Héðinsson og Ólaf Inga Skúlason. Frá árinu 2008 hefur, með einni undantekningu, verið Íslendingur í liði félagsins á hverri leiktíð. SönderjyskE var afar nálægt því að komast upp í dönsku úrvalsdeildina í vor en endaði tveimur stigum á eftir Hvidovre sem varð í 2. sæti 1. deildarinnar og fór upp. Haft góða reynslu af Íslendingum „Þetta eru viðskipti sem við getum leyft okkur að vera afar stoltir af. Við erum mjög ánægðir með að Daníel Leó Grétarsson hafi valið Sönderjyske Fodbold sem næsta áfangastað á ferlinum. Hann er 27 ára og því á besta fótboltaaldri, á góðum stað á ferlinum þar sem hann er fastamaður í liði og á fast sæti í íslenska landsliðshópnum,“ segir Esben Hansen, yfirmaður íþróttamála hjá SönderjyskE. „Í gegnum árin höfum við í Sönderjyske Fodbold haft góða reynslu af Íslendingum og nú bætist Daníel Leó Grétarsson í röðina af þeim sem komið hafa með gott og fagmannlegt hugarfar. Við hlökkum til að fá hann í Sönderjyske Fodbold og að sjá hann spila á Sydbank Park,“ segir Hansen á heimasíðu danska félagsins.
Danski boltinn Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Fleiri fréttir Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Cecelía Rán hélt hreinu í góðum sigri Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Aron Einar miðvörður í Niksic Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Sjá meira