Ótrúleg endurkoma hjá íslensku strákunum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 25. júní 2023 16:06 Strákarnir okkar komu til baka í leiknum og eru nánast komnir í 8. liða úrslit. IHF/Jozo Cabraja Íslenska landsliðið í handbolta skipað drengjum 21 árs og yngri hóf leik í milliriðli HM í dag með sigri á því gríska, 29-28. Íslensku strákarnir byrjuðu mótið nokkuð hægt en stóðu á endanum uppi sem sigurvegarar síns riðils og fóru því með 2 stig í milliriðil. Sigur í dag svo gott sem gulltryggir liðinu sæti í 8-liða úrslitum en Grikkland er án stiga í milliriðlinum. Kristófer Máni Jónasson var með 100 prósent færanýtingu og skoraði sex mörk úr sex skotum. Auk hans voru markahæstu menn Íslands í dag þeir Benedikt Gunnar Óskarsson og Andri Már Rúnarsson með sex mörk hvor. Adam Thorstensen varði sjö skot í leiknum og var með 28 prósenta markvörslu á meðan Brynjar Vignir Sigurjónsson varði þrjú skot og var með 23 prósenta markvörslu. Einu marki yfir eftir fyrri hálf leik Leikurinn var æsispennandi og skiptust liðin á að vera með forrystu í fyrri hálf leik. Grikkir hófu leikinn að krafti og skoruðu þrjú mörk gegn engu frá íslenska liðinu. Íslendingar komust hins vegar fyrst yfir í stöðunni 8-7. Grikkir jöfnuðu að nýju og voru liðin jöfn allt þar til í stöðunni 11-10 en þá komst Ísland yfir. Grikkir svöruðu fyrir sig með þremur mörkum í röð og leiddu með 13 mörkum gegn 11 en Íslendingar jöfnuðu í stöðunni 14-14 þar til Grikkir skoruðu síðasta mark fyrri hálf leiks, 14-15. Ótrúleg endurkoma í seinni hálf leik Íslenska liðið stóð ekki í Grikkjum framan af í seinni hálf leik. Grikkir röðuðu inn mörkum og komust yfir 21-17 þegar 41 mínúta var liðin af leiknum. Íslensku strákarnir sýndu þó mátt sinn og megin og komu til baka og komust yfir í stöðunni 22-21 þegar einungis þrjár mínútur voru eftir af leiknum. Þá jöfnuðu Grikkir 22-22 og allt í járnum þegar tíu mínútur voru eftir af leiknum. Íslendingar komust yfir í stöðunni 27-26 þegar ein mínúta var eftir í leiknum. Glæsilegur varnarleikur tryggði íslenska liðinu annað mark og var staðan 28-26 þegar 50 sekúndur voru eftir og komst íslenska liðið í hraðaupphlaup og staðan 29-26. Þá tók gríska liðið leikhlé og gátu að því loknu klórað í bakkann með tveimur mörkum og enduðu leikar 29-28 fyrir íslenska liðinu. Handbolti Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir Torsóttur sigur í fyrsta leik á HM Íslenska U21 árs landslið karla vann í dag nauman tveggja marka sigur gegn Marokkó í fyrsta leik liðsins á HM í handbolta, 17-15, í Aþenu í dag. 20. júní 2023 09:48 Öruggur sigur gegn Síle í öðrum leik heimsmeistaramótsins Íslenska U21 árs landslið karla vann öruggan 17 marka sigur, 35-18, er liðið mætti Síle í öðrum leik G-riðils á heimsmeistaramótinu í handbolta sem fram fer í Þýskalandi og Grikklandi um þessar mundir. 21. júní 2023 11:45 Íslensku strákarnir áfram með fullt hús stiga Íslenska U-21 árs landslið karla vann Serbíu í síðasta leik riðlakeppni HM í handbolta. Lokatölur 32-29. 23. júní 2023 19:31 Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Sóley Margrét heimsmeistari Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Fleiri fréttir Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Sjá meira
Íslensku strákarnir byrjuðu mótið nokkuð hægt en stóðu á endanum uppi sem sigurvegarar síns riðils og fóru því með 2 stig í milliriðil. Sigur í dag svo gott sem gulltryggir liðinu sæti í 8-liða úrslitum en Grikkland er án stiga í milliriðlinum. Kristófer Máni Jónasson var með 100 prósent færanýtingu og skoraði sex mörk úr sex skotum. Auk hans voru markahæstu menn Íslands í dag þeir Benedikt Gunnar Óskarsson og Andri Már Rúnarsson með sex mörk hvor. Adam Thorstensen varði sjö skot í leiknum og var með 28 prósenta markvörslu á meðan Brynjar Vignir Sigurjónsson varði þrjú skot og var með 23 prósenta markvörslu. Einu marki yfir eftir fyrri hálf leik Leikurinn var æsispennandi og skiptust liðin á að vera með forrystu í fyrri hálf leik. Grikkir hófu leikinn að krafti og skoruðu þrjú mörk gegn engu frá íslenska liðinu. Íslendingar komust hins vegar fyrst yfir í stöðunni 8-7. Grikkir jöfnuðu að nýju og voru liðin jöfn allt þar til í stöðunni 11-10 en þá komst Ísland yfir. Grikkir svöruðu fyrir sig með þremur mörkum í röð og leiddu með 13 mörkum gegn 11 en Íslendingar jöfnuðu í stöðunni 14-14 þar til Grikkir skoruðu síðasta mark fyrri hálf leiks, 14-15. Ótrúleg endurkoma í seinni hálf leik Íslenska liðið stóð ekki í Grikkjum framan af í seinni hálf leik. Grikkir röðuðu inn mörkum og komust yfir 21-17 þegar 41 mínúta var liðin af leiknum. Íslensku strákarnir sýndu þó mátt sinn og megin og komu til baka og komust yfir í stöðunni 22-21 þegar einungis þrjár mínútur voru eftir af leiknum. Þá jöfnuðu Grikkir 22-22 og allt í járnum þegar tíu mínútur voru eftir af leiknum. Íslendingar komust yfir í stöðunni 27-26 þegar ein mínúta var eftir í leiknum. Glæsilegur varnarleikur tryggði íslenska liðinu annað mark og var staðan 28-26 þegar 50 sekúndur voru eftir og komst íslenska liðið í hraðaupphlaup og staðan 29-26. Þá tók gríska liðið leikhlé og gátu að því loknu klórað í bakkann með tveimur mörkum og enduðu leikar 29-28 fyrir íslenska liðinu.
Handbolti Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir Torsóttur sigur í fyrsta leik á HM Íslenska U21 árs landslið karla vann í dag nauman tveggja marka sigur gegn Marokkó í fyrsta leik liðsins á HM í handbolta, 17-15, í Aþenu í dag. 20. júní 2023 09:48 Öruggur sigur gegn Síle í öðrum leik heimsmeistaramótsins Íslenska U21 árs landslið karla vann öruggan 17 marka sigur, 35-18, er liðið mætti Síle í öðrum leik G-riðils á heimsmeistaramótinu í handbolta sem fram fer í Þýskalandi og Grikklandi um þessar mundir. 21. júní 2023 11:45 Íslensku strákarnir áfram með fullt hús stiga Íslenska U-21 árs landslið karla vann Serbíu í síðasta leik riðlakeppni HM í handbolta. Lokatölur 32-29. 23. júní 2023 19:31 Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Sóley Margrét heimsmeistari Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Fleiri fréttir Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Sjá meira
Torsóttur sigur í fyrsta leik á HM Íslenska U21 árs landslið karla vann í dag nauman tveggja marka sigur gegn Marokkó í fyrsta leik liðsins á HM í handbolta, 17-15, í Aþenu í dag. 20. júní 2023 09:48
Öruggur sigur gegn Síle í öðrum leik heimsmeistaramótsins Íslenska U21 árs landslið karla vann öruggan 17 marka sigur, 35-18, er liðið mætti Síle í öðrum leik G-riðils á heimsmeistaramótinu í handbolta sem fram fer í Þýskalandi og Grikklandi um þessar mundir. 21. júní 2023 11:45
Íslensku strákarnir áfram með fullt hús stiga Íslenska U-21 árs landslið karla vann Serbíu í síðasta leik riðlakeppni HM í handbolta. Lokatölur 32-29. 23. júní 2023 19:31