Jakob fær það verkefni að reisa við fallið stórveldi: „Er hrikalega spenntur“ Aron Guðmundsson skrifar 22. júní 2023 07:01 Jakob Örn Sigurðarsson, þjálfari karlaliðs KR í körfubolta og framkvæmdastjóri körfuknattleiksdeildar félagsins Vísir/ Steingrímur Dúi Jakob Örn Sigurðarson var á dögunum ráðinn þjálfari karlaliðs KR í körfubolta sem gengur nú í gegnum krefjandi tíma. Jakob er uppalinn KR-ingur og var sem leikmaður afar sigursæll. Hann fær nú það hlutverk að koma KR aftur á topp íslensks körfubolta. Hið ótrúlega gerðist þegar að KR, risinn í íslenskum körfubolta, féll úr efstu deild karla á síðasta tímabili eftir hörmungargengi. Nú heldur liðið í endurskipulagningu og uppbyggingu, vegferð sem teygir anga sína alveg niður í yngri flokka félagsins. „Ég er hrikalega spenntur fyrir því að fá tækifæri til þess að byggja KR upp aftur,“ segir Jakob í viðtali við Stöð 2. „Það var ákveðið sjokk fyrir okkur að falla niður í fyrstu deildina en í því getur einnig falist tækifæri fyrir okkur til þess að fara í smá endurskipulagningu og uppbyggingu á yngri flokka starfinu, ásamt því að endurskipuleggja um leið meistaraflokkinn.“ Algjörlega ný staða KR setti met, eftir að úrslitakeppni var sett á laggirnar í efstu deild, með því að standa uppi sem Íslandsmeistari sex ár í röð. Síðasti Íslandsmeistaratitill félagsins kom árið 2019 en um leið er KR það lið sem hefur oftast orðið Íslandsmeistari karla í körfubolta, alls átján sinnum. Jakob kemur ekki blautur á bak við eyrun inn í starfið hjá KR. Hann var aðstoðarþjálfari Helga Más Magnússonar á síðasta tímabili hjá liðinu og var áður leikmaður þess. KR er hans uppeldisfélag og því tók það auðvitað á þegar fall KR, þessa mikla risa í íslenskum körfubolta, varð staðreynd. „Það var náttúrulega mjög erfitt,“ svarar Jakob aðspurður um tilfinninguna sem fylgdi því að falla með KR. „Þetta var mjög erfitt tímabil fyrir okkur og ekki mikið sem gekk upp hjá okkur. Þá var þetta algjörlega ný staða sem félagið og fólkið í kringum það upplifði sig í. Á sama tíma var þetta ákveðin reynsla fyrir okkur að ganga í gegnum, reynsla sem mér finnst við vera að beina í réttan farveg núna.“ Jakob Örn á sínum tíma sem leikmaður KRMynd/Daníel Kortleggja það hvað fór úrskeiðis. Verið sé að nýta þessa vondu reynslu á réttan hátt með því að greina hvað fór úrskeiðis, af hverju svona hafi farið og um leið reynt að fyrirbyggja það að þetta gerist aftur. Jakob segir ýmislegt hafi farið úrskeiðis hjá KR á síðasta tímabili. „Það sem okkur finnst hafa verið helsta vandamálið var skortur á íslenskum kjarna í liðinu, eitthvað sem hefur verið og var alltaf til staðar hjá KR sérstaklega þegar að liðið vann reglulega titla fyrir ekkert svo mörgum árum. Það varð til ákveðið bil þegar leikmenn lögðu skóna á hilluna og aðrir fóru í önnur lið eins og gengur og gerist. Á þeim tímapunkti var ekki til staðar hjá okkur kjarni leikmanna til þess að taka við keflinu.“ Það gekk lítið upp hjá KR á síðasta tímabiliVísir/Bára Dröfn Tímabilið í fyrra hafi því einkennst af KR-liði með mjög unga íslenska leikmenn í bland við erlenda leikmenn. „Það er alltaf ákveðið lottó þegar maður er að taka inn erlenda leikmenn og það gekk bara alls ekki upp hjá okkur á síðasta tímabili. Rétta blandan af liðinu var ekki til staðar og okkur finnst það vera alveg ljóst að til staðar þarf að vera góður kjarni af íslenskum leikmönnum. KR-ingar sem eru uppaldir í félaginu, vita hvað það stendur fyrir. Leikmenn sem leggja hjarta og sál í leikinn. Þegar að það er til staðar þá smitar það út frá sér til annarra leikmanna sem koma inn í félagið.“ KR-ingar kallaðir heim KR hefur markvisst undanfarið samið við KR leikmenn sem eru annað hvort uppaldir hjá félaginu eða hafa spilað með því áður, vita hvað það stendur fyrir. Helst ber þar kannski að nefna Odd Rúnar Kristjánsson, Alexander Óðinn Knudsen og Hjört Kristjánsson. „Ég held að blandan af þeim strákum sem við erum að fá til liðs við okkur sé mjög góð, bæði hvað varðar þá sem leikmenn en einnig sem persónur. Þetta er hópur sem passar mjög vel saman og því tel ég þetta rosalega jákvæð fyrstu skref hjá okkur til þess að koma okkur aftur upp í efstu deild. Þegar að það tekst og við förum aftur upp þá verðum við betur tilbúnir í þá baráttu.“ Þrjú ár á toppinn? Samningur Jakobs við KR gildir til næstu þriggja ára. Hvar viltu sjá KR-liðið standa að þessum samningi loknum? „Að þremur árum liðnum vil ég að KR verði komið á þann stað sem liðið var á áður. Í þessum toppi í efstu deild að berjast um að komast í úrslit, berjast um titil. Þar vil ég að meistaraflokkur sé. Svo vil ég að yngri flokkarnir séu á þeim tímapunkti á góðum stað. Að það hafi orðið fjölgun iðkenda í flokkum, að við sjáum framtíðina í leikmönnum yngri flokka starfsins. Bæði að við sjáum krakka sem félagsmenn til framtíðar og krakka sem munu eiga tækifæri á að verða meistaraflokks leikmenn og hjálpa okkur í framtíðinni.“ KR vann síðast Íslandsmeistaratitil 2019. Stígur einnig inn í nýja stöðu Auk þess að taka við starfi þjálfara meistaraflokks karla í körfubolta hjá KR var Jakob Örn ráðinn framkvæmdastjóri körfuknattleiksdeildar félagsins en um er að ræða nýja stöðu. „Ég tel það vera mjög þarft hjá félaginu að ráða inn í þessa stöðu. Ég held að það hafi svolítið sýnt sig á síðasta tímabili, sér í lagi í tengslum við yngri flokka starfið þar sem mér finnst hafa vantað einhvern inn sem var með yfirsýn yfir allt. Það er mjög jákvætt að félagið hafi tekið þetta skref, að ráða inn starfsmann í þetta og það verður nóg að gera í þessu. Þetta verður ákveðin reynsla fyrir félagið, að byrja á þessu.“ Heiður að fá starfið Jakob Örn hefur farið í gegnum allan skalann hjá KR. Hann er uppalinn í félaginu, varð seinna leikmaður meistaraflokks þar og hefur unnið titla með félaginu. Nú er hann sestur í þjálfarastólinn hjá karlaliði KR og segir það mikinn heiður fyrir sig. „Fyrir mig er það algjör heiður að fá að taka þátt í þessu. Hér er ég uppalinn og nú bý ég í Vesturbænum, strákarnir mínir eru ungir guttar núna í minnibolta að æfa. Þetta er bara frábært og ég er ótrúlega ánægður og glaður yfir því að fá þetta tækifæri.“ Körfubolti KR Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Sjá meira
Hið ótrúlega gerðist þegar að KR, risinn í íslenskum körfubolta, féll úr efstu deild karla á síðasta tímabili eftir hörmungargengi. Nú heldur liðið í endurskipulagningu og uppbyggingu, vegferð sem teygir anga sína alveg niður í yngri flokka félagsins. „Ég er hrikalega spenntur fyrir því að fá tækifæri til þess að byggja KR upp aftur,“ segir Jakob í viðtali við Stöð 2. „Það var ákveðið sjokk fyrir okkur að falla niður í fyrstu deildina en í því getur einnig falist tækifæri fyrir okkur til þess að fara í smá endurskipulagningu og uppbyggingu á yngri flokka starfinu, ásamt því að endurskipuleggja um leið meistaraflokkinn.“ Algjörlega ný staða KR setti met, eftir að úrslitakeppni var sett á laggirnar í efstu deild, með því að standa uppi sem Íslandsmeistari sex ár í röð. Síðasti Íslandsmeistaratitill félagsins kom árið 2019 en um leið er KR það lið sem hefur oftast orðið Íslandsmeistari karla í körfubolta, alls átján sinnum. Jakob kemur ekki blautur á bak við eyrun inn í starfið hjá KR. Hann var aðstoðarþjálfari Helga Más Magnússonar á síðasta tímabili hjá liðinu og var áður leikmaður þess. KR er hans uppeldisfélag og því tók það auðvitað á þegar fall KR, þessa mikla risa í íslenskum körfubolta, varð staðreynd. „Það var náttúrulega mjög erfitt,“ svarar Jakob aðspurður um tilfinninguna sem fylgdi því að falla með KR. „Þetta var mjög erfitt tímabil fyrir okkur og ekki mikið sem gekk upp hjá okkur. Þá var þetta algjörlega ný staða sem félagið og fólkið í kringum það upplifði sig í. Á sama tíma var þetta ákveðin reynsla fyrir okkur að ganga í gegnum, reynsla sem mér finnst við vera að beina í réttan farveg núna.“ Jakob Örn á sínum tíma sem leikmaður KRMynd/Daníel Kortleggja það hvað fór úrskeiðis. Verið sé að nýta þessa vondu reynslu á réttan hátt með því að greina hvað fór úrskeiðis, af hverju svona hafi farið og um leið reynt að fyrirbyggja það að þetta gerist aftur. Jakob segir ýmislegt hafi farið úrskeiðis hjá KR á síðasta tímabili. „Það sem okkur finnst hafa verið helsta vandamálið var skortur á íslenskum kjarna í liðinu, eitthvað sem hefur verið og var alltaf til staðar hjá KR sérstaklega þegar að liðið vann reglulega titla fyrir ekkert svo mörgum árum. Það varð til ákveðið bil þegar leikmenn lögðu skóna á hilluna og aðrir fóru í önnur lið eins og gengur og gerist. Á þeim tímapunkti var ekki til staðar hjá okkur kjarni leikmanna til þess að taka við keflinu.“ Það gekk lítið upp hjá KR á síðasta tímabiliVísir/Bára Dröfn Tímabilið í fyrra hafi því einkennst af KR-liði með mjög unga íslenska leikmenn í bland við erlenda leikmenn. „Það er alltaf ákveðið lottó þegar maður er að taka inn erlenda leikmenn og það gekk bara alls ekki upp hjá okkur á síðasta tímabili. Rétta blandan af liðinu var ekki til staðar og okkur finnst það vera alveg ljóst að til staðar þarf að vera góður kjarni af íslenskum leikmönnum. KR-ingar sem eru uppaldir í félaginu, vita hvað það stendur fyrir. Leikmenn sem leggja hjarta og sál í leikinn. Þegar að það er til staðar þá smitar það út frá sér til annarra leikmanna sem koma inn í félagið.“ KR-ingar kallaðir heim KR hefur markvisst undanfarið samið við KR leikmenn sem eru annað hvort uppaldir hjá félaginu eða hafa spilað með því áður, vita hvað það stendur fyrir. Helst ber þar kannski að nefna Odd Rúnar Kristjánsson, Alexander Óðinn Knudsen og Hjört Kristjánsson. „Ég held að blandan af þeim strákum sem við erum að fá til liðs við okkur sé mjög góð, bæði hvað varðar þá sem leikmenn en einnig sem persónur. Þetta er hópur sem passar mjög vel saman og því tel ég þetta rosalega jákvæð fyrstu skref hjá okkur til þess að koma okkur aftur upp í efstu deild. Þegar að það tekst og við förum aftur upp þá verðum við betur tilbúnir í þá baráttu.“ Þrjú ár á toppinn? Samningur Jakobs við KR gildir til næstu þriggja ára. Hvar viltu sjá KR-liðið standa að þessum samningi loknum? „Að þremur árum liðnum vil ég að KR verði komið á þann stað sem liðið var á áður. Í þessum toppi í efstu deild að berjast um að komast í úrslit, berjast um titil. Þar vil ég að meistaraflokkur sé. Svo vil ég að yngri flokkarnir séu á þeim tímapunkti á góðum stað. Að það hafi orðið fjölgun iðkenda í flokkum, að við sjáum framtíðina í leikmönnum yngri flokka starfsins. Bæði að við sjáum krakka sem félagsmenn til framtíðar og krakka sem munu eiga tækifæri á að verða meistaraflokks leikmenn og hjálpa okkur í framtíðinni.“ KR vann síðast Íslandsmeistaratitil 2019. Stígur einnig inn í nýja stöðu Auk þess að taka við starfi þjálfara meistaraflokks karla í körfubolta hjá KR var Jakob Örn ráðinn framkvæmdastjóri körfuknattleiksdeildar félagsins en um er að ræða nýja stöðu. „Ég tel það vera mjög þarft hjá félaginu að ráða inn í þessa stöðu. Ég held að það hafi svolítið sýnt sig á síðasta tímabili, sér í lagi í tengslum við yngri flokka starfið þar sem mér finnst hafa vantað einhvern inn sem var með yfirsýn yfir allt. Það er mjög jákvætt að félagið hafi tekið þetta skref, að ráða inn starfsmann í þetta og það verður nóg að gera í þessu. Þetta verður ákveðin reynsla fyrir félagið, að byrja á þessu.“ Heiður að fá starfið Jakob Örn hefur farið í gegnum allan skalann hjá KR. Hann er uppalinn í félaginu, varð seinna leikmaður meistaraflokks þar og hefur unnið titla með félaginu. Nú er hann sestur í þjálfarastólinn hjá karlaliði KR og segir það mikinn heiður fyrir sig. „Fyrir mig er það algjör heiður að fá að taka þátt í þessu. Hér er ég uppalinn og nú bý ég í Vesturbænum, strákarnir mínir eru ungir guttar núna í minnibolta að æfa. Þetta er bara frábært og ég er ótrúlega ánægður og glaður yfir því að fá þetta tækifæri.“
Körfubolti KR Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Sjá meira