„Við stýrðum þessum leik“ Hinrik Wöhler skrifar 28. maí 2023 20:08 Hermann Hreiðarsson er þjálfari ÍBV. Vísir/Diego Hermann Hreiðarsson, þjálfari ÍBV, var afar niðurlútur eftir 2-1 tap á móti Fylki í Árbænum í dag. Þetta er fimmta tap Eyjamanna í Bestu deildinni og virðist lítið ganga hjá Vestmanneyingum um þessar mundir. „Svekkjandi, en þetta var fín frammistaða. Við vorum betra liðina í heildina, það er klárt. Þannig þetta var svekkjandi en ég var mjög ánægður með margt í okkar leik,“ sagði Hermann skömmu eftir leikinn í dag. Fylkismenn komust yfir snemma í síðari hálfleik með marki frá Óskari Borgþórssyni. Það er heppnisstimpill yfir markinu en skot Óskars breytir um stefnu þegar boltinn fer í Sigurð Arnar Magnússon, varnarmann ÍBV. „Við fáum fín færi og við erum með þá í seinni hálfleik. Við fengum svipað mark á okkur í síðasta leik og verðum fara snúa þessu okkur í hag.“ Fyrirliði Eyjamanna, Eiður Aron Sigurbjörnsson, meiddist í upphitun og tók ekki þátt í leiknum. Einnig þurfti Halldór Jón Sigurður Þórðarson að fara út af velli um miðbik fyrri hálfleiks. „Auðvitað er það svekkjandi, en það kemur nýr maður inn og frammistaðan var til staðar. Við vorum fínir í þessum leik, það var alveg klárt. Við vorum aðeins klaufar í byrjun en við skorum frábært mark og fannst við stýra þessum leik meira og minna,“ sagði Hermann. ÍBV situr í ellefta sæti Bestu deildar karla eftir níu umferðir. Liðið hefur tapað fimm leikjum í röð, er með sex stig og skiljanlega er Hermann ekki sáttur með byrjunina á mótinu. „Við erum ekki ánægðir með stigasöfnunina og þetta hefur verið upp og niður. Þetta var þó góð frammistaða og ég var ánægður með strákana, þeir lögðu allt í þetta og fengum fín færi. Við stýrðum þessum leik og pressuðum þá vel og þeir komust í engan takt við leikinn, fyrir utan kannski korter í fyrri hálfleik. Það er mjög sárt að fá ekki neitt hérna,“ bætti Hermann við í lokin. Besta deild karla ÍBV Fylkir Tengdar fréttir Umfjöllun: Fylkir - ÍBV 2-1 | Fimmta tap Eyjamanna í röð Eyjamenn máttu þola sitt fimmta deildartap í röð er liðið heimsótti Fylki í Bestu-deild karla í knattspyrnu í dag. Lokatölur 2-1 og Fylkismenn eru farnir að nálgast efri hluta deildarinnar. 28. maí 2023 19:38 Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Fleiri fréttir Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Sjá meira
„Svekkjandi, en þetta var fín frammistaða. Við vorum betra liðina í heildina, það er klárt. Þannig þetta var svekkjandi en ég var mjög ánægður með margt í okkar leik,“ sagði Hermann skömmu eftir leikinn í dag. Fylkismenn komust yfir snemma í síðari hálfleik með marki frá Óskari Borgþórssyni. Það er heppnisstimpill yfir markinu en skot Óskars breytir um stefnu þegar boltinn fer í Sigurð Arnar Magnússon, varnarmann ÍBV. „Við fáum fín færi og við erum með þá í seinni hálfleik. Við fengum svipað mark á okkur í síðasta leik og verðum fara snúa þessu okkur í hag.“ Fyrirliði Eyjamanna, Eiður Aron Sigurbjörnsson, meiddist í upphitun og tók ekki þátt í leiknum. Einnig þurfti Halldór Jón Sigurður Þórðarson að fara út af velli um miðbik fyrri hálfleiks. „Auðvitað er það svekkjandi, en það kemur nýr maður inn og frammistaðan var til staðar. Við vorum fínir í þessum leik, það var alveg klárt. Við vorum aðeins klaufar í byrjun en við skorum frábært mark og fannst við stýra þessum leik meira og minna,“ sagði Hermann. ÍBV situr í ellefta sæti Bestu deildar karla eftir níu umferðir. Liðið hefur tapað fimm leikjum í röð, er með sex stig og skiljanlega er Hermann ekki sáttur með byrjunina á mótinu. „Við erum ekki ánægðir með stigasöfnunina og þetta hefur verið upp og niður. Þetta var þó góð frammistaða og ég var ánægður með strákana, þeir lögðu allt í þetta og fengum fín færi. Við stýrðum þessum leik og pressuðum þá vel og þeir komust í engan takt við leikinn, fyrir utan kannski korter í fyrri hálfleik. Það er mjög sárt að fá ekki neitt hérna,“ bætti Hermann við í lokin.
Besta deild karla ÍBV Fylkir Tengdar fréttir Umfjöllun: Fylkir - ÍBV 2-1 | Fimmta tap Eyjamanna í röð Eyjamenn máttu þola sitt fimmta deildartap í röð er liðið heimsótti Fylki í Bestu-deild karla í knattspyrnu í dag. Lokatölur 2-1 og Fylkismenn eru farnir að nálgast efri hluta deildarinnar. 28. maí 2023 19:38 Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Fleiri fréttir Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Sjá meira
Umfjöllun: Fylkir - ÍBV 2-1 | Fimmta tap Eyjamanna í röð Eyjamenn máttu þola sitt fimmta deildartap í röð er liðið heimsótti Fylki í Bestu-deild karla í knattspyrnu í dag. Lokatölur 2-1 og Fylkismenn eru farnir að nálgast efri hluta deildarinnar. 28. maí 2023 19:38