„Líður eins og þú sért einn í heiminum“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 18. maí 2023 07:01 David Raya hefur spilað fyrir Brentford síðan 2019. Alex Davidson/Getty Images David Raya, markvörður Brentford í ensku úrvalsdeildinni, segir að markmannsstaðan sé sú erfiðasta á knattspyrnuvellinum vegna þess hversu strembin hún er andlega. Hinn 27 ára gamli Raya hefur átt mjög gott tímabil í liði Brentford en vorið 2020 taldi hann feril sinn hjá félaginu búinn. Raya gerði sig þá sekan um mistök í úrslitaleik umspilsins um sæti í ensku úrvalsdeildinni. Joe Bryan skoraði úr aukaspyrnu utan af kanti og Fulham fór upp í ensku úrvalsdeildina á kostnað Brentford. „Ég veit að ég hefði getað gert betur, var ekki að fylgjast nægilega vel með. Skildi aðra hliðina of opna,“ segir Raya í viðtali við ESPN þar sem farið er yfir markmannsstöðuna. "After the game, it was very a tough situation to deal with; I felt like I'd let everyone down."Brentford goalkeeper @daviidraya1 on how he recovered from the disappointment of the 2020 playoff final pic.twitter.com/YCsS7x3Qna— ESPN UK (@ESPNUK) May 15, 2023 „Ég gat ekki látið það draga mig niður því við vorum í framlengingu í úrslitaleik umspilsins og við hefðum getað jafnað metin,“ svo fór ekki en Ryan skoraði aftur í framlengingunni áður en Brentford minnkaði muninn. „Eftir leik leið mér eins og ég hefði brugðist öllum. Það var mjög slæm lífsreynsla. Ég hafði verið í þessari stöðu margoft yfir tímabilið og komið í veg fyrir fullt af mörkum en hann ákvað að skjóta og boltinn fór inn.“ „Þér líður eins og þú sért einn í heiminum og allar slæmu hugsanirnar skjótast upp í höfuðið á þér. Ef ég hefði gert betur þá hefðum við mögulega komist upp um deild. Hversu stórt þetta var skall á mér nokkrum dögum síðar.“ 'You feel alone, and all the bad thoughts go straight to your head': Why being a goalkeeper is the toughest job in footballMy piece for @espn featuring interviews with @daviidraya1, @AnthonyWhite91 and @TheGKMindset https://t.co/0EbvIT3SHT— Ben Welch (@BenWelch82) May 15, 2023 Raya kom sterkari til baka og hjálpaði Brentford upp í ensku úrvalsdeildina. Nú er hann með betri markvörðum deildarinnar og var valinn hluti af spænska landsliðshópnum sem fór á HM í Katar. „Stundum er maður líka hetjan. Markvörslurnar þínar geta tryggt sigra. En þú verður að muna að á einhverjum tímapunkti muntu gera mistök og allir munu einbeita sér að þér,“ segir Raya að endingu. Með aukinni áherslu á að spila út frá marki og nýta markvörðinn í uppspili er ljóst að markverðir eru líklegri til að gera mistök. Hvort þau brjóti þá eða styrki er undir andlegum styrk markvarðanna komið. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Handbolti Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Handbolti Cecelía Rán hélt hreinu í góðum sigri Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Fleiri fréttir Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Scott McTominay sér ekki eftir neinu Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Sjá meira
Hinn 27 ára gamli Raya hefur átt mjög gott tímabil í liði Brentford en vorið 2020 taldi hann feril sinn hjá félaginu búinn. Raya gerði sig þá sekan um mistök í úrslitaleik umspilsins um sæti í ensku úrvalsdeildinni. Joe Bryan skoraði úr aukaspyrnu utan af kanti og Fulham fór upp í ensku úrvalsdeildina á kostnað Brentford. „Ég veit að ég hefði getað gert betur, var ekki að fylgjast nægilega vel með. Skildi aðra hliðina of opna,“ segir Raya í viðtali við ESPN þar sem farið er yfir markmannsstöðuna. "After the game, it was very a tough situation to deal with; I felt like I'd let everyone down."Brentford goalkeeper @daviidraya1 on how he recovered from the disappointment of the 2020 playoff final pic.twitter.com/YCsS7x3Qna— ESPN UK (@ESPNUK) May 15, 2023 „Ég gat ekki látið það draga mig niður því við vorum í framlengingu í úrslitaleik umspilsins og við hefðum getað jafnað metin,“ svo fór ekki en Ryan skoraði aftur í framlengingunni áður en Brentford minnkaði muninn. „Eftir leik leið mér eins og ég hefði brugðist öllum. Það var mjög slæm lífsreynsla. Ég hafði verið í þessari stöðu margoft yfir tímabilið og komið í veg fyrir fullt af mörkum en hann ákvað að skjóta og boltinn fór inn.“ „Þér líður eins og þú sért einn í heiminum og allar slæmu hugsanirnar skjótast upp í höfuðið á þér. Ef ég hefði gert betur þá hefðum við mögulega komist upp um deild. Hversu stórt þetta var skall á mér nokkrum dögum síðar.“ 'You feel alone, and all the bad thoughts go straight to your head': Why being a goalkeeper is the toughest job in footballMy piece for @espn featuring interviews with @daviidraya1, @AnthonyWhite91 and @TheGKMindset https://t.co/0EbvIT3SHT— Ben Welch (@BenWelch82) May 15, 2023 Raya kom sterkari til baka og hjálpaði Brentford upp í ensku úrvalsdeildina. Nú er hann með betri markvörðum deildarinnar og var valinn hluti af spænska landsliðshópnum sem fór á HM í Katar. „Stundum er maður líka hetjan. Markvörslurnar þínar geta tryggt sigra. En þú verður að muna að á einhverjum tímapunkti muntu gera mistök og allir munu einbeita sér að þér,“ segir Raya að endingu. Með aukinni áherslu á að spila út frá marki og nýta markvörðinn í uppspili er ljóst að markverðir eru líklegri til að gera mistök. Hvort þau brjóti þá eða styrki er undir andlegum styrk markvarðanna komið.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Handbolti Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Handbolti Cecelía Rán hélt hreinu í góðum sigri Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Fleiri fréttir Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Scott McTominay sér ekki eftir neinu Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Sjá meira