Lyngby áfrýjar umdeildu leikbanni Sævars Atla Aron Guðmundsson skrifar 15. maí 2023 11:01 Sævar Atli Magnússon, leikmaður Lyngby Twitter/@LyngbyBoldklub Íslendingalið Lyngby í dönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu hefur áfrýjað guli spjaldi sem Sævar Atli Magnússon fékk í leik gegn Silkeborg IF um nýafstaðna helgi. Spjaldið veldur því að Sævar er í banni í næsta leik liðsins. Lyngby, sem leikur undir stjórn Freys Alexanderssonar, stendur í ströngu í dönsku úrvalsdeildinni um þessar mundir. Liðið er í harðri fallbaráttu og aðeins þrjár umferðir eftir af yfirstandandi tímabili. Lærisveinar Freys máttu þola 1-0 tap gegn Silkeborg í gær en á 78.mínútu leiksins fékk Sævar Atli Magnússon gult spjald fyrir leikaraskap. Forráðamenn Lyngby eru hins vegar óánægðir með ákvörðun dómara leiksins að gefa Sævari Atla gult spjald og í yfirlýsingu frá félaginu segist það ætla að áfrýja. „Sævar Atli féll til jarðar innan vítateigs Silkeborg eftir að hafa komist fram hjá Tobias Salqvist. Þó svo að ekki sé hægt að fullyrða að dæma hefði átt vítaspyrnu virðist, af sjónvarpsútsendingunni að dæma, að klár snerting hafi orðið á milli leikmannanna. Að Salqvist hafi stigið á hægri fót Sævars Atla,“ segir í yfirlýsingu Lyngby. LYNGBY BOLDKLUB KLAGER OVER ADVARSEL Lyngby Boldklub har indgivet en officiel klage til Fodboldens Disciplinærinstans over den advarsel, der blevet givet til Sævar Magnusson i gårsdagens opgør mod Silkeborg IF.Læs mere her: https://t.co/smVEqLaJAp#SammenForLyngby pic.twitter.com/5ZQwZfDsn4— Lyngby Boldklub (@LyngbyBoldklub) May 15, 2023 Félagið ætli sér því að áfrýja umræddu spjaldi og leikbanni í von um að Sævar Atli muni á endanum sleppa við leikbann í leikbann í næsta leik liðsins gegn OB. „Það er mikilvægt fyrir okkur að Sævar Atli fái ekki þann stimpil á sig að vera með leikaraskap. Hann finnur fyrir snertingu á hægri fæti sínum og fellur til jarðar. Í kjölfarið getum við rætt um hvort refsa eigi fyrir atvikið,“ segir Andreas Byder, stjórnarmaður Lyngby. „Snertingin er til staðar og þess vegna teljum við okkur vera með góð rök til þess að fá bannið afturkallað.“ Þegar að þrjár umferðir eru eftir af dönsku úrvalsdeildinni situr Lyngby í neðsta sæti dönsku úrvalsdeildarinnar með 24 stig, þremur stigum frá öruggu sæti. Þá eru tveir af þeim þremur leikjum sem liðið á eftir gegn liðunum sem eru einnig í fallbaráttunni, Álaborg og Horsens. Danski boltinn Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Fleiri fréttir Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Cecelía Rán hélt hreinu í góðum sigri Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Aron Einar miðvörður í Niksic Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Sjá meira
Lyngby, sem leikur undir stjórn Freys Alexanderssonar, stendur í ströngu í dönsku úrvalsdeildinni um þessar mundir. Liðið er í harðri fallbaráttu og aðeins þrjár umferðir eftir af yfirstandandi tímabili. Lærisveinar Freys máttu þola 1-0 tap gegn Silkeborg í gær en á 78.mínútu leiksins fékk Sævar Atli Magnússon gult spjald fyrir leikaraskap. Forráðamenn Lyngby eru hins vegar óánægðir með ákvörðun dómara leiksins að gefa Sævari Atla gult spjald og í yfirlýsingu frá félaginu segist það ætla að áfrýja. „Sævar Atli féll til jarðar innan vítateigs Silkeborg eftir að hafa komist fram hjá Tobias Salqvist. Þó svo að ekki sé hægt að fullyrða að dæma hefði átt vítaspyrnu virðist, af sjónvarpsútsendingunni að dæma, að klár snerting hafi orðið á milli leikmannanna. Að Salqvist hafi stigið á hægri fót Sævars Atla,“ segir í yfirlýsingu Lyngby. LYNGBY BOLDKLUB KLAGER OVER ADVARSEL Lyngby Boldklub har indgivet en officiel klage til Fodboldens Disciplinærinstans over den advarsel, der blevet givet til Sævar Magnusson i gårsdagens opgør mod Silkeborg IF.Læs mere her: https://t.co/smVEqLaJAp#SammenForLyngby pic.twitter.com/5ZQwZfDsn4— Lyngby Boldklub (@LyngbyBoldklub) May 15, 2023 Félagið ætli sér því að áfrýja umræddu spjaldi og leikbanni í von um að Sævar Atli muni á endanum sleppa við leikbann í leikbann í næsta leik liðsins gegn OB. „Það er mikilvægt fyrir okkur að Sævar Atli fái ekki þann stimpil á sig að vera með leikaraskap. Hann finnur fyrir snertingu á hægri fæti sínum og fellur til jarðar. Í kjölfarið getum við rætt um hvort refsa eigi fyrir atvikið,“ segir Andreas Byder, stjórnarmaður Lyngby. „Snertingin er til staðar og þess vegna teljum við okkur vera með góð rök til þess að fá bannið afturkallað.“ Þegar að þrjár umferðir eru eftir af dönsku úrvalsdeildinni situr Lyngby í neðsta sæti dönsku úrvalsdeildarinnar með 24 stig, þremur stigum frá öruggu sæti. Þá eru tveir af þeim þremur leikjum sem liðið á eftir gegn liðunum sem eru einnig í fallbaráttunni, Álaborg og Horsens.
Danski boltinn Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Fleiri fréttir Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Cecelía Rán hélt hreinu í góðum sigri Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Aron Einar miðvörður í Niksic Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Sjá meira