Fjölnir knúði fram oddaleik eftir maraþonleik og vítakeppni Smári Jökull Jónsson skrifar 4. maí 2023 22:00 Það hefur verið hart barist í viðureignum liðanna. Facebooksíða Fjölnis/Þorgils G Fjölnir náði að knýja fram oddaleik í einvígi liðsins gegn Víkingi um laust sæti í Olís-deild karla í handknattleik. Fjölnir vann sigur í leik liðanna í kvöld eftir tvær framlengingar og vítakeppni. Víkingur vann sigur í fyrstu tveimur leikjum liðanna en Fjölnir vann eins marks sigur á útivelli í þriðja leiknum og því þurftu liðin að mætast í Grafarvogi í kvöld. Og það var enginn smá leikur sem áhorfendur fengu í kvöld. Víkingar byrjuðu betur og náðu þriggja marka forskoti en Fjölnismenn voru ekki lengi að koma til baka og jafna metin. Síðari hálfleikur var jafn og spennandi en Víkingar leiddu með einu marki þegar skammt var eftir. Á lokasekúndunum fengu Fjölnismenn hins vegar víti sem Goði Ingvarsson skoraði úr og jafnaði í 27-27. Það varð því að framlengja leikinn. Í fyrri framlengingunni voru Víkingar skrefinu á undan og náðu meðal annars tveggja marka forskoti. Fjölnismenn komu hins vegar til baka og jöfnuðu á ný þegar örfáar sekúndur voru eftir og því þurfti að framlengja á ný. Í annarri framlengingunni voru Víkingar síðan enn og aftur nálægt því að tryggja sér sæti í Olís-deildinni. Þeir glutruðu hins vegar niður tveggja marka forskoti og aftur náðu Fjölnismenn að jafna metin á síðustu sekúndunni. Staðan 36-36 og ekkert eftir nema að grípa til vítakastkeppni. Þar gekk báðum liðum frekar illa að skora. Að loknum fimm umferðum höfðu bæði lið skorað úr þremur vítaköstum og því þurfti bráðabana. Þar klikkaði Gunnar Valdimar Johnsen á fyrsta vítakasti Víkinga en Goði Ingvarsson skoraði fyrir Fjölni. Lokatölur 40-39 og það er því oddaleikur framundan í einvíginu en hann verður leikinn á heimavelli Víkinga í Safamýri á sunnudag. Upplýsingar um gang mála í vítakeppninni eru fengnar af handbolti.is Olís-deild karla Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Fleiri fréttir Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Sjá meira
Víkingur vann sigur í fyrstu tveimur leikjum liðanna en Fjölnir vann eins marks sigur á útivelli í þriðja leiknum og því þurftu liðin að mætast í Grafarvogi í kvöld. Og það var enginn smá leikur sem áhorfendur fengu í kvöld. Víkingar byrjuðu betur og náðu þriggja marka forskoti en Fjölnismenn voru ekki lengi að koma til baka og jafna metin. Síðari hálfleikur var jafn og spennandi en Víkingar leiddu með einu marki þegar skammt var eftir. Á lokasekúndunum fengu Fjölnismenn hins vegar víti sem Goði Ingvarsson skoraði úr og jafnaði í 27-27. Það varð því að framlengja leikinn. Í fyrri framlengingunni voru Víkingar skrefinu á undan og náðu meðal annars tveggja marka forskoti. Fjölnismenn komu hins vegar til baka og jöfnuðu á ný þegar örfáar sekúndur voru eftir og því þurfti að framlengja á ný. Í annarri framlengingunni voru Víkingar síðan enn og aftur nálægt því að tryggja sér sæti í Olís-deildinni. Þeir glutruðu hins vegar niður tveggja marka forskoti og aftur náðu Fjölnismenn að jafna metin á síðustu sekúndunni. Staðan 36-36 og ekkert eftir nema að grípa til vítakastkeppni. Þar gekk báðum liðum frekar illa að skora. Að loknum fimm umferðum höfðu bæði lið skorað úr þremur vítaköstum og því þurfti bráðabana. Þar klikkaði Gunnar Valdimar Johnsen á fyrsta vítakasti Víkinga en Goði Ingvarsson skoraði fyrir Fjölni. Lokatölur 40-39 og það er því oddaleikur framundan í einvíginu en hann verður leikinn á heimavelli Víkinga í Safamýri á sunnudag. Upplýsingar um gang mála í vítakeppninni eru fengnar af handbolti.is
Olís-deild karla Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Fleiri fréttir Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Sjá meira