Davis gaf Lakers frumkvæðið Sindri Sverrisson skrifar 3. maí 2023 08:30 Anthony Davis átti stjörnuleik í San Francisco í gærkvöld. AP/Jeff Chiu Í einvígi sem lýst hefur verið sem nýjum kafla í löngu stríði LeBron James og Stephen Curry þá var það Anthony Davis sem stal senunni þegar LA Lakers unnu Golden State Warriors í nótt. Eftirvæntingin hefur verið mikil fyrir þessari undanúrslitarimmu vesturdeildar NBA-deildarinnar í körfubolta og fyrsti leikur gaf góð fyrirheit. Lakers unnu að lokum góðan útisigur, 117-112, en liðin mætast aftur í San Francisco annað kvöld. Jordan Poole hafði átt góðan leik og fékk tækifæri til að jafna metin fyrir heimamenn þegar tæpar tíu sekúndur voru eftir af leiknum. Þriggja stiga skot hans geigaði hins vegar og þó að þjálfari hans hafi verið ánægður með ákvörðunina þá gagnrýndu menn á borð við Charles Barkley skotvalið eftir leik. "I don't like that shot at all." Chuck, Shaq and Kenny react to Jordan Poole's missed 3-pointer near end of Lakers-Warriors Game 1 pic.twitter.com/JMwq0FvmWA— NBA on TNT (@NBAonTNT) May 3, 2023 Eins og búast mátti við þá voru Warriors þó mun sterkari utan þriggja stiga línunnar og settu Poole, Curry og Klay Thompson niður sex þrista hver, sem er einstakt í leik í úrslitakeppni NBA-deildarinnar. Curry jafnaði metin til að mynda með þristi þegar 90 sekúndur voru eftir, í 112-112, en D‘Angelo Russell kom Lakers strax yfir á nýjan leik. Margir komu að sigrinum fyrir Lakers og James var í minna hlutverki en oft áður, þó að hann hafi til að mynda skorað 22 stig og tekið 11 fráköst. Davis ýtti undir yfirburði Lakers í teignum en hann skoraði 30 stig í leiknum og tók 23 fráköst, auk þess að gefa fimm stoðsendingar og verja fjögur skot. Steph was shooting what felt like 90% on these types of attempts against the Kings.Anthony Davis is different. pic.twitter.com/JFGIqfoNxp— Vinay K. (@vkillem) May 3, 2023 Russell skoraði 19 stig og gaf sex stoðsendingar, og Dennis Schröder skoraði 19 stig auk þess að spila framúrskarandi vörn. Skvettubræðurnir Curry og Thompson skoruðu samtals 52 stig fyrir Warriors og Kevon Looney hélt áfram að hrifsa til sín fráköst með 23 slík. Knicks jöfnuðu metin Í hinum leik gærkvöldsins jöfnuðu New York Knicks metin gegn Miami Heat í 1-1, með 111-105 sigri í Madison Square Garden. Jalen Brunson endaði stigahæstur Knicks með 30 stig þrátt fyrir slakan fyrri hálfleik, og Julius Randle sneri aftur eftir meiðsli og skoraði 25 stig, tók 12 fráköst og gaf 8 stoðsendingar. Miami var án Jimmy Butler vegna meiðsla en var 96-93 yfir þegar skammt var eftir, áður en Knicks komst yfir með átta stigum í röð. Liðin halda nú til Miami og mætast þar á laugardag og aftur á mánudag, en vinna þarf fjóra leiki til að komast áfram í úrslitaeinvígi austurdeildarinnar. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. NBA Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Sjá meira
Eftirvæntingin hefur verið mikil fyrir þessari undanúrslitarimmu vesturdeildar NBA-deildarinnar í körfubolta og fyrsti leikur gaf góð fyrirheit. Lakers unnu að lokum góðan útisigur, 117-112, en liðin mætast aftur í San Francisco annað kvöld. Jordan Poole hafði átt góðan leik og fékk tækifæri til að jafna metin fyrir heimamenn þegar tæpar tíu sekúndur voru eftir af leiknum. Þriggja stiga skot hans geigaði hins vegar og þó að þjálfari hans hafi verið ánægður með ákvörðunina þá gagnrýndu menn á borð við Charles Barkley skotvalið eftir leik. "I don't like that shot at all." Chuck, Shaq and Kenny react to Jordan Poole's missed 3-pointer near end of Lakers-Warriors Game 1 pic.twitter.com/JMwq0FvmWA— NBA on TNT (@NBAonTNT) May 3, 2023 Eins og búast mátti við þá voru Warriors þó mun sterkari utan þriggja stiga línunnar og settu Poole, Curry og Klay Thompson niður sex þrista hver, sem er einstakt í leik í úrslitakeppni NBA-deildarinnar. Curry jafnaði metin til að mynda með þristi þegar 90 sekúndur voru eftir, í 112-112, en D‘Angelo Russell kom Lakers strax yfir á nýjan leik. Margir komu að sigrinum fyrir Lakers og James var í minna hlutverki en oft áður, þó að hann hafi til að mynda skorað 22 stig og tekið 11 fráköst. Davis ýtti undir yfirburði Lakers í teignum en hann skoraði 30 stig í leiknum og tók 23 fráköst, auk þess að gefa fimm stoðsendingar og verja fjögur skot. Steph was shooting what felt like 90% on these types of attempts against the Kings.Anthony Davis is different. pic.twitter.com/JFGIqfoNxp— Vinay K. (@vkillem) May 3, 2023 Russell skoraði 19 stig og gaf sex stoðsendingar, og Dennis Schröder skoraði 19 stig auk þess að spila framúrskarandi vörn. Skvettubræðurnir Curry og Thompson skoruðu samtals 52 stig fyrir Warriors og Kevon Looney hélt áfram að hrifsa til sín fráköst með 23 slík. Knicks jöfnuðu metin Í hinum leik gærkvöldsins jöfnuðu New York Knicks metin gegn Miami Heat í 1-1, með 111-105 sigri í Madison Square Garden. Jalen Brunson endaði stigahæstur Knicks með 30 stig þrátt fyrir slakan fyrri hálfleik, og Julius Randle sneri aftur eftir meiðsli og skoraði 25 stig, tók 12 fráköst og gaf 8 stoðsendingar. Miami var án Jimmy Butler vegna meiðsla en var 96-93 yfir þegar skammt var eftir, áður en Knicks komst yfir með átta stigum í röð. Liðin halda nú til Miami og mætast þar á laugardag og aftur á mánudag, en vinna þarf fjóra leiki til að komast áfram í úrslitaeinvígi austurdeildarinnar. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Sjá meira