„Skeggið“ óx með ólíkindum þegar mest lá við Sindri Sverrisson skrifar 2. maí 2023 07:28 James Harden átti stórkostlegan leik gegn Boston Celtics í gærkvöld en þarf að vera fljótur að gera sig kláran í næsta slag sem er annað kvöld. AP/Charles Krupa Sundin virtust hálflokuð fyrir Philadelphia 76ers, vegna meiðsla Joel Embiid, en hinn fúlskeggjaði James Harden var ósammála og sýndi sínar gömlu, bestu hliðar í nótt í 119-115 sigri gegn Boston Celtics. Harden var allt í öllu í þessum fyrsta leik liðanna í undanúrslitum austurdeildarinnar. Hann skoraði alls 45 stig í leiknum en upp úr stóð þó þristurinn sem hann setti yfir Al Horford þegar aðeins 8,7 sekúndur voru eftir af leiknum, sem kom Philadelphia yfir. JAMES HARDEN ARE YOU KIDDING ME?!He has a playoff career-high 45 PTS pic.twitter.com/QHOJviHtEt— Bleacher Report (@BleacherReport) May 2, 2023 Jayson Tatum skoraði 39 stig fyrir Boston og Jaylen Brown 23 stig en Harden skoraði meira en þeir báðir til samans í fjórða leikhlutanum, eða 15 stig gegn 10. Staðan fyrir þann leikhluta var jöfn, 87-87, og Tatum kom Boston í 115-114 af vítalínunni þegar 26 sekúndur voru eftir. Þristurinn frá Harden, eða „Skegginu“ eins og hann er kallaður, gerði útslagið en Tatum tapaði boltanum til Paul Reed í næstu sókn Boston og Reed setti svo niður síðustu stig leiksins af vítalínunni. Harden hafði ekki skorað 45 stig í úrslitakeppninni síðan hann gerði það fyrir Houston Rockets í úrslitaseríu vesturdeildarinnar fyrir átta árum, í sigri á Golden State Warriors, og hefur raunar aldrei skorað fleiri stig í úrslitakeppni á löngum ferli. JAMES HARDEN TONIGHT: 45 POINTS 6 ASSISTS 2 STEALS7/14 3PT17/30 FGBEST PLAYOFF GAME OF HIS CAREER pic.twitter.com/MKlzxUL4bE— NBACentral (@TheNBACentral) May 2, 2023 „Við komum ekki hingað og bjuggumst við að tapa. Við komum til að vinna,“ sagði Harden eftir sigurinn en hann skipaði sínum liðsfélögum svo að fara fljótt til búningsklefa eftir leik enda einvígið rétt að byrja. „Hvort sem að Jo snýr aftur eða ekki þá verðum við tilbúnir í slaginn,“ sagði Harden en Joel Embiid meiddist í hné í þriðja leik gegn Brooklyn Nets á dögunum og varð að fylgjast með leiknum í Boston í gær af bekknum. Óvissa ríkir um þátttöku hans í næsta leik sem er einnig í Garðinum í Boston á morgun. Jokic frábær kvöldið fyrir verðlaunaafhendingu Í undanúrslitum vesturdeildarinnar eru deildarmeistarar Denver Nuggets komnir í góð mál gegn Phoenix Suns, 2-0, eftir 97-87 sigur í nótt. Nikola Jokic var að vanda áberandi í liði Denver en hann skoraði 39 stig og tók 16 fráköst. Hann er einn þriggja sem tilnefndir eru sem verðmætasti leikmaður deildarinnar. Tilkynnt verður um valið í kvöld og gæti Jokic hlotið verðlaunin þriðja árið í röð. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. NBA Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Sjá meira
Harden var allt í öllu í þessum fyrsta leik liðanna í undanúrslitum austurdeildarinnar. Hann skoraði alls 45 stig í leiknum en upp úr stóð þó þristurinn sem hann setti yfir Al Horford þegar aðeins 8,7 sekúndur voru eftir af leiknum, sem kom Philadelphia yfir. JAMES HARDEN ARE YOU KIDDING ME?!He has a playoff career-high 45 PTS pic.twitter.com/QHOJviHtEt— Bleacher Report (@BleacherReport) May 2, 2023 Jayson Tatum skoraði 39 stig fyrir Boston og Jaylen Brown 23 stig en Harden skoraði meira en þeir báðir til samans í fjórða leikhlutanum, eða 15 stig gegn 10. Staðan fyrir þann leikhluta var jöfn, 87-87, og Tatum kom Boston í 115-114 af vítalínunni þegar 26 sekúndur voru eftir. Þristurinn frá Harden, eða „Skegginu“ eins og hann er kallaður, gerði útslagið en Tatum tapaði boltanum til Paul Reed í næstu sókn Boston og Reed setti svo niður síðustu stig leiksins af vítalínunni. Harden hafði ekki skorað 45 stig í úrslitakeppninni síðan hann gerði það fyrir Houston Rockets í úrslitaseríu vesturdeildarinnar fyrir átta árum, í sigri á Golden State Warriors, og hefur raunar aldrei skorað fleiri stig í úrslitakeppni á löngum ferli. JAMES HARDEN TONIGHT: 45 POINTS 6 ASSISTS 2 STEALS7/14 3PT17/30 FGBEST PLAYOFF GAME OF HIS CAREER pic.twitter.com/MKlzxUL4bE— NBACentral (@TheNBACentral) May 2, 2023 „Við komum ekki hingað og bjuggumst við að tapa. Við komum til að vinna,“ sagði Harden eftir sigurinn en hann skipaði sínum liðsfélögum svo að fara fljótt til búningsklefa eftir leik enda einvígið rétt að byrja. „Hvort sem að Jo snýr aftur eða ekki þá verðum við tilbúnir í slaginn,“ sagði Harden en Joel Embiid meiddist í hné í þriðja leik gegn Brooklyn Nets á dögunum og varð að fylgjast með leiknum í Boston í gær af bekknum. Óvissa ríkir um þátttöku hans í næsta leik sem er einnig í Garðinum í Boston á morgun. Jokic frábær kvöldið fyrir verðlaunaafhendingu Í undanúrslitum vesturdeildarinnar eru deildarmeistarar Denver Nuggets komnir í góð mál gegn Phoenix Suns, 2-0, eftir 97-87 sigur í nótt. Nikola Jokic var að vanda áberandi í liði Denver en hann skoraði 39 stig og tók 16 fráköst. Hann er einn þriggja sem tilnefndir eru sem verðmætasti leikmaður deildarinnar. Tilkynnt verður um valið í kvöld og gæti Jokic hlotið verðlaunin þriðja árið í röð. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Sjá meira