Fótbolti

Íslenskur sóknarmaður kostar að meðaltali átján milljónir

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Breiðablik hefur örugglega fengið fínan pening fyrir Ísak Snæ Þorvaldsson.
Breiðablik hefur örugglega fengið fínan pening fyrir Ísak Snæ Þorvaldsson. vísir/hulda margrét

Það er áhugavert að rýna í tölur úr skýrslu KSÍ og Deloitte um fjármál íslenskra félaga. Þar kemur meðal annars fram hvað kaupverð íslenskra leikmanna til erlendra félaga sé hátt.

Meðalverð á íslenskum miðju- og sóknarmanni er rúmar 17 milljónir króna en varnarmennirnir eru að fara á 12 milljónir.

56 leikmenn hafa verið seldir frá Íslandi síðustu fjögur ár. Flestir varnarmenn fóru út eða 22. Sóknarmennirnir voru átján og miðjumennirnir fjórtán. Aðeins tveir markverðir fóru út á þessum tíma fyrir afar lítinn pening. Rúm 70 prósent seldra leikmann er undir 22 ára aldri.

Leikmenn hækkuðu þó heilmikið á verði frá 2021 til 2022 eða um 93 prósent. Það er ansi drjúgt.

Fimmtán konur fóru í atvinnumennsku á þessu tímabili og meðalverð þeirra var ein milljón.


Tengdar fréttir

Leikmenn Vals með hæstu launin

Það er óhætt að segja að stórveldið Breiðablik sé í sérflokki er kemur að launum og tengdum gjöldum hjá félögum á Íslandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×