Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Breiðablik 105-97 | Veik úrslitakeppnisvon Blika varð að engu Kári Mímisson skrifar 30. mars 2023 22:48 Haukar stálu 3. sæti Subway-deildarinnar með sigrinum í kvöld. vísir/hulda margrét Haukar fengu Breiðablik í heimsókn í lokaumferð Subway-deildar karla í körfubolta nú í kvöld. Lokatölur 105-97 fyrir heimamenn sem tryggðu sér þriðja sætið í deildinni með sigrinum. Fyrir leik sátu Haukar í fjórða sæti deildarinnar og eygðu von á að komast í þriðja sæti deildarinnar með sigri og treysta að á sama tíma færi Njarðvík með sigur úr bítum gegn nágrönnum sínum í Keflavík. Það var meira undir hjá gestunum í Breiðablik sem voru fyrir leikinn að berjast við Hött og Stjörnuna um áttunda og síðasta sætið inn í úrslitakeppnina. Þar sem Blikar voru með lökustu innbyrðis úrslit þessara liða þá þurfti Breiðablik á sigri að halda hér í kvöld og treysta á að bæði Stjarnan og Höttur myndu tapa sínum leikjum í kvöld. Allt annað en það þýddi einfaldlega að Blikar væru á leið í sumarfrí. Það var hins vegar á brattan að sækja fyrir Breiðablik. Liðið hafði ekki unnið síðan í 14. umferð þegar það skellti Íslandsmeisturum Vals en á undan því höfðu Blikar tapað fjórum leikjum í röð. Það er í raun ótrúlegt að liðið átti enn möguleika á að komast í úrslitakeppnina í kvöld. Blikar byrjuðu leikinn betur og voru framan af fyrsta leikhluta sterkari aðilinn. Fjórar þriggja stiga körfur í röð snemma í leiknum hjá Blikum gáfu hins vegar ekki tóninn fyrir það sem koma skyldi. Hilmar Smári Henningsson kom Haukum yfir 22-20 með frábærum tilþrifum þegar hann réðst að körfunni og tróð með látum. Eftir það gengu Haukar heldur betur á lagið og juku forystu sína hægt og rólega. Staðan í hálfleik 65-46 fyrir heimamenn. Norbertas Giga fór mikinn í liði Hauka í fyrri hálfleik og skoraði 18 stig ásamt því að rífa hvert frákastið á fætur öðru til sín. Haukar náðu mest 21 stigs forskoti snemma í seinni hálf leik en þá náðu Blikarnir eitthvað að stilla saman sína strengi betur og hægt og rólega minnkaði forskotið. Í fjórða leikhluta munaði ekki nema sjö stigum á liðunum og Blikar með boltann. Haukar náðu hins vegar að gera vel í lokin og unnu sannfærandi sigur. Lokatölur í Ólafssal 105-97 fyrir heimamenn. Nolbertas Giga var rosalegur fyrir Hauka í kvöld. Hann skoraði 33 stig og tók 16 fráköst. Hilmar Smári Henningsson átti líka frábæran dag fyrir Hauka og skoraði 21 stig og tók ellefu fráköst. Hjá gestunum var það Jeremy Smith sem var atkvæðamestur með 29 stig. Af hverju unnu Haukar? Haukar kláruðu þennan leik í öðrum leikhluta. Heimamenn voru gjörsamlega frábærir og Blikar réðu ekkert við Giga undir körfunni. Í seinni hálfleik landa svo Haukar þessu svona ágætlega snyrtilega en hleypa þó Blikum full mikið inn í leikinn fyrir minn smekk. Hverjir stóðu upp úr? Norbertas Giga var eins og áður segir frábær fyrir Hauka. Boltinn sogaðist einhvern veginn alltaf til hans. 33 stig og 16 fráköst verður að teljast sem góður dagur á skrifstofunni fyrir hann. Hilmar Smári og Darwin Davis voru líka frábærir fyrir Hauka. Hvað gekk illa? Blikar réðu ekkert við sókn Hauka í dag. Oft á tíðum litu gestirnir mjög illa út varnarlega og réðu ekkert við Giga og Davis sem virðast elska að spila með hvor öðrum. Hvað gerist næst? Það er nú ljóst eftir umferð kvöldsins að Haukar mæta Þór Þorlákshöfn í úrslitakeppninni og fara því væntanlega bara beint í að undirbúa sig undir þá rimmu. Breiðablik er hins vegar á leið í sumarfrí þar sem liðið þarf eitthvað að hugsa sinn gang. Eftir frábært undirbúningstímabil og upphaf í deildinni náðu Blikar aðeins í einn sigur í seinni umferð deildarinnar. Pétur: „Líkurnar kannski ekki beint alveg með okkur“ Pétur Ingvarsson, þjálfari Blika, íbygginn á svip.Vísir/Bára Dröfn „Þetta var hörkuleikur gegn hörku liði. Þetta var erfitt fyrir okkur í dag. Við lendum í smá holu í byrjun leiks og það var erfitt að koma til baka.“ Sagði Pétur Ingvarsson, þjálfari Breiðabliks, strax eftir leik. Þið áttuð veika von í að ná í úrslitakeppnina fyrir leik kvöldsins. Var það ekkert að hjálpa ykkur þegar þið mættuð hingað í kvöld? „Það þurfti auðvitað margt að gerast til þess að við næðum því. Stjarnan og Höttur þurftu að tapa og á sama tíma þurftum við að vinna sterkt lið Hauka á þeirra heimavelli og því voru líkurnar kannski ekki beint alveg með okkur“ Það er himinn og haf á milli fyrri hluta tímabilsins hjá Breiðablik og seinni. Eftir frábæra fyrri umferð vinnur liðið aðeins einn leik í seinni umferðinni. Hefur þú einhver svör við því hvað gerist hjá ykkur í seinni umferðinni? „Ég get sagt þér hvað gerist í fyrri hluta tímabilsins. Við vorum þá bara helvíti góðir og það gekk allt mjög vel en svo í seinni hlutanum gekk það ekki alveg eins nógu vel. Hvort að hin liðin hafi lesið það sem við vorum að gera eða hvort að liðið var ekki að spila jafn vel saman og það gerði fyrri hlutann. Það getur vel verið. Við reyndum að breyta og laga en það bara gekk ekki.“ Subway-deild karla Haukar Breiðablik
Haukar fengu Breiðablik í heimsókn í lokaumferð Subway-deildar karla í körfubolta nú í kvöld. Lokatölur 105-97 fyrir heimamenn sem tryggðu sér þriðja sætið í deildinni með sigrinum. Fyrir leik sátu Haukar í fjórða sæti deildarinnar og eygðu von á að komast í þriðja sæti deildarinnar með sigri og treysta að á sama tíma færi Njarðvík með sigur úr bítum gegn nágrönnum sínum í Keflavík. Það var meira undir hjá gestunum í Breiðablik sem voru fyrir leikinn að berjast við Hött og Stjörnuna um áttunda og síðasta sætið inn í úrslitakeppnina. Þar sem Blikar voru með lökustu innbyrðis úrslit þessara liða þá þurfti Breiðablik á sigri að halda hér í kvöld og treysta á að bæði Stjarnan og Höttur myndu tapa sínum leikjum í kvöld. Allt annað en það þýddi einfaldlega að Blikar væru á leið í sumarfrí. Það var hins vegar á brattan að sækja fyrir Breiðablik. Liðið hafði ekki unnið síðan í 14. umferð þegar það skellti Íslandsmeisturum Vals en á undan því höfðu Blikar tapað fjórum leikjum í röð. Það er í raun ótrúlegt að liðið átti enn möguleika á að komast í úrslitakeppnina í kvöld. Blikar byrjuðu leikinn betur og voru framan af fyrsta leikhluta sterkari aðilinn. Fjórar þriggja stiga körfur í röð snemma í leiknum hjá Blikum gáfu hins vegar ekki tóninn fyrir það sem koma skyldi. Hilmar Smári Henningsson kom Haukum yfir 22-20 með frábærum tilþrifum þegar hann réðst að körfunni og tróð með látum. Eftir það gengu Haukar heldur betur á lagið og juku forystu sína hægt og rólega. Staðan í hálfleik 65-46 fyrir heimamenn. Norbertas Giga fór mikinn í liði Hauka í fyrri hálfleik og skoraði 18 stig ásamt því að rífa hvert frákastið á fætur öðru til sín. Haukar náðu mest 21 stigs forskoti snemma í seinni hálf leik en þá náðu Blikarnir eitthvað að stilla saman sína strengi betur og hægt og rólega minnkaði forskotið. Í fjórða leikhluta munaði ekki nema sjö stigum á liðunum og Blikar með boltann. Haukar náðu hins vegar að gera vel í lokin og unnu sannfærandi sigur. Lokatölur í Ólafssal 105-97 fyrir heimamenn. Nolbertas Giga var rosalegur fyrir Hauka í kvöld. Hann skoraði 33 stig og tók 16 fráköst. Hilmar Smári Henningsson átti líka frábæran dag fyrir Hauka og skoraði 21 stig og tók ellefu fráköst. Hjá gestunum var það Jeremy Smith sem var atkvæðamestur með 29 stig. Af hverju unnu Haukar? Haukar kláruðu þennan leik í öðrum leikhluta. Heimamenn voru gjörsamlega frábærir og Blikar réðu ekkert við Giga undir körfunni. Í seinni hálfleik landa svo Haukar þessu svona ágætlega snyrtilega en hleypa þó Blikum full mikið inn í leikinn fyrir minn smekk. Hverjir stóðu upp úr? Norbertas Giga var eins og áður segir frábær fyrir Hauka. Boltinn sogaðist einhvern veginn alltaf til hans. 33 stig og 16 fráköst verður að teljast sem góður dagur á skrifstofunni fyrir hann. Hilmar Smári og Darwin Davis voru líka frábærir fyrir Hauka. Hvað gekk illa? Blikar réðu ekkert við sókn Hauka í dag. Oft á tíðum litu gestirnir mjög illa út varnarlega og réðu ekkert við Giga og Davis sem virðast elska að spila með hvor öðrum. Hvað gerist næst? Það er nú ljóst eftir umferð kvöldsins að Haukar mæta Þór Þorlákshöfn í úrslitakeppninni og fara því væntanlega bara beint í að undirbúa sig undir þá rimmu. Breiðablik er hins vegar á leið í sumarfrí þar sem liðið þarf eitthvað að hugsa sinn gang. Eftir frábært undirbúningstímabil og upphaf í deildinni náðu Blikar aðeins í einn sigur í seinni umferð deildarinnar. Pétur: „Líkurnar kannski ekki beint alveg með okkur“ Pétur Ingvarsson, þjálfari Blika, íbygginn á svip.Vísir/Bára Dröfn „Þetta var hörkuleikur gegn hörku liði. Þetta var erfitt fyrir okkur í dag. Við lendum í smá holu í byrjun leiks og það var erfitt að koma til baka.“ Sagði Pétur Ingvarsson, þjálfari Breiðabliks, strax eftir leik. Þið áttuð veika von í að ná í úrslitakeppnina fyrir leik kvöldsins. Var það ekkert að hjálpa ykkur þegar þið mættuð hingað í kvöld? „Það þurfti auðvitað margt að gerast til þess að við næðum því. Stjarnan og Höttur þurftu að tapa og á sama tíma þurftum við að vinna sterkt lið Hauka á þeirra heimavelli og því voru líkurnar kannski ekki beint alveg með okkur“ Það er himinn og haf á milli fyrri hluta tímabilsins hjá Breiðablik og seinni. Eftir frábæra fyrri umferð vinnur liðið aðeins einn leik í seinni umferðinni. Hefur þú einhver svör við því hvað gerist hjá ykkur í seinni umferðinni? „Ég get sagt þér hvað gerist í fyrri hluta tímabilsins. Við vorum þá bara helvíti góðir og það gekk allt mjög vel en svo í seinni hlutanum gekk það ekki alveg eins nógu vel. Hvort að hin liðin hafi lesið það sem við vorum að gera eða hvort að liðið var ekki að spila jafn vel saman og það gerði fyrri hlutann. Það getur vel verið. Við reyndum að breyta og laga en það bara gekk ekki.“
Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 75-96 | Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta fleytir Skagfirðingum á toppinn Körfubolti
Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 75-96 | Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta fleytir Skagfirðingum á toppinn
Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 75-96 | Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta fleytir Skagfirðingum á toppinn Körfubolti