Íslandsheimsóknin besti túr sem þær norsku hafa farið í Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. mars 2023 12:31 Leikmenn Noregs hópast að Andreu Jacobsen. vísir/hulda margrét Þórir Hergeirsson segir Norðmenn hæstánægða með heimsókn B-landsliðs síns til Íslands um helgina. B-landslið Noregs í handbolta kvenna kom hingað til lands í síðustu viku og lék tvo leiki gegn A-landsliði Íslands á Ásvöllum. Liðin skiptu sigrunum á milli sín. Ísland vann leik liðanna á fimmtudaginn, 31-26, en Noregur svaraði fyrir sig með endurkomusigri á laugardaginn, 26-29. Á sama tíma var Þórir með A-landslið Noregs í Gulldeildinni. Hann hefur samt heyrt í þjálfurum B-landsliðsins og þeir eru sammála um að heimsóknin hafi tekist vel þrátt fyrir mikil forföll í norska liðinu en sjö úr upphaflega hópnum þurftu að draga sig út úr honum. „Við vorum að taka inn svolítið af stelpum sem eiga svolítið í land ennþá. Þetta var veikara lið en venjulega. Það var meiðslavesen vegna álags hjá félagsliðum,“ sagði Þórir í samtali við Vísi í dag. Þórir Hergeirsson segir B-landslið Noregs afar mikilvægt.epa/Zsolt Czegledi „Þetta var gott verkefni fyrir þær og þær stóðu sig að miklu leyti vel. Þær eru auðvitað með litla eða enga reynslu af alþjóðlegum leikjum. En B-landsliðið, eða þróunarhópurinn, er undirbúningur fyrir eitthvað meira. Það er verið að brúa bil milli yngri landsliða og A-landsliðsins sem er gífurlega stórt þegar við tölum um landslið sem stefnir á að vinna verðlaun á öllum mótum.“ Þórir segir að forráðamenn og leikmenn norska B-landsliðsins hafi látið afar vel af Íslandsheimsókninni. „Hópurinn okkar hélt ekki vatni yfir móttökum og öllu í kringum þetta. Þetta var frábært. Þetta var besti túr sem þær hafa farið í, umgjörð og allt var Íslendingum sóma,“ sagði Þórir að endingu. Landslið kvenna í handbolta Mest lesið Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Fótbolti Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Handbolti Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Handbolti Cecelía Rán hélt hreinu í góðum sigri Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Fleiri fréttir Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Sjá meira
B-landslið Noregs í handbolta kvenna kom hingað til lands í síðustu viku og lék tvo leiki gegn A-landsliði Íslands á Ásvöllum. Liðin skiptu sigrunum á milli sín. Ísland vann leik liðanna á fimmtudaginn, 31-26, en Noregur svaraði fyrir sig með endurkomusigri á laugardaginn, 26-29. Á sama tíma var Þórir með A-landslið Noregs í Gulldeildinni. Hann hefur samt heyrt í þjálfurum B-landsliðsins og þeir eru sammála um að heimsóknin hafi tekist vel þrátt fyrir mikil forföll í norska liðinu en sjö úr upphaflega hópnum þurftu að draga sig út úr honum. „Við vorum að taka inn svolítið af stelpum sem eiga svolítið í land ennþá. Þetta var veikara lið en venjulega. Það var meiðslavesen vegna álags hjá félagsliðum,“ sagði Þórir í samtali við Vísi í dag. Þórir Hergeirsson segir B-landslið Noregs afar mikilvægt.epa/Zsolt Czegledi „Þetta var gott verkefni fyrir þær og þær stóðu sig að miklu leyti vel. Þær eru auðvitað með litla eða enga reynslu af alþjóðlegum leikjum. En B-landsliðið, eða þróunarhópurinn, er undirbúningur fyrir eitthvað meira. Það er verið að brúa bil milli yngri landsliða og A-landsliðsins sem er gífurlega stórt þegar við tölum um landslið sem stefnir á að vinna verðlaun á öllum mótum.“ Þórir segir að forráðamenn og leikmenn norska B-landsliðsins hafi látið afar vel af Íslandsheimsókninni. „Hópurinn okkar hélt ekki vatni yfir móttökum og öllu í kringum þetta. Þetta var frábært. Þetta var besti túr sem þær hafa farið í, umgjörð og allt var Íslendingum sóma,“ sagði Þórir að endingu.
Landslið kvenna í handbolta Mest lesið Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Fótbolti Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Handbolti Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Handbolti Cecelía Rán hélt hreinu í góðum sigri Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Fleiri fréttir Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Sjá meira