Klopp: „Augljóst að við verðum að gera eitthvað í sumar“ Sindri Sverrisson skrifar 24. febrúar 2023 16:31 Jürgen Klopp þurfti að horfa upp á erfitt tap gegn Real Madrid á þriðjudaginn. Getty/James Gill „Við vitum að við þurfum að bæta okkur og breyta hlutum, og það munum við gera,“ segir Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool sem átt hefur vonbrigðatímabil til þessa eftir að hafa verið nálægt sögulegri titlafernu á síðustu leiktíð. Liverpool tapaði 5-2 gegn Real Madrid á heimavelli á þriðjudag, í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu, og er aðeins í 8. sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Þar á liðið þó 1-2 leiki til góða á næstu lið og möguleikinn á 4. sæti, og þar með sæti í Meistaradeildinni á næstu leiktíð, lifir góðu lífi. Liverpool sækir Crystal Palace heim annað kvöld og freistar þess að vinna þriðja deildarleik sinn í röð en Klopp horfir svo til félagaskiptagluggans eftir tímabilið varðandi möguleikann á að breyta og bæta sitt lið. „Við getum ekki gert það núna en það er augljóst að við verðum að gera eitthvað í sumar. Í augnablikinu þurfum við bara að komast í gegnum þetta og berja frá okkur,“ hefur BBC eftir Klopp. Miðjumennirnir James Milner, Naby Keita og Alex Oxlade-Chamberlain, og sóknarmaðurinn Roberto Firmino, eru allir með samninga sem renna út í lok leiktíðarinnar. Fjöldi leikmanna liðsins hefur hins vegar líka valdið vonbrigðum í vetur og meiðsli hafa gert liðinu erfitt fyrir. Þarf að vita hverjir fara Þess vegna er liðið ekki nálægt afrekum síðustu leiktíðar þegar liðið vann báðar ensku bikarkeppninnar, komst í úrslitaleik Meistaradeildarinnar og endaði stigi á eftir Manchester City í ensku úrvalsdeildinni. Klopp þarf að endurmóta liðið. „Þetta félag er ekki byggt upp þannig að það eyði fúlgum fjár. Kaupin okkar þurfa alltaf að vera nákvæm. Það gerir þetta erfitt. Við getum ekki keypt fjóra leikmenn án þess að vita það til dæmis hvaða leikmenn munu fara,“ sagði Klopp. „Á síðasta tímabili var ekki ástæða fyrir stórar breytingar. Við vorum í keppni fram á síðustu stundu, og ef maður vill breytingar hjá þessu félagi þá er ekki hægt að kaupa bara leikmenn og komast svo að því seinna að enginn vilji fara. Þetta virkar ekki þannig. Það er ekki hægt að byrja ferlið fyrr því við spiluðum úrslitaleik eftir úrslitaleik, fram á síðustu mínútu tímabilsins, í úrslitaleik Meistaradeildarinnar, áttum svo stutt hlé og svo komu mörg meiðsli og HM,“ sagði Klopp og sagði augljóst að sum önnur félög þyrftu ekki að fylgja eftir sömu aðferðum og Liverpool. Enski boltinn Mest lesið Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Fótbolti Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Handbolti Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Handbolti Cecelía Rán hélt hreinu í góðum sigri Fótbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ Fótbolti „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Fótbolti Fleiri fréttir Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Scott McTominay sér ekki eftir neinu Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Sjá meira
Liverpool tapaði 5-2 gegn Real Madrid á heimavelli á þriðjudag, í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu, og er aðeins í 8. sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Þar á liðið þó 1-2 leiki til góða á næstu lið og möguleikinn á 4. sæti, og þar með sæti í Meistaradeildinni á næstu leiktíð, lifir góðu lífi. Liverpool sækir Crystal Palace heim annað kvöld og freistar þess að vinna þriðja deildarleik sinn í röð en Klopp horfir svo til félagaskiptagluggans eftir tímabilið varðandi möguleikann á að breyta og bæta sitt lið. „Við getum ekki gert það núna en það er augljóst að við verðum að gera eitthvað í sumar. Í augnablikinu þurfum við bara að komast í gegnum þetta og berja frá okkur,“ hefur BBC eftir Klopp. Miðjumennirnir James Milner, Naby Keita og Alex Oxlade-Chamberlain, og sóknarmaðurinn Roberto Firmino, eru allir með samninga sem renna út í lok leiktíðarinnar. Fjöldi leikmanna liðsins hefur hins vegar líka valdið vonbrigðum í vetur og meiðsli hafa gert liðinu erfitt fyrir. Þarf að vita hverjir fara Þess vegna er liðið ekki nálægt afrekum síðustu leiktíðar þegar liðið vann báðar ensku bikarkeppninnar, komst í úrslitaleik Meistaradeildarinnar og endaði stigi á eftir Manchester City í ensku úrvalsdeildinni. Klopp þarf að endurmóta liðið. „Þetta félag er ekki byggt upp þannig að það eyði fúlgum fjár. Kaupin okkar þurfa alltaf að vera nákvæm. Það gerir þetta erfitt. Við getum ekki keypt fjóra leikmenn án þess að vita það til dæmis hvaða leikmenn munu fara,“ sagði Klopp. „Á síðasta tímabili var ekki ástæða fyrir stórar breytingar. Við vorum í keppni fram á síðustu stundu, og ef maður vill breytingar hjá þessu félagi þá er ekki hægt að kaupa bara leikmenn og komast svo að því seinna að enginn vilji fara. Þetta virkar ekki þannig. Það er ekki hægt að byrja ferlið fyrr því við spiluðum úrslitaleik eftir úrslitaleik, fram á síðustu mínútu tímabilsins, í úrslitaleik Meistaradeildarinnar, áttum svo stutt hlé og svo komu mörg meiðsli og HM,“ sagði Klopp og sagði augljóst að sum önnur félög þyrftu ekki að fylgja eftir sömu aðferðum og Liverpool.
Enski boltinn Mest lesið Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Fótbolti Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Handbolti Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Handbolti Cecelía Rán hélt hreinu í góðum sigri Fótbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ Fótbolti „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Fótbolti Fleiri fréttir Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Scott McTominay sér ekki eftir neinu Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Sjá meira