„Munum gefa okkur góðan tíma til að finna eftirmann“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 21. febrúar 2023 18:12 Guðmundur Þórður Guðmundsson heldur ekki áfram sem þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta. Nafni hans, Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, segir að sambandði muni taka sér góðan tíma í að finna eftirmann hans. Vísir/Vilhelm „Þetta er bara sameiginleg niðurstaða okkar. Við áttum spjall saman og eftir að hafa farið yfir þetta þá var þetta bara sameiginleg niðurstaða okkar,“ sagði Guðmundur B. Ólafsson, formaður handknattleikssambands Íslands, um þá ákvörðun að Guðmundur Þórður Guðmundsson myndi ekki halda áfram með íslenska karlalandsliðið í handbolta. Hann segir þó ekkert sérstakt liggja að baki ákvörðunarinnar. „Nei, nei. Við bara fórum yfir mótið og þetta var niðurstaðan og báðir aðilar eru sáttir við hana.“ Vonbrigðin á HM gerðu ekki útslagið Seinustu leikir Guðmundar sem þjálfari íslenska landsliðsins voru á HM í handbolta í seinasta mánuði þar sem liðið náði ekki markmiðum sínum. Eins og frægt er orðið komst Ísland ekki í átta liða úrslit og hafnaði í 12. sæti mótsins. „Fyrir mér er það alveg ljóst að við stóðumst ekki allar væntingar en menn verða líka að gera sér grein fyrir því að þegar við skoðum þetta mót aftur til baka að þá er riðillinn sem við vorum í alveg feikilega sterkur. Þannig að væntingarnar sem við vorum að gera fyrir fram voru kannski fullmiklar.“ „Þetta gat alveg brugðið til beggja vona og það munaði ekkert miklu að við færum í átta liða úrslitin. Þetta er seinni parturinn í leik á móti Ungverjalandi. En auðvitað vonuðumst við til að komast í átta liða úrslitin en eins og það er alltaf í íþróttum þá getur brugðið til beggja vona.“ Guðmundur B. Ólafsson er formaður HSÍ.Vísir/Stöð 2 Ákvörðunin erfið Þá segir Guðmundur að þrátt fyrir að ákvörðunin um að nafni hann myndi láta af störfum hafi verið sameiginleg milli HSÍ og þjálfarans, hafi hún í eðli sínu verið erfið. „Þetta er bara sameiginleg ákvörðun. En jú, Guðmundur er náttúrulega búinn að standa sig frábærlega sem landsliðsþjálfari og búinn að koma okkur þrisvar inn [á Ólympíuleika] og alltaf höfum við skilað góðum árangri. Þannig að auðvitað eigum við honum miklar þakkir skyldar bara í raun og veru í sögu handboltans og hvað hann er búinn að standa sig vel og hefur skilað liðinu alltaf í topp þegar hann hefur hætt,“ sagði Guðmundur, en vildi ekki segja til um hvorum megin við borðið þessi hugmynd hafi kviknað. „Það er í sjálfu sér engin umræða um það. Við komumst bara að sameiginlegri niðurstöðu.“ Klippa: Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ. Gunnar og Ágúst stýra liðinu í næstu leikjum Stutt er í næstu leiki hjá íslenska karlalandsliðinu í handbolta og Guðmundur gerir ráð fyrir því að aðstoðarmenn Guðmundar munu stýra liðinu í þeim leikjum. Hann segir þó að ekkert sé farið að ræða um hver muni taka við starfi Guðmundar til lengri tíma. „Þar sem þetta kemur náttúrulega svolítið bratt upp þá gerum við ráð fyrir því að aðstoðarmenn hans, Gunnar Magnússon og Ágúst Jóhannsson, stýri liðinu í þeim verkefnum sem eru núna framundan sem eru tveir leikir við Tékka í byrjun mars og svo eigum við leiki við Ísrael og Eistland. Þannig að við gerum ráð fyrir því að þeir muni leysa þau verkefni af hólmi.“ „En við munum bara gefa okkur núna góðan tíma til þess að finna eftirmann,“ sagði Guðmundur og bætti við að sambandið hafi ekki enn rætt um hver sá eftirmaður gæti mögulega verið. „Nei, það hefur ekki komið neitt til umræðu. Ég hef ekki rætt við nokkurn mann um það.“ Landslið karla í handbolta Handbolti Mest lesið Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Fótbolti Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Handbolti Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Handbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Cecelía Rán hélt hreinu í góðum sigri Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ Fótbolti Fleiri fréttir Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Sjá meira
Hann segir þó ekkert sérstakt liggja að baki ákvörðunarinnar. „Nei, nei. Við bara fórum yfir mótið og þetta var niðurstaðan og báðir aðilar eru sáttir við hana.“ Vonbrigðin á HM gerðu ekki útslagið Seinustu leikir Guðmundar sem þjálfari íslenska landsliðsins voru á HM í handbolta í seinasta mánuði þar sem liðið náði ekki markmiðum sínum. Eins og frægt er orðið komst Ísland ekki í átta liða úrslit og hafnaði í 12. sæti mótsins. „Fyrir mér er það alveg ljóst að við stóðumst ekki allar væntingar en menn verða líka að gera sér grein fyrir því að þegar við skoðum þetta mót aftur til baka að þá er riðillinn sem við vorum í alveg feikilega sterkur. Þannig að væntingarnar sem við vorum að gera fyrir fram voru kannski fullmiklar.“ „Þetta gat alveg brugðið til beggja vona og það munaði ekkert miklu að við færum í átta liða úrslitin. Þetta er seinni parturinn í leik á móti Ungverjalandi. En auðvitað vonuðumst við til að komast í átta liða úrslitin en eins og það er alltaf í íþróttum þá getur brugðið til beggja vona.“ Guðmundur B. Ólafsson er formaður HSÍ.Vísir/Stöð 2 Ákvörðunin erfið Þá segir Guðmundur að þrátt fyrir að ákvörðunin um að nafni hann myndi láta af störfum hafi verið sameiginleg milli HSÍ og þjálfarans, hafi hún í eðli sínu verið erfið. „Þetta er bara sameiginleg ákvörðun. En jú, Guðmundur er náttúrulega búinn að standa sig frábærlega sem landsliðsþjálfari og búinn að koma okkur þrisvar inn [á Ólympíuleika] og alltaf höfum við skilað góðum árangri. Þannig að auðvitað eigum við honum miklar þakkir skyldar bara í raun og veru í sögu handboltans og hvað hann er búinn að standa sig vel og hefur skilað liðinu alltaf í topp þegar hann hefur hætt,“ sagði Guðmundur, en vildi ekki segja til um hvorum megin við borðið þessi hugmynd hafi kviknað. „Það er í sjálfu sér engin umræða um það. Við komumst bara að sameiginlegri niðurstöðu.“ Klippa: Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ. Gunnar og Ágúst stýra liðinu í næstu leikjum Stutt er í næstu leiki hjá íslenska karlalandsliðinu í handbolta og Guðmundur gerir ráð fyrir því að aðstoðarmenn Guðmundar munu stýra liðinu í þeim leikjum. Hann segir þó að ekkert sé farið að ræða um hver muni taka við starfi Guðmundar til lengri tíma. „Þar sem þetta kemur náttúrulega svolítið bratt upp þá gerum við ráð fyrir því að aðstoðarmenn hans, Gunnar Magnússon og Ágúst Jóhannsson, stýri liðinu í þeim verkefnum sem eru núna framundan sem eru tveir leikir við Tékka í byrjun mars og svo eigum við leiki við Ísrael og Eistland. Þannig að við gerum ráð fyrir því að þeir muni leysa þau verkefni af hólmi.“ „En við munum bara gefa okkur núna góðan tíma til þess að finna eftirmann,“ sagði Guðmundur og bætti við að sambandið hafi ekki enn rætt um hver sá eftirmaður gæti mögulega verið. „Nei, það hefur ekki komið neitt til umræðu. Ég hef ekki rætt við nokkurn mann um það.“
Landslið karla í handbolta Handbolti Mest lesið Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Fótbolti Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Handbolti Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Handbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Cecelía Rán hélt hreinu í góðum sigri Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ Fótbolti Fleiri fréttir Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Sjá meira