Karabatic skrifar undir nýjan samning og spilar fram á fimmtugsaldurinn Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 4. febrúar 2023 22:30 Nikola Karabatic er hvergi nærri hættur. Sanjin Strukic/Pixsell/MB Media/Getty Images Franski handboltamaðurinn Nikola Karabatic, sem er af mörgum talinn einn allra besti handboltamaður sögunnar, hefur skrifað undir nýjan samning við franska stórveldið PSG. Karabatic skrifaði í vikunni undir eins árs framlengingu á samningi sínum við félagið og er því samningsbundinn Parísarliðinu út júní á næsta ári. Franska stórskyttan verður 39 ára í vor og hann verður því orðinn fertugur þegar nýi samningurinn hans rennur út. Mögulega þýðir þetta að Karabatic ætli sér að taka þátt með franska landsliðinu á Ólympíuleikunum sem fara fram í París á næsta ári, en það verður þó að koma í ljós. ✍️🔴🔵Le Paris Saint-Germain Handball est heureux d’annoncer la prolongation du contrat de Nikola Karabatic pour une saison supplémentaire. Le triple champion olympique est désormais lié au Club jusqu’au 30 juin 2024.— PSG Handball (@psghand) February 3, 2023 Eins og áður segir er Karabatic af mörgum talinn vera einn allra besti handboltamaður sögunnar. Hvað svo sem fólki kann að finnast um getu hans inni á handboltavellinum, þá er það algjörlega óumdeilt að titlarnir sem leikmaðurinn hefur unnið á löngum ferli sínum tala sínu máli. Ekki verður farið yfir hvern einn og einasta titil hér - enda væri það ógerningur - en þó verður stiklað á stóru. Með félagsliðum sínum hefur hann unnið Meistaradeild Evrópu í þrígang, heimsmeistaramót félagsliða í tvígang, frönsku deildina fjórtán sinnum og þýsku deildina fjórum sinnum ásamt ótrúlegum fjölda af bikarmeistaratitlum. Þá hefur Karabatic einnig orðið Ólympíumeistari með franska landsliðinu í þrígang, heimsmeistari fjórum sinnum og Evrópumeistri í þrígang. Hann hefur leikið 335 leiki fyrir franska landsliðið frá árinu 2003 og skorað í þeim 1255 mörk, sem gerir hann að fjórtánda markahæsta landsliðsmanni sögunnar. Franski handboltinn Mest lesið Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Fótbolti Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Handbolti Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Handbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Cecelía Rán hélt hreinu í góðum sigri Fótbolti Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Fleiri fréttir Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Sjá meira
Karabatic skrifaði í vikunni undir eins árs framlengingu á samningi sínum við félagið og er því samningsbundinn Parísarliðinu út júní á næsta ári. Franska stórskyttan verður 39 ára í vor og hann verður því orðinn fertugur þegar nýi samningurinn hans rennur út. Mögulega þýðir þetta að Karabatic ætli sér að taka þátt með franska landsliðinu á Ólympíuleikunum sem fara fram í París á næsta ári, en það verður þó að koma í ljós. ✍️🔴🔵Le Paris Saint-Germain Handball est heureux d’annoncer la prolongation du contrat de Nikola Karabatic pour une saison supplémentaire. Le triple champion olympique est désormais lié au Club jusqu’au 30 juin 2024.— PSG Handball (@psghand) February 3, 2023 Eins og áður segir er Karabatic af mörgum talinn vera einn allra besti handboltamaður sögunnar. Hvað svo sem fólki kann að finnast um getu hans inni á handboltavellinum, þá er það algjörlega óumdeilt að titlarnir sem leikmaðurinn hefur unnið á löngum ferli sínum tala sínu máli. Ekki verður farið yfir hvern einn og einasta titil hér - enda væri það ógerningur - en þó verður stiklað á stóru. Með félagsliðum sínum hefur hann unnið Meistaradeild Evrópu í þrígang, heimsmeistaramót félagsliða í tvígang, frönsku deildina fjórtán sinnum og þýsku deildina fjórum sinnum ásamt ótrúlegum fjölda af bikarmeistaratitlum. Þá hefur Karabatic einnig orðið Ólympíumeistari með franska landsliðinu í þrígang, heimsmeistari fjórum sinnum og Evrópumeistri í þrígang. Hann hefur leikið 335 leiki fyrir franska landsliðið frá árinu 2003 og skorað í þeim 1255 mörk, sem gerir hann að fjórtánda markahæsta landsliðsmanni sögunnar.
Franski handboltinn Mest lesið Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Fótbolti Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Handbolti Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Handbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Cecelía Rán hélt hreinu í góðum sigri Fótbolti Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Fleiri fréttir Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Sjá meira