Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Valur 89-78 | Heimamenn vaknaðir af værum blundi Árni Jóhannsson skrifar 27. janúar 2023 21:55 Everage Lee Richardson var frábær í liði Breiðabliks í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Eftir fjögur töp í röð sýndu leikmenn Breiðabliks úr hverju þeir eru gerðir þegar þeir lögðu Íslandsmeistara Vals með 11 stiga mun í Subway deild karla í körfubolta í kvöld. Lokatölur í Smáranum 89-78 og segja má að Breiðablik sé vaknað af værum blundi. Sigurinn færir Blika líka í áttina að heimavallarréttinum en það eru þó fjögur stig í fjórða sætið úr því fimmta þar sem Blikar finna sig í dag eftir 14 umferðir. Valsmenn byrjuðu leikinn betur og sýndu það að þeir geta alveg keyrt upp hraðann vilji þeir það. Þeir komust mest átta stigum yfir í stöðuna 11-19 þegar um þrjár mínútur voru eftir af fyrsta leikhluta. Þá vöknðuðu Blikar og skoruðu 10 stig gegn þremur til að loka leikhlutanum. Varnarleikurinn var ekki í hávegum hafður nema í örfá andartök en það átti eftir að breytast. Valsmenn héldu fínum tökum á leiknum og átti maður von á því að þeir myndu slíta sig frá Blikum þegar þeir komust fjórum til sex stigum yfir en alltaf komu Blikar til baka, eins og þeir eiga að sér að vera, til að halda í við gestina. Valsmenn áttu þó lokaáhlaup fyrri hálfleiks og komust þeir átta stigum yfir þegar Kári Jónsson dúndraði niður þrist í spjaldið og ofan í um leið og flautan gall. Skotnýting Valsmanna hafði verið frábær í fyrri hálfleik og höfðu þeir t.a.m. hitt úr 85% tveggja stiga skota sinna og voru með yfir 50% hittni heilt yfir í hálfleiknum. Liðin komu út í seinni hálfleikinn og skiptust á körfum en svo stigu Blika á bensíngjöfina svo um munaði. Þeir náðu að jafna metin þegar um fimm mínútur voru liðnar af þriðja leikhluta og á loka andartökum leikhlutans þá lokuðu þeir vörninni og náðu að láta kné fylgja kviði sóknarlega. Boltanum var stolið af Valsmönnum tvisvar til dæmis og í bæði skiptin kom karfa og allt í einu voru Blikar komnir sjö stigum yfir í 72-65. Pablo Berton skoraði flautukörfu og lagaði stöðuna lítillega og gátu menn séð kannski að Valsmenn myndu stíga upp en þeir töpuðu þriðja leikhluta 31-18. Blikar voru ekki á þeim buxunum. Varnarleikur heimamanna varð bara ákafari og stiginn lengra út á vellinum sem gerði Valsmönnum erfitt fyrir að taka þriggja stiga skot og voru þeir nógu hraðir á löppunum til að halda gestunum fyrir framan sig þannig að Valsmenn náðu ekki að komast í gegnum vörn Blika. Skotnýting Valsmanna hríðféll en hún endaði í 41% þar sem tveggja stiga nýtingin var 58% í stað 85% eins og hún var í hálfleik. Blikar juku muninn jafnt og þétt og komust mest 18 stigum yfir og þá tók skynsemin við og langar sóknir. Það gekk fullkomlega upp og Valsmenn játuðu sig nánast sigraða um leið og það gerðist. Blikar sigldu heim 11 stiga sigri og eru komnir í fimmta sæti deildarinnar. Afhverju vann Breiðablik? Það má alvega segja að Valur hafi ekki náð neinum takti í sinn leik en það var Blikum að kenna. Þeir náðu að stíga vörnina vel og stálu t.d. 10 boltum af Val sem tapaði 16 boltum í heildina. Þeir náðu líka að halda áfram þegar þeir voru komnir í góða stöðu og þó að skotvalið hafi verið skrýtið, stundum, þá hjálpaði til að þeir gátu treyst á vörnina til að koma Val í erfið skot og gera þá ráðalausa í sókn sinni. Svo þegar sjálfstraustið jókst hjá Blikum þá komu frábærar sóknir í kjölfarið og leyfðu þeir Val að bragða á eigin meðali oft á tíðum með því að skera teiginn frábærlega. Það skilaði þeim mörgum körfum í lok leiksins. Hvað gekk illa? Sóknarleikur Valsmanna gekk illa. Sérstaklega í seinni hálfleik. Þeir skoruðu ekki nema 29 stig í honum og 11 stig í fjórða leikhluta. Skotprósentan hríðféll og fundu þeir engin færi og engar lausnir á leik Blika. Bestir á velllinum? Það eru margir til kallaðir, sérstaklega hjá Blikum, því liðsheildin var mikil hjá heimamönnum. Everage Richardson var stigahæstur með 23 stig en þegar litið er á framlagspunktana þá voru það Jeremy Smith og Julio De Assis sem voru framlagshæstir. Báðir skiluðu 20 framlagspunktum og unnu Blikar mínúturnar hans De Assis með 16 stigum. Hjá Val var Pablo Bertone stigahæstur með 22 stig og Kári Jónsson var honum næstur með 20 stig og sjö stoðsendingar. Það vantaði meira frá fleiri leikmönnum Vals í dag en t.d. þá töpuðu Valsarar mínútunum hans Callum Lawson með 15 stigum. Hvað næst? Það er skammt stórra högga á milli hjá Breiðablik sérstaklega því hitt toppliðið, Keflavík, bíður þeirra í næstu viku. Blikar unnu fyrri leikinn en nú verður leikið í Keflavík og Blikum líkar ekki við að ferðast of lang en það er spurning hvort Reykjanesbrautin sé innan marka fyrir þá. Valsmenn fá systurfélags sitt Hauka í heimsókn og drengirnir úr Hafnarfirði eru ekki nema tveimur stigum frá Valsmönnum. Það er því líklegt að um hörkuleik verði að ræða. Jeremy Smith: Hell yeah Jeremy Smith átti flottan leik fyrir sína menn í kvöldVísir/Pawel Jeremy Smith átti mjög góðan leik fyrir Breiðablik í kvöld og á köflum náði hann í mjög mikilvægar og stórar körfur hann spilaði vörnina líka mjög vel og átti mjög stóran þátt í að brjóta upp taphrinuna sem var komin upp í fjóra leiki. Hann var spurður að því fyrst og fremst hvernig tilfinningin væri að vinna loksins leik en þetta var fyrsti sigur Blika á þessu ári. „Mér líður vel. Það er mjög góð tilfinning að vera aftur kominn á sigurbraut. Tilfinningin er bara mjög góð.“ Eins og fram hefur komið þá áttu Blikar mjög góðan seinni hálfleik og var Jeremy spurður að því hvað hafi breyst í seinni háfleik en Valsmenn leiddu með átta stigum þá. „Við vitum að Valur er með gott lið en við héldum okkur bara við það sem við gerum best. Eftir því sem leið á leikinn þá óx sjálfstraustið hjá okkur og trúin á sigur einnig. Við stóðum saman og það gekk upp.“ Var þá um að ræða að andlegi styrkur liðsins hafi vegið meira en taktík og leikskipulag? „Blanda af báðu. Andlegi styrkurinn skipti miklu máli núna því við höfum verið að tapa leikjum og við þurftum að komast úr þeirri fýlu. Við þurftum að komast úr hausnum á sjálfum okkur og það er það sem gerðist í dag.“ Breiðablik nær að rísa upp í fimmta sæti eftir sigurinn í kvöld og var Jeremy spurður hversu hátt þetta lið gæti komist. „Við förum bara eins og við leyfum okkur að fara. Með fullri virðingu fyrir öðrum liðum þá getum við gert eitthvað sérstakt svo lengi sem við höldum okkur við okkar leik og leggjum okkur fram. Svo lengi sem vinnuframlagið er gott þá getum við farið eins hátt og okkur lystir.“ Jeremy var spurður að því hvort að í kvöld hafi verið besta varnarframmistaða Breiðabliks á þessu ári. „Hell yeah“, sagði kappinn hátt og snjallt og svo mörg voru þau orð. Subway-deild karla Breiðablik Valur
Eftir fjögur töp í röð sýndu leikmenn Breiðabliks úr hverju þeir eru gerðir þegar þeir lögðu Íslandsmeistara Vals með 11 stiga mun í Subway deild karla í körfubolta í kvöld. Lokatölur í Smáranum 89-78 og segja má að Breiðablik sé vaknað af værum blundi. Sigurinn færir Blika líka í áttina að heimavallarréttinum en það eru þó fjögur stig í fjórða sætið úr því fimmta þar sem Blikar finna sig í dag eftir 14 umferðir. Valsmenn byrjuðu leikinn betur og sýndu það að þeir geta alveg keyrt upp hraðann vilji þeir það. Þeir komust mest átta stigum yfir í stöðuna 11-19 þegar um þrjár mínútur voru eftir af fyrsta leikhluta. Þá vöknðuðu Blikar og skoruðu 10 stig gegn þremur til að loka leikhlutanum. Varnarleikurinn var ekki í hávegum hafður nema í örfá andartök en það átti eftir að breytast. Valsmenn héldu fínum tökum á leiknum og átti maður von á því að þeir myndu slíta sig frá Blikum þegar þeir komust fjórum til sex stigum yfir en alltaf komu Blikar til baka, eins og þeir eiga að sér að vera, til að halda í við gestina. Valsmenn áttu þó lokaáhlaup fyrri hálfleiks og komust þeir átta stigum yfir þegar Kári Jónsson dúndraði niður þrist í spjaldið og ofan í um leið og flautan gall. Skotnýting Valsmanna hafði verið frábær í fyrri hálfleik og höfðu þeir t.a.m. hitt úr 85% tveggja stiga skota sinna og voru með yfir 50% hittni heilt yfir í hálfleiknum. Liðin komu út í seinni hálfleikinn og skiptust á körfum en svo stigu Blika á bensíngjöfina svo um munaði. Þeir náðu að jafna metin þegar um fimm mínútur voru liðnar af þriðja leikhluta og á loka andartökum leikhlutans þá lokuðu þeir vörninni og náðu að láta kné fylgja kviði sóknarlega. Boltanum var stolið af Valsmönnum tvisvar til dæmis og í bæði skiptin kom karfa og allt í einu voru Blikar komnir sjö stigum yfir í 72-65. Pablo Berton skoraði flautukörfu og lagaði stöðuna lítillega og gátu menn séð kannski að Valsmenn myndu stíga upp en þeir töpuðu þriðja leikhluta 31-18. Blikar voru ekki á þeim buxunum. Varnarleikur heimamanna varð bara ákafari og stiginn lengra út á vellinum sem gerði Valsmönnum erfitt fyrir að taka þriggja stiga skot og voru þeir nógu hraðir á löppunum til að halda gestunum fyrir framan sig þannig að Valsmenn náðu ekki að komast í gegnum vörn Blika. Skotnýting Valsmanna hríðféll en hún endaði í 41% þar sem tveggja stiga nýtingin var 58% í stað 85% eins og hún var í hálfleik. Blikar juku muninn jafnt og þétt og komust mest 18 stigum yfir og þá tók skynsemin við og langar sóknir. Það gekk fullkomlega upp og Valsmenn játuðu sig nánast sigraða um leið og það gerðist. Blikar sigldu heim 11 stiga sigri og eru komnir í fimmta sæti deildarinnar. Afhverju vann Breiðablik? Það má alvega segja að Valur hafi ekki náð neinum takti í sinn leik en það var Blikum að kenna. Þeir náðu að stíga vörnina vel og stálu t.d. 10 boltum af Val sem tapaði 16 boltum í heildina. Þeir náðu líka að halda áfram þegar þeir voru komnir í góða stöðu og þó að skotvalið hafi verið skrýtið, stundum, þá hjálpaði til að þeir gátu treyst á vörnina til að koma Val í erfið skot og gera þá ráðalausa í sókn sinni. Svo þegar sjálfstraustið jókst hjá Blikum þá komu frábærar sóknir í kjölfarið og leyfðu þeir Val að bragða á eigin meðali oft á tíðum með því að skera teiginn frábærlega. Það skilaði þeim mörgum körfum í lok leiksins. Hvað gekk illa? Sóknarleikur Valsmanna gekk illa. Sérstaklega í seinni hálfleik. Þeir skoruðu ekki nema 29 stig í honum og 11 stig í fjórða leikhluta. Skotprósentan hríðféll og fundu þeir engin færi og engar lausnir á leik Blika. Bestir á velllinum? Það eru margir til kallaðir, sérstaklega hjá Blikum, því liðsheildin var mikil hjá heimamönnum. Everage Richardson var stigahæstur með 23 stig en þegar litið er á framlagspunktana þá voru það Jeremy Smith og Julio De Assis sem voru framlagshæstir. Báðir skiluðu 20 framlagspunktum og unnu Blikar mínúturnar hans De Assis með 16 stigum. Hjá Val var Pablo Bertone stigahæstur með 22 stig og Kári Jónsson var honum næstur með 20 stig og sjö stoðsendingar. Það vantaði meira frá fleiri leikmönnum Vals í dag en t.d. þá töpuðu Valsarar mínútunum hans Callum Lawson með 15 stigum. Hvað næst? Það er skammt stórra högga á milli hjá Breiðablik sérstaklega því hitt toppliðið, Keflavík, bíður þeirra í næstu viku. Blikar unnu fyrri leikinn en nú verður leikið í Keflavík og Blikum líkar ekki við að ferðast of lang en það er spurning hvort Reykjanesbrautin sé innan marka fyrir þá. Valsmenn fá systurfélags sitt Hauka í heimsókn og drengirnir úr Hafnarfirði eru ekki nema tveimur stigum frá Valsmönnum. Það er því líklegt að um hörkuleik verði að ræða. Jeremy Smith: Hell yeah Jeremy Smith átti flottan leik fyrir sína menn í kvöldVísir/Pawel Jeremy Smith átti mjög góðan leik fyrir Breiðablik í kvöld og á köflum náði hann í mjög mikilvægar og stórar körfur hann spilaði vörnina líka mjög vel og átti mjög stóran þátt í að brjóta upp taphrinuna sem var komin upp í fjóra leiki. Hann var spurður að því fyrst og fremst hvernig tilfinningin væri að vinna loksins leik en þetta var fyrsti sigur Blika á þessu ári. „Mér líður vel. Það er mjög góð tilfinning að vera aftur kominn á sigurbraut. Tilfinningin er bara mjög góð.“ Eins og fram hefur komið þá áttu Blikar mjög góðan seinni hálfleik og var Jeremy spurður að því hvað hafi breyst í seinni háfleik en Valsmenn leiddu með átta stigum þá. „Við vitum að Valur er með gott lið en við héldum okkur bara við það sem við gerum best. Eftir því sem leið á leikinn þá óx sjálfstraustið hjá okkur og trúin á sigur einnig. Við stóðum saman og það gekk upp.“ Var þá um að ræða að andlegi styrkur liðsins hafi vegið meira en taktík og leikskipulag? „Blanda af báðu. Andlegi styrkurinn skipti miklu máli núna því við höfum verið að tapa leikjum og við þurftum að komast úr þeirri fýlu. Við þurftum að komast úr hausnum á sjálfum okkur og það er það sem gerðist í dag.“ Breiðablik nær að rísa upp í fimmta sæti eftir sigurinn í kvöld og var Jeremy spurður hversu hátt þetta lið gæti komist. „Við förum bara eins og við leyfum okkur að fara. Með fullri virðingu fyrir öðrum liðum þá getum við gert eitthvað sérstakt svo lengi sem við höldum okkur við okkar leik og leggjum okkur fram. Svo lengi sem vinnuframlagið er gott þá getum við farið eins hátt og okkur lystir.“ Jeremy var spurður að því hvort að í kvöld hafi verið besta varnarframmistaða Breiðabliks á þessu ári. „Hell yeah“, sagði kappinn hátt og snjallt og svo mörg voru þau orð.