Framlengingin: Núll prósent líkur að KR haldi sér uppi Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 10. janúar 2023 23:31 Strákarnir í Körfuboltakvöldi hafa ekki mikla trú á því að KR-ingar muni leika í efstu deild á næsta tímabili. Vísir/Stöð 2 Sport Strákarnir í Körfuboltakvöldi fóru um víðan völl eins og svo oft áður í Framlengingunni í seinasta þætti. Meðal þess sem þeir ræddu voru líkurnar á því að KR haldi sæti sínu í Subway-deildinni. „Förum í Framlenginguna, okkar allra bestu,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, stjórnandi þáttarins, í upphafi innslagsins. Fyrsta spurningin í Framlengingunni var nokkuð einföld: „Hvað gefiði KR miklar líkur á að bjarga sér frá falli?“ Jón Halldór Eðvaldsson, annar sérfræðingur þáttarins, var fljótur að svara og hann hefur greinilega enga trú á því að þetta gamla stórveldi muni leika í efstu deild á næsta tímabili. „Núll prósent,“ sagði Jón. „Ég held að þetta sé bara borin von.“ Teitur Örlygsson var ekki alveg jafn harður í sínum svörum, en gaf KR-ingum þó ekkert til að brosa yfir. „Við erum náttúrulega ekki búnir að sjá liðið sem þeir ætla að enda með. Það er leikmaður á leiðinni. Þannig að ég ætla að gefa þeim sjö prósent. Lucky seven.“ Jón dró þá aðeins í land og gaf vinum sínum í Vesturbænum örlitla vonarglætu. „Ef hann er rosalega góður þá hendi ég þremur prósentum á þetta,“ bætti Jón við. KR-ingar sitja í neðsta sæti deildarinnar með aðeins tvö stig eftir 12 leiki, fjórum stigum á eftir Þór Þ. og ÍR sem sitja í sætunum fyrir ofan. Það er því ljóst að verk er að vinna í Vesturbænum til að bjarga stórveldinu frá falli. Klippa: KBK_Framlenging 12 umferðar Næsta umræðuefni þeirra félaga var einmitt hvaða lið eru í fallhættu. Ásamt KR, Þór Þ. og ÍR vildu þeir félagar meina að Höttur og Stjarnan, sem bæði eru með tíu stig í áttunda og níunda sæti deildarinnar, þyrftu að fara að passa sig. Þeir voru sammála um það að bæði Þór Þ. og Ír ættu eitthvað inni og því gæti farið svo að þau lið fari að klífa upp töfluna. Strákarnir veltu einnig fyrir sér hvort Skagafjörðurinn ætti að láta sér dreyma um titilinn, hvað er það sem veldur fjölgun tæknivillna í deildinni og opinberri umræðu um dómara í Framlengingunni, en innslagið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan. Körfuboltakvöld Subway-deild karla Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Fleiri fréttir „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur Sjá meira
„Förum í Framlenginguna, okkar allra bestu,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, stjórnandi þáttarins, í upphafi innslagsins. Fyrsta spurningin í Framlengingunni var nokkuð einföld: „Hvað gefiði KR miklar líkur á að bjarga sér frá falli?“ Jón Halldór Eðvaldsson, annar sérfræðingur þáttarins, var fljótur að svara og hann hefur greinilega enga trú á því að þetta gamla stórveldi muni leika í efstu deild á næsta tímabili. „Núll prósent,“ sagði Jón. „Ég held að þetta sé bara borin von.“ Teitur Örlygsson var ekki alveg jafn harður í sínum svörum, en gaf KR-ingum þó ekkert til að brosa yfir. „Við erum náttúrulega ekki búnir að sjá liðið sem þeir ætla að enda með. Það er leikmaður á leiðinni. Þannig að ég ætla að gefa þeim sjö prósent. Lucky seven.“ Jón dró þá aðeins í land og gaf vinum sínum í Vesturbænum örlitla vonarglætu. „Ef hann er rosalega góður þá hendi ég þremur prósentum á þetta,“ bætti Jón við. KR-ingar sitja í neðsta sæti deildarinnar með aðeins tvö stig eftir 12 leiki, fjórum stigum á eftir Þór Þ. og ÍR sem sitja í sætunum fyrir ofan. Það er því ljóst að verk er að vinna í Vesturbænum til að bjarga stórveldinu frá falli. Klippa: KBK_Framlenging 12 umferðar Næsta umræðuefni þeirra félaga var einmitt hvaða lið eru í fallhættu. Ásamt KR, Þór Þ. og ÍR vildu þeir félagar meina að Höttur og Stjarnan, sem bæði eru með tíu stig í áttunda og níunda sæti deildarinnar, þyrftu að fara að passa sig. Þeir voru sammála um það að bæði Þór Þ. og Ír ættu eitthvað inni og því gæti farið svo að þau lið fari að klífa upp töfluna. Strákarnir veltu einnig fyrir sér hvort Skagafjörðurinn ætti að láta sér dreyma um titilinn, hvað er það sem veldur fjölgun tæknivillna í deildinni og opinberri umræðu um dómara í Framlengingunni, en innslagið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.
Körfuboltakvöld Subway-deild karla Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Fleiri fréttir „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur Sjá meira