Enn meiðslin hjá Davis setja tímabil Lakers í hættu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 24. desember 2022 09:46 Anthony Davis er meiddur og óttast er að hann spili ekki meira á tímabilinu. Vísir/Getty Anthony Davis, önnur af stórstjörnum Los Angeles Lakers í NBA deildinni í körfubolta, verður frá í ótilgreindan tíma. Óttast er að tímabil hans sé á enda og segja má að það endi tímabil Lakers í leiðinni. Frá því að Lakers varð NBA meistari í hálfgerðri einangrun í Orlando sumarið 2020 hefur lítið sem ekkert gengið upp hjá Lakers. Davis og LeBron James, hin stórstjarna liðsins, hafa verið meiddir til skiptis og komst liðið ekki einu sinni í úrslitakeppnina á síðustu leiktíð. Eftir að byrja hörmulega á yfirstandandi leiktíð var óttast að slíkt hið sama myndi gerast. Davis reif liðið hins vegar upp úr öldudalnum með frammistöðum sem hefðu skilað honum í umræðuna um verðmætasta leikmann deildarinnar hefði Lakers ekki byrjað svona illa. Þessi öflugi leikmaður, þegar hann er heill heilsu, meiddist hins vegar á dögunum og nú hefur Lakers staðfest að um álagsmeiðsli á hægri fæti sé að ræða. Þar sem ekki er gefið upp hversu lengi hann er frá er talið að Davis gæti hafa spilað sinn síðasta leik á leiktíðinni. After extensive consultation with Lakers team physicians and outside specialists, it has been determined that Anthony Davis has a stress injury in his right foot. Davis will be out indefinitely. Further updates will be provided when appropriate.— Los Angeles Lakers (@Lakers) December 23, 2022 Lakers mætti arfaslöku liði Charlotte Hornets í nótt og beið lægri hlut, sjá mátti augljóslega að Lakers er hvorki fugl né fiskur án Davis, lokatölur 134-130 Hornets í vil. Var þetta þriðja tap Lakers í röð. LeBron skoraði 34 stig og Austin Reaves 20 en það dugði skammt þar sem Lakers spilaði enga vörn. PJ Washington var með 24 stig í liði Hornets á meðan Terry Rozier og LaMelo Ball skoruðu 23 stig hvor. 34 PTS8 AST4 3PMLeBron drops his 6th straight 30 point game. pic.twitter.com/BNXMOpCHHC— NBA (@NBA) December 24, 2022 Hornets eru í 14. sæti Austurdeildar með 9 sigra í 33 leikjum á meðan Lakers er í 13. sæti Vesturdeildar með 13 sigra í 32 leikjum. Körfubolti NBA Mest lesið Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Handbolti Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Handbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Cecelía Rán hélt hreinu í góðum sigri Fótbolti Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Sjá meira
Frá því að Lakers varð NBA meistari í hálfgerðri einangrun í Orlando sumarið 2020 hefur lítið sem ekkert gengið upp hjá Lakers. Davis og LeBron James, hin stórstjarna liðsins, hafa verið meiddir til skiptis og komst liðið ekki einu sinni í úrslitakeppnina á síðustu leiktíð. Eftir að byrja hörmulega á yfirstandandi leiktíð var óttast að slíkt hið sama myndi gerast. Davis reif liðið hins vegar upp úr öldudalnum með frammistöðum sem hefðu skilað honum í umræðuna um verðmætasta leikmann deildarinnar hefði Lakers ekki byrjað svona illa. Þessi öflugi leikmaður, þegar hann er heill heilsu, meiddist hins vegar á dögunum og nú hefur Lakers staðfest að um álagsmeiðsli á hægri fæti sé að ræða. Þar sem ekki er gefið upp hversu lengi hann er frá er talið að Davis gæti hafa spilað sinn síðasta leik á leiktíðinni. After extensive consultation with Lakers team physicians and outside specialists, it has been determined that Anthony Davis has a stress injury in his right foot. Davis will be out indefinitely. Further updates will be provided when appropriate.— Los Angeles Lakers (@Lakers) December 23, 2022 Lakers mætti arfaslöku liði Charlotte Hornets í nótt og beið lægri hlut, sjá mátti augljóslega að Lakers er hvorki fugl né fiskur án Davis, lokatölur 134-130 Hornets í vil. Var þetta þriðja tap Lakers í röð. LeBron skoraði 34 stig og Austin Reaves 20 en það dugði skammt þar sem Lakers spilaði enga vörn. PJ Washington var með 24 stig í liði Hornets á meðan Terry Rozier og LaMelo Ball skoruðu 23 stig hvor. 34 PTS8 AST4 3PMLeBron drops his 6th straight 30 point game. pic.twitter.com/BNXMOpCHHC— NBA (@NBA) December 24, 2022 Hornets eru í 14. sæti Austurdeildar með 9 sigra í 33 leikjum á meðan Lakers er í 13. sæti Vesturdeildar með 13 sigra í 32 leikjum.
Körfubolti NBA Mest lesið Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Handbolti Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Handbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Cecelía Rán hélt hreinu í góðum sigri Fótbolti Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Sjá meira