Björn fær nýra úr mömmu: „Vissi að þetta yrði endastöðin“ Sindri Sverrisson skrifar 22. nóvember 2022 08:01 Björn Kristjánsson með móður sinni Berglindi Steffensen eftir síðasta Íslandsmeistaratitil hans með KR. Úr einkasafni „Vegna þess hve léleg nýrun eru orðin þá má ég ekki við því aukaálagi sem fylgir því að æfa og spila körfubolta,“ segir KR-ingurinn Björn Kristjánsson sem neyðst hefur til að leggja körfuboltaskóna á hilluna. Björn er nýorðinn þrítugur og hafði í hyggju að spila körfubolta áfram næstu árin, eftir að hafa unnið fjóra Íslandsmeistaratitla á sínum ferli. Nú er hins vegar ljóst að leikirnir verða ekki fleiri hjá þessum sterkbyggða bakverði. „Ég er með nýrnasjúkdóm sem er kominn það langt að ég er á lokastigum fram að nýrnabilun. Það þýðir að ég þarf nýtt nýra og það stendur til að ég fái það í byrjun febrúar á næsta ári,“ segir Björn. Hann greindist með nýrnasjúkdóm sinn árið 2017 en það háði honum þó ekki að neinu marki fyrr en í sumar. Fram undan er aðgerð á Íslandi þar sem Björn mun fá nýra úr móður sinni. Björn Kristjánsson fagnaði mörgum góðum sigrum í KR-heimilinu, meðal annars í úrslitaeinvíginu gegn ÍR 2019.vísir/Daníel „Maður finnur oftast ekki fyrir þessu fyrr en komið er á lokametra sjúkdómsins. Ég fór að taka eftir þessu þegar ég var úti í Kaupmannahöfn í sumar, svo ég hitti ekki lækninn minn strax, en ég fékk svo að vita það í september að þetta væri staðan og að núna þyrfti að finna nýra sem að passaði við mig. Ég átti að fá að spila fram að áramótum en um miðjan október var ég orðinn töluvert verri og læknirinn ráðlagði mér að hætta strax,“ segir Björn í samtali við Vísi. Mamma sem betur fer heilbrigð „Ég er orkulaus, lystarlaus og sífellt þreyttur, fæ hausverk og þrútna mikið á löppunum, bara eins og ólétt kona. Nýrun ná ekki að hreinsa vökvann sem flæðir í gegn og hann safnast fyrir í löppunum. En mér líður ekkert illa og maður getur varla kvartað. Vonandi helst þetta þannig fram að aðgerð en annars þarf ég að fara í skilun,“ segir Björn. „Til hamingju með frábæran feril. Ég elska þig Björn. Gangi þér vel í vetur,“ sagði Kristófer Acox við góðvin sinn í viðtali eftir leik KR og Vals í fyrrakvöld. Björn er vitaskuld þakklátur móður sinni fyrir að bjarga honum um nýra: „Ég fer í aðgerðina hér heima og ég var svo heppinn með það að mamma ætlar að gefa mér nýra. Hún er svo gott sem búin í öllum testum og nýrað passar. Ég vissi alltaf af þeim möguleika að foreldrar mínir væru í sama blóðflokki og ég, og að foreldrar eru yfirleitt gott „match“. Sem betur fer er mamma bara heilbrigð og með nýru og annað í lagi, svo að hún getur gert þetta,“ segir Björn. Björn Kristjánsson var óhræddur við að taka af skarið þegar á þurfti að halda í leikjum KR.VÍSIR/BÁRA Björn bendir á að í raun þurfi fólk aðeins eitt starfandi nýra: „Þá á maður að geta lifað bara góðu lífi, ef allt fer eins og það á að fara. En ég spila ekki körfubolta aftur.“ Hættir því nýja nýrað er ekki eins vel varið Ástæðan er sú að nýrað sem Björn fær úr mömmu sinni verður sett í kviðarholið og er þar ekki eins vel varið og gömlu nýrun, sem látin verða ósnert. Árekstur í körfuboltaleik gæti þannig reynst hættulegur. „Ef ég fengi slæmt högg gæti það farið beint í nýrað. Mamma er ekki með annað til að gefa mér og ég get ekki verið að ræna nýrum af öllum systkinum mínum bara til að geta spilað. Læknirinn mælti því alls ekki með því að spila meira. Ég reyni að hugsa ekki of mikið um það núna en að sama skapi er gott að gefa það út að ég spili ekki meira, að minnsta kosti eins og staðan er núna,“ segir Björn sem hafði búist við að geta spilað nokkurn veginn eins lengi og hann langaði til. Björn Kristjánsson með boltann í oddaleiknum gegn ÍR 2019 þegar hann varð Íslandsmeistari í fjórða sinn.VÍSIR/DANÍEL Bjóst við að geta spilað næstu árin „Ég vissi að þetta yrði endastöðin, alveg frá því að ég greindist fyrst með sjúkdóminn. Nýrun verða bara verri og verri – það er engin lækning, þó að lyf haldi sjúkdómnum niðri. Ég vissi að þetta myndi gerast en ekki að það yrði svona fljótt. Í maí áttu enn að vera 4-5 ár í þetta og ég hugsaði með mér að þá yrði hvort sem er komið að lokametrunum á ferlinum, svo ég hélt að lífstílsbreytingin yrði ekki svo mikil. En að þurfa allt í einu að hætta svona er svolítið högg,“ segir Björn. Hann segir lítið hægt að segja til um ástæður nýrnasjúkdómsins. „Þetta er bara gamla „góða“ óheppnin,“ segir Björn léttur. „Ég er reyndar með annan sjálfsofnæmissjúkdóm, Crohns, sem ég er búinn að vera með í tólf ár. Það eru víst ákveðnar líkur á að fá annan sjúkdóm ef maður er með einn. En ég hef verið rosalega heppinn hvað lyfjagjöfina varðar með Crohns, sem hefur haldið þeim sjúkdómi alveg niðri,“ bætir hann við. Björn Kristjánsson náði að spila tvo leiki fyrir KR á þessari leiktíð en svo voru nýrun orðin of léleg.VÍSIR/BÁRA „Mjög ánægður, þakklátur og heppinn“ Björn var eins og fyrr segir hluti af afskaplega sigursælu liði KR sem rakaði inn Íslandsmeistaratitlum ár eftir ár. Hann hefur haldið tryggð við félagið eftir að síga fór á ógæfuhliðina hjá því og hugðist taka þátt í að lyfta því upp aftur. Nýrun koma hins vegar í veg fyrir það. „Auðvitað er ég mjög ánægður, þakklátur og heppinn að hafa unnið alla þessa titla og spilað með öllum þessum gaurum sem ég spilaði með. Ég geri mér alveg grein fyrir því, sérstaklega núna, hvað það var merkilegt. Það eru ekki margir sem taka þátt í svona, vinna svona oft og fá að spila svona marga stóra leiki. Ég er alveg sáttur, en sem íþróttamaður þá fannst mér ég eiga nóg eftir. Ég fór í aðgerð á mjöðminni fyrir tveimur árum og hafði verið að vinna mig til baka, KR er aðeins að ströggla, og það var hungur í mér til að halda áfram. Ég var alls ekki tilbúinn að hætta og ætlaði mér bara að spila eins lengi og nýrun leyfðu. En þegar ég horfi til baka er ég mjög stoltur og þakklátur.“ Subway-deild karla KR Körfubolti Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Fleiri fréttir „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur Sjá meira
Björn er nýorðinn þrítugur og hafði í hyggju að spila körfubolta áfram næstu árin, eftir að hafa unnið fjóra Íslandsmeistaratitla á sínum ferli. Nú er hins vegar ljóst að leikirnir verða ekki fleiri hjá þessum sterkbyggða bakverði. „Ég er með nýrnasjúkdóm sem er kominn það langt að ég er á lokastigum fram að nýrnabilun. Það þýðir að ég þarf nýtt nýra og það stendur til að ég fái það í byrjun febrúar á næsta ári,“ segir Björn. Hann greindist með nýrnasjúkdóm sinn árið 2017 en það háði honum þó ekki að neinu marki fyrr en í sumar. Fram undan er aðgerð á Íslandi þar sem Björn mun fá nýra úr móður sinni. Björn Kristjánsson fagnaði mörgum góðum sigrum í KR-heimilinu, meðal annars í úrslitaeinvíginu gegn ÍR 2019.vísir/Daníel „Maður finnur oftast ekki fyrir þessu fyrr en komið er á lokametra sjúkdómsins. Ég fór að taka eftir þessu þegar ég var úti í Kaupmannahöfn í sumar, svo ég hitti ekki lækninn minn strax, en ég fékk svo að vita það í september að þetta væri staðan og að núna þyrfti að finna nýra sem að passaði við mig. Ég átti að fá að spila fram að áramótum en um miðjan október var ég orðinn töluvert verri og læknirinn ráðlagði mér að hætta strax,“ segir Björn í samtali við Vísi. Mamma sem betur fer heilbrigð „Ég er orkulaus, lystarlaus og sífellt þreyttur, fæ hausverk og þrútna mikið á löppunum, bara eins og ólétt kona. Nýrun ná ekki að hreinsa vökvann sem flæðir í gegn og hann safnast fyrir í löppunum. En mér líður ekkert illa og maður getur varla kvartað. Vonandi helst þetta þannig fram að aðgerð en annars þarf ég að fara í skilun,“ segir Björn. „Til hamingju með frábæran feril. Ég elska þig Björn. Gangi þér vel í vetur,“ sagði Kristófer Acox við góðvin sinn í viðtali eftir leik KR og Vals í fyrrakvöld. Björn er vitaskuld þakklátur móður sinni fyrir að bjarga honum um nýra: „Ég fer í aðgerðina hér heima og ég var svo heppinn með það að mamma ætlar að gefa mér nýra. Hún er svo gott sem búin í öllum testum og nýrað passar. Ég vissi alltaf af þeim möguleika að foreldrar mínir væru í sama blóðflokki og ég, og að foreldrar eru yfirleitt gott „match“. Sem betur fer er mamma bara heilbrigð og með nýru og annað í lagi, svo að hún getur gert þetta,“ segir Björn. Björn Kristjánsson var óhræddur við að taka af skarið þegar á þurfti að halda í leikjum KR.VÍSIR/BÁRA Björn bendir á að í raun þurfi fólk aðeins eitt starfandi nýra: „Þá á maður að geta lifað bara góðu lífi, ef allt fer eins og það á að fara. En ég spila ekki körfubolta aftur.“ Hættir því nýja nýrað er ekki eins vel varið Ástæðan er sú að nýrað sem Björn fær úr mömmu sinni verður sett í kviðarholið og er þar ekki eins vel varið og gömlu nýrun, sem látin verða ósnert. Árekstur í körfuboltaleik gæti þannig reynst hættulegur. „Ef ég fengi slæmt högg gæti það farið beint í nýrað. Mamma er ekki með annað til að gefa mér og ég get ekki verið að ræna nýrum af öllum systkinum mínum bara til að geta spilað. Læknirinn mælti því alls ekki með því að spila meira. Ég reyni að hugsa ekki of mikið um það núna en að sama skapi er gott að gefa það út að ég spili ekki meira, að minnsta kosti eins og staðan er núna,“ segir Björn sem hafði búist við að geta spilað nokkurn veginn eins lengi og hann langaði til. Björn Kristjánsson með boltann í oddaleiknum gegn ÍR 2019 þegar hann varð Íslandsmeistari í fjórða sinn.VÍSIR/DANÍEL Bjóst við að geta spilað næstu árin „Ég vissi að þetta yrði endastöðin, alveg frá því að ég greindist fyrst með sjúkdóminn. Nýrun verða bara verri og verri – það er engin lækning, þó að lyf haldi sjúkdómnum niðri. Ég vissi að þetta myndi gerast en ekki að það yrði svona fljótt. Í maí áttu enn að vera 4-5 ár í þetta og ég hugsaði með mér að þá yrði hvort sem er komið að lokametrunum á ferlinum, svo ég hélt að lífstílsbreytingin yrði ekki svo mikil. En að þurfa allt í einu að hætta svona er svolítið högg,“ segir Björn. Hann segir lítið hægt að segja til um ástæður nýrnasjúkdómsins. „Þetta er bara gamla „góða“ óheppnin,“ segir Björn léttur. „Ég er reyndar með annan sjálfsofnæmissjúkdóm, Crohns, sem ég er búinn að vera með í tólf ár. Það eru víst ákveðnar líkur á að fá annan sjúkdóm ef maður er með einn. En ég hef verið rosalega heppinn hvað lyfjagjöfina varðar með Crohns, sem hefur haldið þeim sjúkdómi alveg niðri,“ bætir hann við. Björn Kristjánsson náði að spila tvo leiki fyrir KR á þessari leiktíð en svo voru nýrun orðin of léleg.VÍSIR/BÁRA „Mjög ánægður, þakklátur og heppinn“ Björn var eins og fyrr segir hluti af afskaplega sigursælu liði KR sem rakaði inn Íslandsmeistaratitlum ár eftir ár. Hann hefur haldið tryggð við félagið eftir að síga fór á ógæfuhliðina hjá því og hugðist taka þátt í að lyfta því upp aftur. Nýrun koma hins vegar í veg fyrir það. „Auðvitað er ég mjög ánægður, þakklátur og heppinn að hafa unnið alla þessa titla og spilað með öllum þessum gaurum sem ég spilaði með. Ég geri mér alveg grein fyrir því, sérstaklega núna, hvað það var merkilegt. Það eru ekki margir sem taka þátt í svona, vinna svona oft og fá að spila svona marga stóra leiki. Ég er alveg sáttur, en sem íþróttamaður þá fannst mér ég eiga nóg eftir. Ég fór í aðgerð á mjöðminni fyrir tveimur árum og hafði verið að vinna mig til baka, KR er aðeins að ströggla, og það var hungur í mér til að halda áfram. Ég var alls ekki tilbúinn að hætta og ætlaði mér bara að spila eins lengi og nýrun leyfðu. En þegar ég horfi til baka er ég mjög stoltur og þakklátur.“
Subway-deild karla KR Körfubolti Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Fleiri fréttir „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur Sjá meira