Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Keflavík 97-82 | Blikar fyrstir til að leggja Keflvíkinga Dagur Lárusson skrifar 27. október 2022 22:08 Breiðablik vann öruggan sigur gegn Keflavík í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Breiðablik vann í kvöld nokkuð öruggan 15 stiga sigur er liðið heimsótti Keflvíkinga í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. Lokatölur 97-82, en fyrir leikinn var Keflvaík eitt af tveimur taplausum liðum deildarinnar. Keflavík sat í öðru sæti deildarinnar með sex stig fyrir leikinn á meðan Breiðablik var neðar með fjögur stig. Í byrjun fyrsta leikhluta voru það Blikar sem voru með öll völdin á vellinum. Þeir stálu boltanum nokkrum sinnum af Keflvíkingum og æddu upp völlinn trekk í trekk. Staðan var því orðin 8-2 eftir þrjár mínútur en þá tóku Keflvíkingar við sér. Frá fimmtu mínútu og út leikhlutann skoraði Breiðablik aðeins fimm stig á meðan Keflavík skoraði sextán. Staðan 13-24 eftir fyrsta leikhluta. En það var síðan í öðrum leikhluta þar sem Blikar tóku aftur við sér og eftir það litu þeir ekki til baka. Everage fór á kostum í þessum leikhluta og Keflvíkingar réðu einfaldlega ekki við hann. Keflavík var með tíu færri stig í þessum leikhluta heldur en í þeim fyrsta á meðan Breiðablik var með 37 stig. Staðan í hálfleik 50-38, ótrúlegur viðsnúningur. Í þriðja og fjórða leikhluta spilaðist leikurinn á mjög svipaðan hátt og í öðrum leikhluta. Blikar voru með öll völdin á vellinum og Keflvíkingar virtust vonlausir á köflum. Staðan eftir þriðja leikhluta var 74-58 og lokatölur voru síðan 97-82. Stigahæstur hjá Blikum var Everage með 26 stig en á eftir honum var það Jeremy með 20 og síðan Árni Elmar með 19. Af hverju vann Breiðablik? Munurinn á liðunum í kvöld var krafturinn, hann var allur Blika meginn. Hjalti Þór, þjálfari Keflavíkur, talaði sérstaklega um það í viðtali eftir leik. Hverjir stóðu uppúr? Everage var algjörlega frábær í þessum leik sem og Jeremy. Þeir voru báðir svo snöggir og Keflvíkingar réðu ekkert við þá. Hvað fór illa? Eins og kemur fram hér að ofan þá vantaði allan kraft í lið Keflavíkur, þeir virtust vonlausir gagnvart þessu hraða og kraftmikla Blika liði. Hvað gerist næst? Næsti leikur Blika er gegn ÍR þann 3.nóvember og sama kvöld tekur Keflavík á móti Haukum. Hjalti Þór: Þeir voru miklu kraftmeiri Hjalti Þór Vilhjálmsson, þjálfari Keflavíkur.Vísir/Hulda Margrét „Blikarnir voru einfaldlega mikl kraftmeiri en við í þessum leik og það var munurinn á liðunum,” byrjaði Hjalti Þór Vilhjálmsson, þjálfari Keflavíkur, að segja í viðtali eftir leik. „Við vorum rosalega mikið á hælunum og vorum ekki tilbúnir í þennan leik. Við byrjum leikinn ágætlega, en fyrir utan fyrstu fimm mínúturnar af leiknum þá vorum við arfaslakir,” hélt Hjalti Þór áfram. Hjalti vildi meina að munurinn á liðunum hafi einfaldlega verið krafturinn. „Já það er frekar augljóst. Þeir voru að skjóta illa fyrir utan þriggja stiga línuna sem er eitthvað sem þeir lifa svolítið á en samt sem áður ná þeir að vinna okkur, það segir eitthvað til um það hvar munurinn var á liðunum.” „Um leið og við lendum undir í leiknum þá fórum við í einhverja skel og förum gera mikið af mistökum. Þetta var einfaldlega mjög lélegt,” sagði Hjalti þór að lokum. Pétur Ingvarsson: Unnum besta liðið á landinu með tuttugu stigum Pétur Ingvarsson, þjálfari Breiðabliks.Vísir/Hulda Margrét „Já ég er virkilega sáttur, við vorum að vinna liðið sem flestir telja að sé besta liðið á landinu,” byrjaði Pétur Ingvarsson, þjálfari Breiðabliks, að segja í viðtali eftir leik. „Við vinnum besta liðið á landinu með tuttugu stigum hérna á heimavelli og það er bara frábært,” hélt Pétur áfram. Pétur var sammála Hjalta með það að krafturinn í liði Blika hafi verið lykillinn að sigrinum. „Já ég myndi nú segja það líka. En þeir auðvitað gerðu þetta mjög erfitt fyrir sig sjálfa með því að gera mikið af mistökum. Þeir reyndu mikið af þriggja stiga skotum sem voru ekki að fara niður og voru almennt að spila körfubolta sem hentar þeim illa.” Þegar Pétur var spurður út í áherslubreytingar í öðrum leikhluta eða þegar liðið hans fór almennilega í gang var svarið hans einfalt. „Ég sagði við þá að þeir þyrftu að hafa meira gaman að þessu, það var það einfalt,” sagði Pétur að lokum. Subway-deild karla Breiðablik Keflavík ÍF
Breiðablik vann í kvöld nokkuð öruggan 15 stiga sigur er liðið heimsótti Keflvíkinga í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. Lokatölur 97-82, en fyrir leikinn var Keflvaík eitt af tveimur taplausum liðum deildarinnar. Keflavík sat í öðru sæti deildarinnar með sex stig fyrir leikinn á meðan Breiðablik var neðar með fjögur stig. Í byrjun fyrsta leikhluta voru það Blikar sem voru með öll völdin á vellinum. Þeir stálu boltanum nokkrum sinnum af Keflvíkingum og æddu upp völlinn trekk í trekk. Staðan var því orðin 8-2 eftir þrjár mínútur en þá tóku Keflvíkingar við sér. Frá fimmtu mínútu og út leikhlutann skoraði Breiðablik aðeins fimm stig á meðan Keflavík skoraði sextán. Staðan 13-24 eftir fyrsta leikhluta. En það var síðan í öðrum leikhluta þar sem Blikar tóku aftur við sér og eftir það litu þeir ekki til baka. Everage fór á kostum í þessum leikhluta og Keflvíkingar réðu einfaldlega ekki við hann. Keflavík var með tíu færri stig í þessum leikhluta heldur en í þeim fyrsta á meðan Breiðablik var með 37 stig. Staðan í hálfleik 50-38, ótrúlegur viðsnúningur. Í þriðja og fjórða leikhluta spilaðist leikurinn á mjög svipaðan hátt og í öðrum leikhluta. Blikar voru með öll völdin á vellinum og Keflvíkingar virtust vonlausir á köflum. Staðan eftir þriðja leikhluta var 74-58 og lokatölur voru síðan 97-82. Stigahæstur hjá Blikum var Everage með 26 stig en á eftir honum var það Jeremy með 20 og síðan Árni Elmar með 19. Af hverju vann Breiðablik? Munurinn á liðunum í kvöld var krafturinn, hann var allur Blika meginn. Hjalti Þór, þjálfari Keflavíkur, talaði sérstaklega um það í viðtali eftir leik. Hverjir stóðu uppúr? Everage var algjörlega frábær í þessum leik sem og Jeremy. Þeir voru báðir svo snöggir og Keflvíkingar réðu ekkert við þá. Hvað fór illa? Eins og kemur fram hér að ofan þá vantaði allan kraft í lið Keflavíkur, þeir virtust vonlausir gagnvart þessu hraða og kraftmikla Blika liði. Hvað gerist næst? Næsti leikur Blika er gegn ÍR þann 3.nóvember og sama kvöld tekur Keflavík á móti Haukum. Hjalti Þór: Þeir voru miklu kraftmeiri Hjalti Þór Vilhjálmsson, þjálfari Keflavíkur.Vísir/Hulda Margrét „Blikarnir voru einfaldlega mikl kraftmeiri en við í þessum leik og það var munurinn á liðunum,” byrjaði Hjalti Þór Vilhjálmsson, þjálfari Keflavíkur, að segja í viðtali eftir leik. „Við vorum rosalega mikið á hælunum og vorum ekki tilbúnir í þennan leik. Við byrjum leikinn ágætlega, en fyrir utan fyrstu fimm mínúturnar af leiknum þá vorum við arfaslakir,” hélt Hjalti Þór áfram. Hjalti vildi meina að munurinn á liðunum hafi einfaldlega verið krafturinn. „Já það er frekar augljóst. Þeir voru að skjóta illa fyrir utan þriggja stiga línuna sem er eitthvað sem þeir lifa svolítið á en samt sem áður ná þeir að vinna okkur, það segir eitthvað til um það hvar munurinn var á liðunum.” „Um leið og við lendum undir í leiknum þá fórum við í einhverja skel og förum gera mikið af mistökum. Þetta var einfaldlega mjög lélegt,” sagði Hjalti þór að lokum. Pétur Ingvarsson: Unnum besta liðið á landinu með tuttugu stigum Pétur Ingvarsson, þjálfari Breiðabliks.Vísir/Hulda Margrét „Já ég er virkilega sáttur, við vorum að vinna liðið sem flestir telja að sé besta liðið á landinu,” byrjaði Pétur Ingvarsson, þjálfari Breiðabliks, að segja í viðtali eftir leik. „Við vinnum besta liðið á landinu með tuttugu stigum hérna á heimavelli og það er bara frábært,” hélt Pétur áfram. Pétur var sammála Hjalta með það að krafturinn í liði Blika hafi verið lykillinn að sigrinum. „Já ég myndi nú segja það líka. En þeir auðvitað gerðu þetta mjög erfitt fyrir sig sjálfa með því að gera mikið af mistökum. Þeir reyndu mikið af þriggja stiga skotum sem voru ekki að fara niður og voru almennt að spila körfubolta sem hentar þeim illa.” Þegar Pétur var spurður út í áherslubreytingar í öðrum leikhluta eða þegar liðið hans fór almennilega í gang var svarið hans einfalt. „Ég sagði við þá að þeir þyrftu að hafa meira gaman að þessu, það var það einfalt,” sagði Pétur að lokum.