Vandræði FCK halda áfram eftir tap í Íslendingaslag | Lyngy enn í leit að sínum fyrsta sigri Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 18. september 2022 17:57 Ísak Bergmann Jóhannesson lagði upp eina mark FCK í tapinu í dag. EPA-EFE/Liselotte Sabroe Dönsku meistararnir í FCK hafa nú tapað sex af fyrstu tíu leikjum tímabils eftir 2-1 tap gegn Midtjylland í Íslendingaslag dönsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í dag. Ísak Bergmann Jóhannesson og Hákon Arnar Haraldsson voru báðir í byrjunarliði FCK í dag, en voru báðir teknir af velli um miðjan síðari hálfleik. Orri Steinn Óskarsson kom inn af varamannabekknum fyrir FCK þegar um fimm mínútur voru til leiksloka, en Elías Rafn Ólafsson sat allan tíman á bekknum hjá Midtjylland. Það voru heimamenn í Midtjylland sem tóku forystuna í dag með marki af vítapunktinum strax á 18. mínútu leiksins. Dönsku meistararnir jöfnuðu þó metin sjö mínútum síðar þegar Mohamed Daramy kom boltanum í netið eftir stoðsendingu frá Ísaki Bergmann. Heimamenn tóku þó forystuna á nýjan leik þegar um tíu mínútur voru eftir af fyrri hálfleik, en gestirnir fengu gullið tækifæri til að jafna metin aftur í uppbótartíma fyrri hálfleiks þegar þeir fengu vítaspyrnu. Viktor Claesson fór á punktinn, en skaut yfir og staðan því 2-1 þegar gengið var til búningsherbergja. Ekki tókst liðunum að bæta við mörkum í síðari hálfleik og niðurstaðan varð því 3-1 sigur heimamanna. Midtjylland situr nú í sjöunda sæti deildarinnar með 13 stig eftir tíu leiki, einu stigi meira en FCK sem situr í níunda sæti. På trods af en kamp med masser af små og store FCK-chancer - heriblandt et misbrugt straffepark - endte det alligevel med et smalt og ikke mindst ærgerligt nederlag på Heden. #fcmfck | #fcklive pic.twitter.com/fQ11Bkb7Jd— F.C. København LIVE! (@FCKobenhavnLIVE) September 18, 2022 Þá mátti Íslendingalið Lyngby undir stjórn Freys Alexandersonar einnig þola 0-2 tap er liðið heimsótti OB. Sævar Magnússon og Alfreð Finnbogason voru báðir í byrjunarliði Lyngby, en liðið situr sem fastast á botni deildarinnar með aðeins þrjú stig eftir tíu leiki og er enn án sigurs. Að lokum lék Stefán Teitur Þórðarson allan leikinn í naumu 3-2 tapi Silkeborg gegn toppliði Randers. Stefán og félagar sitja nú í fjórða sæti deildarinnar með 16 stig eftir tíu leiki, sex stigum á eftir Randers. Danski boltinn Mest lesið Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Fótbolti Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Handbolti Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Handbolti Cecelía Rán hélt hreinu í góðum sigri Fótbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ Fótbolti „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Fótbolti Fleiri fréttir Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Cecelía Rán hélt hreinu í góðum sigri Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Aron Einar miðvörður í Niksic Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Sjá meira
Ísak Bergmann Jóhannesson og Hákon Arnar Haraldsson voru báðir í byrjunarliði FCK í dag, en voru báðir teknir af velli um miðjan síðari hálfleik. Orri Steinn Óskarsson kom inn af varamannabekknum fyrir FCK þegar um fimm mínútur voru til leiksloka, en Elías Rafn Ólafsson sat allan tíman á bekknum hjá Midtjylland. Það voru heimamenn í Midtjylland sem tóku forystuna í dag með marki af vítapunktinum strax á 18. mínútu leiksins. Dönsku meistararnir jöfnuðu þó metin sjö mínútum síðar þegar Mohamed Daramy kom boltanum í netið eftir stoðsendingu frá Ísaki Bergmann. Heimamenn tóku þó forystuna á nýjan leik þegar um tíu mínútur voru eftir af fyrri hálfleik, en gestirnir fengu gullið tækifæri til að jafna metin aftur í uppbótartíma fyrri hálfleiks þegar þeir fengu vítaspyrnu. Viktor Claesson fór á punktinn, en skaut yfir og staðan því 2-1 þegar gengið var til búningsherbergja. Ekki tókst liðunum að bæta við mörkum í síðari hálfleik og niðurstaðan varð því 3-1 sigur heimamanna. Midtjylland situr nú í sjöunda sæti deildarinnar með 13 stig eftir tíu leiki, einu stigi meira en FCK sem situr í níunda sæti. På trods af en kamp med masser af små og store FCK-chancer - heriblandt et misbrugt straffepark - endte det alligevel med et smalt og ikke mindst ærgerligt nederlag på Heden. #fcmfck | #fcklive pic.twitter.com/fQ11Bkb7Jd— F.C. København LIVE! (@FCKobenhavnLIVE) September 18, 2022 Þá mátti Íslendingalið Lyngby undir stjórn Freys Alexandersonar einnig þola 0-2 tap er liðið heimsótti OB. Sævar Magnússon og Alfreð Finnbogason voru báðir í byrjunarliði Lyngby, en liðið situr sem fastast á botni deildarinnar með aðeins þrjú stig eftir tíu leiki og er enn án sigurs. Að lokum lék Stefán Teitur Þórðarson allan leikinn í naumu 3-2 tapi Silkeborg gegn toppliði Randers. Stefán og félagar sitja nú í fjórða sæti deildarinnar með 16 stig eftir tíu leiki, sex stigum á eftir Randers.
Danski boltinn Mest lesið Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Fótbolti Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Handbolti Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Handbolti Cecelía Rán hélt hreinu í góðum sigri Fótbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ Fótbolti „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Fótbolti Fleiri fréttir Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Cecelía Rán hélt hreinu í góðum sigri Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Aron Einar miðvörður í Niksic Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Sjá meira