Sjáðu mark númer hundrað, líflínu Birgis og mörkin úr stórleiknum Sindri Sverrisson skrifar 12. september 2022 09:01 FH-ingar fögnuðu frábærum og afar mikilvægum sigri gegn ÍA. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Spennan er mikil í Bestu deild karla nú þegar aðeins ein umferð er eftir þar til að deildinni verður skipt í tvennt. Öll mörkin úr næstsíðustu umferðinni má nú sjá hér á Vísi. Víkingur og KA náðu að saxa á forskot Breiðabliks á toppnum í gær, og nú munar aðeins sex stigum á Breiðabliki og Víkingi. Baráttan í neðsta hlutanum er hörð þar sem fimm stig skilja að ÍA á botninum og ÍBV í 9. sæti, og Stjarnan gæti misst sæti sitt í efri hlutanum til Fram eða Keflavíkur þegar deildinni verður skipt upp eftir leikina næsta laugardag. Stórleikur gærdagsins var á Akureyri þar sem KA vann Breiðablik 2-1 með sigurmarki Hallgríms Mars Steingrímssonar úr vítaspyrnu í lokin. Rodri hafði komið KA yfir en Viktor Karl Einarsson jafnað metin. Klippa: Mörkin úr leik KA og Breiðabliks Óvæntustu úrslitin voru í Breiðholti þar sem Leiknismenn, eftir 9-0 tap í síðustu umferð, unnu Val 1-0 þrátt fyrir að vera manni færri í sjötíu mínútur. Birgir Baldvinsson skoraði sigurmarkið tíu mínútum fyrir leikslok. Klippa: Sigurmark Leiknis vegn Val FH vann nauðsynlegan sigur gegn ÍA í fallslag í Kaplakrika, 6-1, þar sem Steven Lennon skoraði sitt hundraðasta mark í efstu deild á Íslandi. Vuk Oskar Dimitrijevic skoraði tvö marka FH og þeir Matthías Vilhjálmsson, Oliver Hreiðarsson og Máni Austmann Hilmarsson eitt mark hver, en Steinar Þorsteinsson skoraði mark Skagamanna. Klippa: Mörkin úr leik FH og ÍA Öll mörk Víkings í 3-0 sigrinum gegn Keflavík komu í fyrri hálfleik en þau skoruðu Danijel Dejan Djuric, Helgi Guðjónsson, úr víti, og Ari Sigurpálsson. Klippa: Mörkin úr leik Keflavíkur og Víkings KR tryggði sér sess í efri hluta deildarinnar með 3-1 sigri gegn Stjörnunni. Theodór Elmar Bjarnason skoraði fallegt mark til að koma KR yfir og Stefán Árni Geirsson bætti við tveimur áður en Jóhann Árni Gunnarsson náði að minnka muninn af vítapunktinum í lokin. Klippa: Mörkin úr leik KR og Stjörnunnar Nú þegar Nökkvi Þeyr Þórisson er farinn til Belgíu er Guðmundur Magnússon orðinn markahæstur af þeim sem enn eru með í deildinni, því hann skoraði bæði mörk Fram í 2-2 jafnteflinu við ÍBV í Vestmannaeyjum í gær. Alex Freyr Hilmarsson og Telmo Castanheira jöfnuðu metin í tvígang fyrir ÍBV. Klippa: Mörkin úr leik ÍBV og Fram Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Besta deild karla Fótbolti Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Fleiri fréttir Cecelía Rán hélt hreinu í góðum sigri Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Aron Einar miðvörður í Niksic Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Sjá meira
Víkingur og KA náðu að saxa á forskot Breiðabliks á toppnum í gær, og nú munar aðeins sex stigum á Breiðabliki og Víkingi. Baráttan í neðsta hlutanum er hörð þar sem fimm stig skilja að ÍA á botninum og ÍBV í 9. sæti, og Stjarnan gæti misst sæti sitt í efri hlutanum til Fram eða Keflavíkur þegar deildinni verður skipt upp eftir leikina næsta laugardag. Stórleikur gærdagsins var á Akureyri þar sem KA vann Breiðablik 2-1 með sigurmarki Hallgríms Mars Steingrímssonar úr vítaspyrnu í lokin. Rodri hafði komið KA yfir en Viktor Karl Einarsson jafnað metin. Klippa: Mörkin úr leik KA og Breiðabliks Óvæntustu úrslitin voru í Breiðholti þar sem Leiknismenn, eftir 9-0 tap í síðustu umferð, unnu Val 1-0 þrátt fyrir að vera manni færri í sjötíu mínútur. Birgir Baldvinsson skoraði sigurmarkið tíu mínútum fyrir leikslok. Klippa: Sigurmark Leiknis vegn Val FH vann nauðsynlegan sigur gegn ÍA í fallslag í Kaplakrika, 6-1, þar sem Steven Lennon skoraði sitt hundraðasta mark í efstu deild á Íslandi. Vuk Oskar Dimitrijevic skoraði tvö marka FH og þeir Matthías Vilhjálmsson, Oliver Hreiðarsson og Máni Austmann Hilmarsson eitt mark hver, en Steinar Þorsteinsson skoraði mark Skagamanna. Klippa: Mörkin úr leik FH og ÍA Öll mörk Víkings í 3-0 sigrinum gegn Keflavík komu í fyrri hálfleik en þau skoruðu Danijel Dejan Djuric, Helgi Guðjónsson, úr víti, og Ari Sigurpálsson. Klippa: Mörkin úr leik Keflavíkur og Víkings KR tryggði sér sess í efri hluta deildarinnar með 3-1 sigri gegn Stjörnunni. Theodór Elmar Bjarnason skoraði fallegt mark til að koma KR yfir og Stefán Árni Geirsson bætti við tveimur áður en Jóhann Árni Gunnarsson náði að minnka muninn af vítapunktinum í lokin. Klippa: Mörkin úr leik KR og Stjörnunnar Nú þegar Nökkvi Þeyr Þórisson er farinn til Belgíu er Guðmundur Magnússon orðinn markahæstur af þeim sem enn eru með í deildinni, því hann skoraði bæði mörk Fram í 2-2 jafnteflinu við ÍBV í Vestmannaeyjum í gær. Alex Freyr Hilmarsson og Telmo Castanheira jöfnuðu metin í tvígang fyrir ÍBV. Klippa: Mörkin úr leik ÍBV og Fram Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deild karla Fótbolti Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Fleiri fréttir Cecelía Rán hélt hreinu í góðum sigri Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Aron Einar miðvörður í Niksic Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Sjá meira