Umfjöllun: ÍBV-Fram 2-2| Allt jafnt í Eyjum Kristín Björk Ingimarsdóttir skrifar 11. september 2022 13:16 Vísir/Diego ÍBV tók á móti Fram á Hásteinsvelli í 21. umferð Bestu deildar karla í fótbolta í dag. Það var mikið skorað í síðustu viðureign liðana sem endaði 3-3 og virtist engin breyting ætla að vera þar á í þessum leik. Guðmundi Magnússyni leið vel á sínum gamla heimavelli og skoraði tvö mörk fyrir Fram. Telmo Ferreira Castanheira og Alex Freyr Hilmarsson gerðu eitt mark hvor fyrir ÍBV. Lokatökur 2-2. Fyrsta mark leiksins kom eftir rúmlega fimmtán mínútur þar sem að Jannik Holmsgaard fékk boltann við endalínu og kom honum á Guðmund Magnússon sem var á góðum stað inn í teig og skoraði, 1-0 fyrir Fram. Eftir um 25. mínútna leik er Sigurður Arnar Magnússon á ferðinni fyrir ÍBV. Hann kom boltanum á Alex Frey Hilmarsson sem setti boltann örugglega í hægra hornið og jafnaði leikinn fyrir ÍBV. ÍBV fékk fullt af færum í fyrri hálfleiknum en tókst ekki að setja boltann í netið og hálfleikstölur því 1-1. Líkt og í fyrri hálfleik var nóg af færum í þeim seinni. Andri Rúnar Bjarnason var í dauðafæri þegar rúmlega 60 mínútur voru liðnar af leiknum. Felix Örn Friðriksson gefur boltann fyrir á Andra Rúnar sem skallar boltann en nær ekki að stýra honum í átt að markinu. Þegar 65 mínútur voru liðnar af leiknum er Guðmundur Magnússon við miðju vallarins, aleinn, hann fær nægan tíma til að leggja boltann fyrir sig og tekur skot af löngu færi sem endar í samskeytunum. Staðan 2-1 fyrir Fram. Þegar tæplega tíu mínútu voru til leiksloka tók Felix Örn Friðriksson aukaspyrnu. Það myndaðist darraðadans í teig Framara og endar boltinn rétt fyrir utan teig hjá Telmo Ferreira Castanheira sem tekur skotið og skorar. Staðan 2-2. Á 90. mínútu tók Tiago Manuel Da Silva Fernandes aukaspyrnu. Boltinn endar hjá varnarmönnum ÍBV sem lögðu boltann nánast í sitt eigið net en Guðjón Orri Sigurjónsson bjargaði sínum mönnum og endaði leikurinn 2-2. Af hverju varð jafntefli? Þetta var þriggja stiga leikur fyrir bæði lið í dag. Framarar vilja halda sér í efri hlutanum á meðan ÍBV er að styrkja stöðu sína í neðri hlutanum. Síðasta viðureign liðana endaði 3-3 og þessi leikur var svipaður þeim fyrri. Hverjir stóðu upp úr? Guðmundur Magnússon fann sig vel á Hásteinsvelli í dag og greinilegt að honum líður vel í Eyjum. Hann gerði tvö mörk fyrir Fram og seinna markið var af dýrari gerðinni. Hjá ÍBV var Telmo Ferreira Castanheira góður og skoraði eitt mark. Arnar Breki Gunnarsson stendur alltaf fyrir sínu, hann er í stöðugri baráttu allan leikinn. Hvað gekk illa? ÍBV átti nokkur dauðafæri sem duttu hreinlega ekki inn. Bæði liðin börðust hart í dag og voru mikil læti á vellinum, erfitt að finna hvað gekk illa í dag þar sem leikurinn endaði í jafntefli. Hvað gerist næst? Það er alvöru verkefni næst á dagskrá hjá ÍBV þar sem þeir mæta Breiðablik á Kópavogsvelli laugardaginn 17. september kl 14:00. Á sama tíma en ekki á sama stað fá Framarar Keflavík í heimsókn. Besta deild karla ÍBV Fram
ÍBV tók á móti Fram á Hásteinsvelli í 21. umferð Bestu deildar karla í fótbolta í dag. Það var mikið skorað í síðustu viðureign liðana sem endaði 3-3 og virtist engin breyting ætla að vera þar á í þessum leik. Guðmundi Magnússyni leið vel á sínum gamla heimavelli og skoraði tvö mörk fyrir Fram. Telmo Ferreira Castanheira og Alex Freyr Hilmarsson gerðu eitt mark hvor fyrir ÍBV. Lokatökur 2-2. Fyrsta mark leiksins kom eftir rúmlega fimmtán mínútur þar sem að Jannik Holmsgaard fékk boltann við endalínu og kom honum á Guðmund Magnússon sem var á góðum stað inn í teig og skoraði, 1-0 fyrir Fram. Eftir um 25. mínútna leik er Sigurður Arnar Magnússon á ferðinni fyrir ÍBV. Hann kom boltanum á Alex Frey Hilmarsson sem setti boltann örugglega í hægra hornið og jafnaði leikinn fyrir ÍBV. ÍBV fékk fullt af færum í fyrri hálfleiknum en tókst ekki að setja boltann í netið og hálfleikstölur því 1-1. Líkt og í fyrri hálfleik var nóg af færum í þeim seinni. Andri Rúnar Bjarnason var í dauðafæri þegar rúmlega 60 mínútur voru liðnar af leiknum. Felix Örn Friðriksson gefur boltann fyrir á Andra Rúnar sem skallar boltann en nær ekki að stýra honum í átt að markinu. Þegar 65 mínútur voru liðnar af leiknum er Guðmundur Magnússon við miðju vallarins, aleinn, hann fær nægan tíma til að leggja boltann fyrir sig og tekur skot af löngu færi sem endar í samskeytunum. Staðan 2-1 fyrir Fram. Þegar tæplega tíu mínútu voru til leiksloka tók Felix Örn Friðriksson aukaspyrnu. Það myndaðist darraðadans í teig Framara og endar boltinn rétt fyrir utan teig hjá Telmo Ferreira Castanheira sem tekur skotið og skorar. Staðan 2-2. Á 90. mínútu tók Tiago Manuel Da Silva Fernandes aukaspyrnu. Boltinn endar hjá varnarmönnum ÍBV sem lögðu boltann nánast í sitt eigið net en Guðjón Orri Sigurjónsson bjargaði sínum mönnum og endaði leikurinn 2-2. Af hverju varð jafntefli? Þetta var þriggja stiga leikur fyrir bæði lið í dag. Framarar vilja halda sér í efri hlutanum á meðan ÍBV er að styrkja stöðu sína í neðri hlutanum. Síðasta viðureign liðana endaði 3-3 og þessi leikur var svipaður þeim fyrri. Hverjir stóðu upp úr? Guðmundur Magnússon fann sig vel á Hásteinsvelli í dag og greinilegt að honum líður vel í Eyjum. Hann gerði tvö mörk fyrir Fram og seinna markið var af dýrari gerðinni. Hjá ÍBV var Telmo Ferreira Castanheira góður og skoraði eitt mark. Arnar Breki Gunnarsson stendur alltaf fyrir sínu, hann er í stöðugri baráttu allan leikinn. Hvað gekk illa? ÍBV átti nokkur dauðafæri sem duttu hreinlega ekki inn. Bæði liðin börðust hart í dag og voru mikil læti á vellinum, erfitt að finna hvað gekk illa í dag þar sem leikurinn endaði í jafntefli. Hvað gerist næst? Það er alvöru verkefni næst á dagskrá hjá ÍBV þar sem þeir mæta Breiðablik á Kópavogsvelli laugardaginn 17. september kl 14:00. Á sama tíma en ekki á sama stað fá Framarar Keflavík í heimsókn.
Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 75-96 | Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta fleytir Skagfirðingum á toppinn Körfubolti
Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 75-96 | Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta fleytir Skagfirðingum á toppinn Körfubolti