Umfjöllun: KR - ÍBV 4-0 | Atli setti upp sýningu á Meistaravöllum Hjörvar Ólafsson skrifar 7. ágúst 2022 18:52 Leikmenn KR fagna fyrsta marki Atla Sigurjónssonar í leiknum í kvöld. Vísir/Diego KR-ingar unnu sannfærandi 4-0 sigur þegar liðið fékk ÍBV í heimsókn á Meistaravelli í Bestu deild karla í fótbolta í kvöld. Atli Sigurjónsson skoraði þrennu í leiknum eftir að Sigurður Bjartur Hallsson hafði komið KR á bragðið. Eyjamenn hófu raunar leikinn af meiri krafti en strax á annarri mínútu leiksins slapp Guðjón Ernir Hrafnkelsson einn í gegnum vörn KR. Beitir Ólafsson sá við Guðjóni Erni. Eftir tæplega tíu mínútur komst KR yfir. Aron Kristófer Lárusson var arkitektinn að marki Sigurðar Bjarts en vinstri bakvörðurinn óð upp vænginn og lagði boltann á framherjann sem skilaði boltanum í netið. Þetta er þriðja markið sem Sigurður Bjartur skorar í deildinni í sumar. Liðin skiptust á að hafa yfirhöndina í leiknum eftir mark KR-liðsins. Atli Hrafn Andrason var öflugur á vinstri vængnum hjá Eyjamönnum. Um miðbik fyrri hálfleik tóku KR-ingar hins vegar völdin á vellinum og herjuðu á mark gestanna. Atli Sigurjónsson tvöfaldaði svo forystu KR-inga undir lok fyrri hálfleiks. Atli fékk mikinn tíma til þess að athafna sig við vítateigshornið og skaut föstu og hnitmiðuðu skoti í nærhornið. Í upphafi seinni hálfleiks bætti Atli svo þriðja marki KR-inga við. Annað mark Atla var keimlíkt því fyrra. Aftur fékk Atli tíma og pláss til þess að hlaða í skot. Að þessu sinni skaut hann reyndar með hægri fæti og í fjærhornið. Atli var ekki hættur en hann fullkomnaði þrennu sína skömmu fyrir leikslok. Nú lék Atli nær marki Eyjamanna og lagði boltann snyrtilega í fjærhornið. Með þessu er Atli orðinn markahæsti leikmaður KR í deildinni á tímabilinu. Hann hefur skorað fimm mörk, einu meira en Ægir Jarl. KR komst upp að hlið Vals í fimmta til sjötta sæti deildarinnar með þessum sigri en liðin hafa hvort um sig 24 stig. KR-ingar hafa hins vegar leikið 16 leiki á meðan Valsmenn hafa spilað 15 leiki. Stjarnan er svo sæti ofar með einu stigi meira að loknum 15 leikjum. Rúnar: Jákvætt að vinna loksins sannfærandi sigur á heimavelli „Ég var ofboðslega ánægður með liðið hérna í dag og við náðum upp góðum spilköflum. Eyjamenn náðu þó að ógna okkur reglulega í leiknum en mér fannst við spila vel í þessum leik. Mörkin okkar komu eftir góðar sóknir og það er jákvætt að vinna loksins sannfærandi sigur hér á heimavelli," sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari KR að leik loknum. „Nú erum við búnir að tengja saman tvo sigra og þoka okkur nær toppliðunum. Það hefur verið stígandi í okkar leik og þessi leikur var gott skref í jákvæða átt. Við viljum vera ofar í töflunni og sækja fleiri stig en við höfum gert hér í Vesturbænum. Það var gaman að vinna loksins hér heima og skora nokkur mörk," sagði Rúnar enn fremur. „Það er frábært að hafa leikmann eins og Atla í sínum röðum. Hann getur skorað með vinstri og hægri og úr ólíkum stöðum. Þetta voru glæsileg mörk hjá honum. Mér fannst allir leikmenn liðsins eiga góðan dag og þetta var flott liðsframmistaða," sagði þjálfarinn hreykinn af lærisveinum sínum. Hermann: Náðum ekki upp sama krafti og baráttu og í síðustu leikjum „Eftir að hafa spilað mjög vel í síðustu fimm til sex leikjum þá náðum við ekki upp alveg sama krafti og baráttuanda í þessum leik. Við fengum þó dauðafæri í upphafi leiks og nokkur góð færi í leiknum. Mörk breyta leikjum og þeir náðu forystunni og settu svo tvö í andlitið á okkur sitt hvorum megin við hálfleikinn," sagði Hermann Hreiðarsson, þjálfari ÍBV. „Þrátt fyrir að hafa tapað 4-0 þá fannst mér þessi leikur engin svakaleg afturför eða skellur. Við þurfum bara að setja hann aftur fyrir okkur og fara að einbeita okkur að næsta leik sem er við FH. Við höfum veri að bæta okkur jafnt og þétt í sumar og holningin á liðinu er að batna með hverjum leik að mínu mati," sagði Eyjamaðurinn enn fremur. „Ég get ekki beðið eftir því að fá FH-inga í heimsókn. Við viljum kvitta fyrir þetta tap sem allra fyrst og ætlum að gera það í næsta leik. Þar mætast tvö lið á svipuðum slóðum og sá leikur er mjög mikilvægur eins og allir leikir eru reyndar," sagði hann um framhaldið. Af hverju vann KR? KR-ingar einfaldlega nýttu betur þá kafla þar sem þeir voru sterkari aðilinn og færin sín. Eftir að jafnræði hafði verið með liðunum framan af leik hertu leikmenn KR og fóru að lokum með sanngjarnan sigur af hólmi. Hvað gekk illa? Eyjamenn fengu svo sannarlega færi til þess að skora í þessum leik en hvorki gekk né rak að koma boltanum í netið. Þá brenndu gestirnir sig tvisvar á því að leyfa Atla að athafna sig óáreittur í góðu skotfæri. Hverjir sköruðu fram úr? Atli skoraði þrjú afar hugguleg mörk í þessum leik og var auk þess ógnandi í aðgerðum sínum. Aron Kristófer gerði frábærlega þegar hann lagði upp fyrra mark KR. Theódór Elmar Bjarnason var mikið í boltanum og Aron Þórður Albertsson var öflugur inni á miðsvæðinu. Hjá ÍBV var Atli Hrafn líflegastur í sóknarleiknum. Hvað gerist næst? KR sækir Keflavík heim í næstu umferð deildarinnar mánudaginn 15. ágúst. ÍBV fær hins vegar FH í heimsókn til Eyja í fallbaráttuslag eftir slétta viku. Besta deild karla KR ÍBV
KR-ingar unnu sannfærandi 4-0 sigur þegar liðið fékk ÍBV í heimsókn á Meistaravelli í Bestu deild karla í fótbolta í kvöld. Atli Sigurjónsson skoraði þrennu í leiknum eftir að Sigurður Bjartur Hallsson hafði komið KR á bragðið. Eyjamenn hófu raunar leikinn af meiri krafti en strax á annarri mínútu leiksins slapp Guðjón Ernir Hrafnkelsson einn í gegnum vörn KR. Beitir Ólafsson sá við Guðjóni Erni. Eftir tæplega tíu mínútur komst KR yfir. Aron Kristófer Lárusson var arkitektinn að marki Sigurðar Bjarts en vinstri bakvörðurinn óð upp vænginn og lagði boltann á framherjann sem skilaði boltanum í netið. Þetta er þriðja markið sem Sigurður Bjartur skorar í deildinni í sumar. Liðin skiptust á að hafa yfirhöndina í leiknum eftir mark KR-liðsins. Atli Hrafn Andrason var öflugur á vinstri vængnum hjá Eyjamönnum. Um miðbik fyrri hálfleik tóku KR-ingar hins vegar völdin á vellinum og herjuðu á mark gestanna. Atli Sigurjónsson tvöfaldaði svo forystu KR-inga undir lok fyrri hálfleiks. Atli fékk mikinn tíma til þess að athafna sig við vítateigshornið og skaut föstu og hnitmiðuðu skoti í nærhornið. Í upphafi seinni hálfleiks bætti Atli svo þriðja marki KR-inga við. Annað mark Atla var keimlíkt því fyrra. Aftur fékk Atli tíma og pláss til þess að hlaða í skot. Að þessu sinni skaut hann reyndar með hægri fæti og í fjærhornið. Atli var ekki hættur en hann fullkomnaði þrennu sína skömmu fyrir leikslok. Nú lék Atli nær marki Eyjamanna og lagði boltann snyrtilega í fjærhornið. Með þessu er Atli orðinn markahæsti leikmaður KR í deildinni á tímabilinu. Hann hefur skorað fimm mörk, einu meira en Ægir Jarl. KR komst upp að hlið Vals í fimmta til sjötta sæti deildarinnar með þessum sigri en liðin hafa hvort um sig 24 stig. KR-ingar hafa hins vegar leikið 16 leiki á meðan Valsmenn hafa spilað 15 leiki. Stjarnan er svo sæti ofar með einu stigi meira að loknum 15 leikjum. Rúnar: Jákvætt að vinna loksins sannfærandi sigur á heimavelli „Ég var ofboðslega ánægður með liðið hérna í dag og við náðum upp góðum spilköflum. Eyjamenn náðu þó að ógna okkur reglulega í leiknum en mér fannst við spila vel í þessum leik. Mörkin okkar komu eftir góðar sóknir og það er jákvætt að vinna loksins sannfærandi sigur hér á heimavelli," sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari KR að leik loknum. „Nú erum við búnir að tengja saman tvo sigra og þoka okkur nær toppliðunum. Það hefur verið stígandi í okkar leik og þessi leikur var gott skref í jákvæða átt. Við viljum vera ofar í töflunni og sækja fleiri stig en við höfum gert hér í Vesturbænum. Það var gaman að vinna loksins hér heima og skora nokkur mörk," sagði Rúnar enn fremur. „Það er frábært að hafa leikmann eins og Atla í sínum röðum. Hann getur skorað með vinstri og hægri og úr ólíkum stöðum. Þetta voru glæsileg mörk hjá honum. Mér fannst allir leikmenn liðsins eiga góðan dag og þetta var flott liðsframmistaða," sagði þjálfarinn hreykinn af lærisveinum sínum. Hermann: Náðum ekki upp sama krafti og baráttu og í síðustu leikjum „Eftir að hafa spilað mjög vel í síðustu fimm til sex leikjum þá náðum við ekki upp alveg sama krafti og baráttuanda í þessum leik. Við fengum þó dauðafæri í upphafi leiks og nokkur góð færi í leiknum. Mörk breyta leikjum og þeir náðu forystunni og settu svo tvö í andlitið á okkur sitt hvorum megin við hálfleikinn," sagði Hermann Hreiðarsson, þjálfari ÍBV. „Þrátt fyrir að hafa tapað 4-0 þá fannst mér þessi leikur engin svakaleg afturför eða skellur. Við þurfum bara að setja hann aftur fyrir okkur og fara að einbeita okkur að næsta leik sem er við FH. Við höfum veri að bæta okkur jafnt og þétt í sumar og holningin á liðinu er að batna með hverjum leik að mínu mati," sagði Eyjamaðurinn enn fremur. „Ég get ekki beðið eftir því að fá FH-inga í heimsókn. Við viljum kvitta fyrir þetta tap sem allra fyrst og ætlum að gera það í næsta leik. Þar mætast tvö lið á svipuðum slóðum og sá leikur er mjög mikilvægur eins og allir leikir eru reyndar," sagði hann um framhaldið. Af hverju vann KR? KR-ingar einfaldlega nýttu betur þá kafla þar sem þeir voru sterkari aðilinn og færin sín. Eftir að jafnræði hafði verið með liðunum framan af leik hertu leikmenn KR og fóru að lokum með sanngjarnan sigur af hólmi. Hvað gekk illa? Eyjamenn fengu svo sannarlega færi til þess að skora í þessum leik en hvorki gekk né rak að koma boltanum í netið. Þá brenndu gestirnir sig tvisvar á því að leyfa Atla að athafna sig óáreittur í góðu skotfæri. Hverjir sköruðu fram úr? Atli skoraði þrjú afar hugguleg mörk í þessum leik og var auk þess ógnandi í aðgerðum sínum. Aron Kristófer gerði frábærlega þegar hann lagði upp fyrra mark KR. Theódór Elmar Bjarnason var mikið í boltanum og Aron Þórður Albertsson var öflugur inni á miðsvæðinu. Hjá ÍBV var Atli Hrafn líflegastur í sóknarleiknum. Hvað gerist næst? KR sækir Keflavík heim í næstu umferð deildarinnar mánudaginn 15. ágúst. ÍBV fær hins vegar FH í heimsókn til Eyja í fallbaráttuslag eftir slétta viku.
Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 75-96 | Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta fleytir Skagfirðingum á toppinn Körfubolti
Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 75-96 | Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta fleytir Skagfirðingum á toppinn Körfubolti