Curry loks mikilvægastur í úrslitaeinvíginu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 17. júní 2022 10:31 Curry og gómurinn frægi. Elsa/Getty Images Stephen Curry var valinn mikilvægasti leikmaður úrslitaeinvígis NBA deildarinnar þar sem lið hans Golden State Warriors lagði Boston Celtics í sex leikja rimmu. Curry vann verðskuldað en hann hafði ekki hlotið þann heiður áður þrátt fyrir að vera vinn sinn fjórða NBA hring. Stephen Curry er án efa einn besti leikmaður NBA deildarinnar í dag. Raunar er það þannig að talað er um að Curry hafi í raun breytt leiknum með sínum ótrúlegu þriggja stiga körfum. Í stað þess að vera þekktur fyrir sín þrumuskoti virðist hann geta skotið boltanum hvar sem er á vellinum með slíkri nákvæmni að reyndustu leyniskyttur væru stoltar. Á leiktíðinni fór Curry fyrir sínum mönnum í Golden State líkt og svo oft áður. Liðið varð þrívegis meistari frá 2015 til 2018 ásamt því að tapa fyrir Cleveland Cavaliers í eftirminnilegasta úrslitaeinvígi síðari ára. Mögulega fer einvígið í ár ekki í sama flokk en Stríðsmönnunum gæti vart verið sama. Eftir að fara í gegnum mikinn öldudal þar sem Kevin Durant yfirgaf liðið, Klay Thompson virtist aldrei ætla að snúa til baka eftir erfið meiðsli þá reif hinn 34 ára gamli Curry liðið upp í hæstu hæðir á nýjan leik. Reynsla Curry, Thompson, Draymond Green og Andre Iguodala reyndist ómetanleg þegar á hólminn var komið. Boston Celtics vann tvo af fyrstu þremur leikjum einvígisins en eftir það sagði Curry „hingað og ekki lengra.“ Þá hjálpaði til að Draymond hætti að einbeita sér að hlaðvarpi sínu og fór að spila vörn. Golden State kláraði dæmið í nótt með 13 stiga sigri. Lokatölur í Boston 90-103 og Golden State vann einvígið 4-2. Skotbakvörðurinn var í kjölfarið valinn besti leikmaður úrslitaeinvígisins en hann skoraði að meðaltali 31 stig í leikjunum sex, tók 6 fráköst og gaf 5 stoðsendingar. Þrátt fyrir að vera vinna sinn fjórða titil og vera almennt talinn einn besti leikmaður deildarinnar hafði Curry ekki áður verið valinn MVP (e. Most Valuable Player) - verðmætasti leikmaður - úrslitaeinvígisins. Check out the best of @StephenCurry30 in the 2022 #NBAFinals to see the plays that earned him the 2022 Bill Russell Trophy as Finals MVP! 31.2 PPG | 6 RPG | 5 APG pic.twitter.com/baNC3x67Rj— NBA (@NBA) June 17, 2022 Það er fyrr en nú. Það var sem ekki nóg fyrir raðsigurvegarann Steve Kerr, þjálfara liðsins. Hann gantaðist með það í viðtali eftir leik að Curry ætti eftir að vinna Ólympíugull og þyrfti því að einbeita sér að því að komast í liðið fyrir leikana 2024. Kerr bætti svo einlægur við að ekkert af þessu - enginn af titlunum fjórunum - hefði skilað sér í hús ef ekki væri fyrir Steph Curry. Wardell Stephen Curry II pic.twitter.com/izsBGYHbTV— Golden State Warriors (@warriors) June 17, 2022 Besti leikur Curry í einvíginu kom í leik fjögur þegar Golden State jafnaði metin í 2-2. Þá skoraði hann 43 stig, tók 10 fráköst og gaf 4 stoðsendingar. Var Curry stigahæstur í liði Warriors í fimm af sex leikjum einvígisins. Körfubolti NBA Mest lesið Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Í beinni: England - Írland | Heimir gæti gert enskum grikk Fótbolti Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti Sir Mo Farah elti uppi þjófa sem stálu símanum hans Sport Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Fótbolti Markvörður Bayern með krabbamein Fótbolti Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport Fleiri fréttir Í beinni: Aþena - Valur | Spyrnir Aþena sér af botninum? Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Sjá meira
Stephen Curry er án efa einn besti leikmaður NBA deildarinnar í dag. Raunar er það þannig að talað er um að Curry hafi í raun breytt leiknum með sínum ótrúlegu þriggja stiga körfum. Í stað þess að vera þekktur fyrir sín þrumuskoti virðist hann geta skotið boltanum hvar sem er á vellinum með slíkri nákvæmni að reyndustu leyniskyttur væru stoltar. Á leiktíðinni fór Curry fyrir sínum mönnum í Golden State líkt og svo oft áður. Liðið varð þrívegis meistari frá 2015 til 2018 ásamt því að tapa fyrir Cleveland Cavaliers í eftirminnilegasta úrslitaeinvígi síðari ára. Mögulega fer einvígið í ár ekki í sama flokk en Stríðsmönnunum gæti vart verið sama. Eftir að fara í gegnum mikinn öldudal þar sem Kevin Durant yfirgaf liðið, Klay Thompson virtist aldrei ætla að snúa til baka eftir erfið meiðsli þá reif hinn 34 ára gamli Curry liðið upp í hæstu hæðir á nýjan leik. Reynsla Curry, Thompson, Draymond Green og Andre Iguodala reyndist ómetanleg þegar á hólminn var komið. Boston Celtics vann tvo af fyrstu þremur leikjum einvígisins en eftir það sagði Curry „hingað og ekki lengra.“ Þá hjálpaði til að Draymond hætti að einbeita sér að hlaðvarpi sínu og fór að spila vörn. Golden State kláraði dæmið í nótt með 13 stiga sigri. Lokatölur í Boston 90-103 og Golden State vann einvígið 4-2. Skotbakvörðurinn var í kjölfarið valinn besti leikmaður úrslitaeinvígisins en hann skoraði að meðaltali 31 stig í leikjunum sex, tók 6 fráköst og gaf 5 stoðsendingar. Þrátt fyrir að vera vinna sinn fjórða titil og vera almennt talinn einn besti leikmaður deildarinnar hafði Curry ekki áður verið valinn MVP (e. Most Valuable Player) - verðmætasti leikmaður - úrslitaeinvígisins. Check out the best of @StephenCurry30 in the 2022 #NBAFinals to see the plays that earned him the 2022 Bill Russell Trophy as Finals MVP! 31.2 PPG | 6 RPG | 5 APG pic.twitter.com/baNC3x67Rj— NBA (@NBA) June 17, 2022 Það er fyrr en nú. Það var sem ekki nóg fyrir raðsigurvegarann Steve Kerr, þjálfara liðsins. Hann gantaðist með það í viðtali eftir leik að Curry ætti eftir að vinna Ólympíugull og þyrfti því að einbeita sér að því að komast í liðið fyrir leikana 2024. Kerr bætti svo einlægur við að ekkert af þessu - enginn af titlunum fjórunum - hefði skilað sér í hús ef ekki væri fyrir Steph Curry. Wardell Stephen Curry II pic.twitter.com/izsBGYHbTV— Golden State Warriors (@warriors) June 17, 2022 Besti leikur Curry í einvíginu kom í leik fjögur þegar Golden State jafnaði metin í 2-2. Þá skoraði hann 43 stig, tók 10 fráköst og gaf 4 stoðsendingar. Var Curry stigahæstur í liði Warriors í fimm af sex leikjum einvígisins.
Körfubolti NBA Mest lesið Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Í beinni: England - Írland | Heimir gæti gert enskum grikk Fótbolti Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti Sir Mo Farah elti uppi þjófa sem stálu símanum hans Sport Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Fótbolti Markvörður Bayern með krabbamein Fótbolti Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport Fleiri fréttir Í beinni: Aþena - Valur | Spyrnir Aþena sér af botninum? Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Sjá meira