Risarnir gætu mæst tólf sinnum á einni leiktíð Sindri Sverrisson skrifar 13. júní 2022 17:01 Real Madrid og Barcelona mættust í undanúrslitum EuroLeague í Belgrad þar sem Madridingar höfðu betur. Getty/Tolga Adanali Í kvöld hefst einvígið um spænska meistaratitilinn í körfubolta og jafnvel mestu antisportistar gætu giskað á hvaða tvö lið mætast þar. Real Madrid og Barcelona hafa haft eins konar einokunarstöðu í spænskum körfubolta um langt árabil enda tvö af allra bestu liðum Evrópu. Þau hefja enn eitt einvígi sitt í kvöld klukkan 19, í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. Úr því að ljóst er að annað liðið verður spænskur meistari þá liggur fyrir að þessi tvö lið hafa þar með unnið 34 af 39 bikurum sem í boði hafa verið síðustu 13 leiktíðir á Spáni. Barcelona er ríkjandi meistari eftir sigur á Real Madrid í fyrra, og leita þarf aftur til ársins 2006 til að finna úrslitaeinvígi þar sem hvorugt liðið tók þátt. Unnið 34 af 39 titlum Frá árinu 2010 hafa aðeins Valencia (2017) og Baskonia (2010 og 2020) orðið Spánarmeistarar fyrir utan Barcelona og Real. Hinir tveir titlarnir sem önnur lið hafa unnið síðan þá voru í ofurbikarnum, sem Valencia vann árið 2017 og Gran Canaria 2016. Sem sagt, 34 titlar til Barcelona og Real en fimm til annarra á síðustu 13 árum. Risarnir tveir hafa þegar mæst í sjö El Clásico leikjum á þessari leiktíð og fari einvígið nú í oddaleik gætu rimmurnar því orðið alls tólf á einni leiktíð. Real Madrid vann þegar liðin mættust í undanúrslitaleik EuroLeague í síðasta mánuði og í ofurbikarnum en Barcelona hefur unnið hina fimm leikina, meðal annars báða deildarleikina, og er því með heimavallarréttinn. Úrslitaeinvígið: Mánudagur, 13. júní: Barcelona - Real Madrid Miðvikudagur, 15. júní: Barcelona - Real Madrid Föstudagur, 17. júní: Real Madrid - Barcelona *Sunnudagur, 19. júní: Real Madrid - Barcelona *Miðvikudagur, 22. júní: Barcelona - Real Madrid *Ef til þarf Fyrsti leikur einvígis Barcelona og Real Madrid hefst klukkan 19 í kvöld og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. Spænski körfuboltinn, ACB, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. ACB er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Körfubolti Spænski körfuboltinn Mest lesið Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Í beinni: England - Írland | Heimir gæti gert enskum grikk Fótbolti Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti Sir Mo Farah elti uppi þjófa sem stálu símanum hans Sport Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Fótbolti Markvörður Bayern með krabbamein Fótbolti Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport Fleiri fréttir Í beinni: Aþena - Valur | Spyrnir Aþena sér af botninum? Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Sjá meira
Real Madrid og Barcelona hafa haft eins konar einokunarstöðu í spænskum körfubolta um langt árabil enda tvö af allra bestu liðum Evrópu. Þau hefja enn eitt einvígi sitt í kvöld klukkan 19, í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. Úr því að ljóst er að annað liðið verður spænskur meistari þá liggur fyrir að þessi tvö lið hafa þar með unnið 34 af 39 bikurum sem í boði hafa verið síðustu 13 leiktíðir á Spáni. Barcelona er ríkjandi meistari eftir sigur á Real Madrid í fyrra, og leita þarf aftur til ársins 2006 til að finna úrslitaeinvígi þar sem hvorugt liðið tók þátt. Unnið 34 af 39 titlum Frá árinu 2010 hafa aðeins Valencia (2017) og Baskonia (2010 og 2020) orðið Spánarmeistarar fyrir utan Barcelona og Real. Hinir tveir titlarnir sem önnur lið hafa unnið síðan þá voru í ofurbikarnum, sem Valencia vann árið 2017 og Gran Canaria 2016. Sem sagt, 34 titlar til Barcelona og Real en fimm til annarra á síðustu 13 árum. Risarnir tveir hafa þegar mæst í sjö El Clásico leikjum á þessari leiktíð og fari einvígið nú í oddaleik gætu rimmurnar því orðið alls tólf á einni leiktíð. Real Madrid vann þegar liðin mættust í undanúrslitaleik EuroLeague í síðasta mánuði og í ofurbikarnum en Barcelona hefur unnið hina fimm leikina, meðal annars báða deildarleikina, og er því með heimavallarréttinn. Úrslitaeinvígið: Mánudagur, 13. júní: Barcelona - Real Madrid Miðvikudagur, 15. júní: Barcelona - Real Madrid Föstudagur, 17. júní: Real Madrid - Barcelona *Sunnudagur, 19. júní: Real Madrid - Barcelona *Miðvikudagur, 22. júní: Barcelona - Real Madrid *Ef til þarf Fyrsti leikur einvígis Barcelona og Real Madrid hefst klukkan 19 í kvöld og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. Spænski körfuboltinn, ACB, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. ACB er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Úrslitaeinvígið: Mánudagur, 13. júní: Barcelona - Real Madrid Miðvikudagur, 15. júní: Barcelona - Real Madrid Föstudagur, 17. júní: Real Madrid - Barcelona *Sunnudagur, 19. júní: Real Madrid - Barcelona *Miðvikudagur, 22. júní: Barcelona - Real Madrid *Ef til þarf
Spænski körfuboltinn, ACB, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. ACB er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Körfubolti Spænski körfuboltinn Mest lesið Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Í beinni: England - Írland | Heimir gæti gert enskum grikk Fótbolti Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti Sir Mo Farah elti uppi þjófa sem stálu símanum hans Sport Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Fótbolti Markvörður Bayern með krabbamein Fótbolti Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport Fleiri fréttir Í beinni: Aþena - Valur | Spyrnir Aþena sér af botninum? Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Sjá meira