Ekki tekið skot síðan Lakers tapaði fyrir Suns í byrjun apríl Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. júní 2022 09:31 Anthony Davis ásamt þáverandi þjálfara sínum Frank Vogel. AP Photo/Mark J. Terrill Anthony Davis, miðherji Los Angeles Lakers, hefur viðurkennt að hann hafi ekki skotið körfubolta síðan hann spilaði síðast fyrir Lakers, þann 6. apríl. Hinn 29 ára gamli Davis átti við mikil meiðsli að stríða á leiktíðinni og spilaði aðeins 40 af 82 leikjum Lakers á leiktíðinni. Þó leiktíðinni sjálfri sé ekki lokið þá lauk Davis leik eftir tap gegn Phoenix Suns þann 6. apríl og Lakers-liðið spilaði svo sinn síðasta leik fyrir sumarfrí fimm dögum síðar. Nú hefur Davis viðurkennt að hann hafi ekki skotið körfubolta frá tapinu gegn Suns. Virðist það hafa farið öfugt ofan í marga en ef marka má Hörð Unnsteinsson, þjálfara kvennaliðs KR og einn af sérfræðingum Lögmál leiksins á Stöð 2 Sport er fullkomlega eðlilegt að leikmenn NBA-deildarinnar snerti ekki bolta framan af sumarfríum sínum. Þá bendir Hörður á að það séu 140 dagar í næsta leik. Mjög mikið overreaction við þessu. Það er fullkomlega eðlilegt að NBA leikmenn haldi sér við án bolta fyrstu mánuði off season. AD þarf miklu frekar að tóna skrokkinn sinn en að reppa einhverja post fótavinnu með Drew Hanlen. Það eru 140 dagar í næsta leik. #körfubolti https://t.co/RkIETtXZY0— Hörður Unnsteinsson (@hoddiunn) June 12, 2022 Það stefnir í töluverðar breytingar á liði Lakers en liðið mætir til leiks með nýtt þjálfarateymi. Vonast aðdáendur liðsins til að það nái því besta úr Davis sem hefur ekki náð að sýna sínar bestu hliðar síðan liðið varð meistari 2020. Lokaúrslit NBA-deildarinnar fara nú fram en erkifjendur Lakers í Boston Celtics eru þar ásamt Golden State Warriors. Staðan í einvíginu er jöfn 2-2 en fimmti leikur liðanna fer fram í kvöld. Upphitun hefst á Stöð 2 Sport 2 klukkan 00.30 og leikurinn sjálfur 01.00. Körfubolti NBA Mest lesið Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti Sir Mo Farah elti uppi þjófa sem stálu símanum hans Sport Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Fótbolti Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport Markvörður Bayern með krabbamein Fótbolti Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport Fleiri fréttir „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Í beinni: Aþena - Valur | Spyrnir Aþena sér af botninum? Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Sjá meira
Hinn 29 ára gamli Davis átti við mikil meiðsli að stríða á leiktíðinni og spilaði aðeins 40 af 82 leikjum Lakers á leiktíðinni. Þó leiktíðinni sjálfri sé ekki lokið þá lauk Davis leik eftir tap gegn Phoenix Suns þann 6. apríl og Lakers-liðið spilaði svo sinn síðasta leik fyrir sumarfrí fimm dögum síðar. Nú hefur Davis viðurkennt að hann hafi ekki skotið körfubolta frá tapinu gegn Suns. Virðist það hafa farið öfugt ofan í marga en ef marka má Hörð Unnsteinsson, þjálfara kvennaliðs KR og einn af sérfræðingum Lögmál leiksins á Stöð 2 Sport er fullkomlega eðlilegt að leikmenn NBA-deildarinnar snerti ekki bolta framan af sumarfríum sínum. Þá bendir Hörður á að það séu 140 dagar í næsta leik. Mjög mikið overreaction við þessu. Það er fullkomlega eðlilegt að NBA leikmenn haldi sér við án bolta fyrstu mánuði off season. AD þarf miklu frekar að tóna skrokkinn sinn en að reppa einhverja post fótavinnu með Drew Hanlen. Það eru 140 dagar í næsta leik. #körfubolti https://t.co/RkIETtXZY0— Hörður Unnsteinsson (@hoddiunn) June 12, 2022 Það stefnir í töluverðar breytingar á liði Lakers en liðið mætir til leiks með nýtt þjálfarateymi. Vonast aðdáendur liðsins til að það nái því besta úr Davis sem hefur ekki náð að sýna sínar bestu hliðar síðan liðið varð meistari 2020. Lokaúrslit NBA-deildarinnar fara nú fram en erkifjendur Lakers í Boston Celtics eru þar ásamt Golden State Warriors. Staðan í einvíginu er jöfn 2-2 en fimmti leikur liðanna fer fram í kvöld. Upphitun hefst á Stöð 2 Sport 2 klukkan 00.30 og leikurinn sjálfur 01.00.
Körfubolti NBA Mest lesið Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti Sir Mo Farah elti uppi þjófa sem stálu símanum hans Sport Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Fótbolti Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport Markvörður Bayern með krabbamein Fótbolti Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport Fleiri fréttir „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Í beinni: Aþena - Valur | Spyrnir Aþena sér af botninum? Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Sjá meira