Salah opinn fyrir því að færa sig um set innan Englands Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. júní 2022 12:30 Salah hefur áður búið í Lundúnum. Mögulega vill hann snúa aftur þangað eða ef til vill dauðlangar honum að búa í Manchester. Alex Livesey/Getty Images Mohamed Salah, framherji Liverpool, segist opinn fyrir því að færa sig um set innan Englands ef hann fær ekki þeim mun betra samningstilboð frá Liverpool. Samningur Salah við Liverpool gildir til 30. júní á næsta ári. Hann hefur staðfest að hann verði áfram í Bítlaborginni til 2023 hið minnsta en framherjinn hefur gefið út að hann vill nýjan og endurbættan samning. Hvort Liverpool sé að draga á langinn með að semja þar sem Salah verður orðinn 31 árs þegar núverandi samningur hans rennur út er óljóst en félagið hefur ekki viljað samþykkja launakröfur Egyptans til þessa. Salah telur sig eiga skilið nýjan samning þar sem hann hefur verið hreint út sagt magnaður síðan hann gekk í raðir félagsins. Hann var frábær á nýafstöðu tímabili er Liverpool vann bæði FA- og deildarbikarinn. Liðið var hársbreidd frá því að skáka Manchester City í baráttunni um Englandsmeistaratitilinn og tapaði svo naumlega fyrir Real Madríd í úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Alls skoraði Salah 31 mark og lagði upp 16 til viðbótar í 51 leik á leiktíðinni. Salah hefur áður verið orðaður við stórlið á borð við París Saint-Germain og Evrópumeistara Real Madríd er samningur hans við Liverpool rennur út en nú hefur leikmaðurinn gefið til kynna að hann gæti fært sig um set innan Englands. Mo Salah is open to joining another Premier League side on a free transfer in 2023 if he doesn t receive a 'significantly improved' offer from Liverpool, reports @JamesPearceLFC pic.twitter.com/9NMuFe0owC— B/R Football (@brfootball) June 1, 2022 Frá þessu greinir James Pearce, blaðamaður The Athletic, en sá er einstaklega vel tengdur öllum málefnum sem koma að Liverpool. Það er ljóst að ekki eru mörg lið sem gætu boðið Salah betri samning en Liverpool. Englandsmeistarar Manchester City og nágrannar þeirra í Manchester United gætu það. Þá gæti Salah snúið aftur til Chelsea en það á þó eftir að koma í ljós hversu mikinn pening nýir eigendur félagsins setja í félagið. Hvort Salah sé að reyna þrýsta nýjum samning í gegn eða hafi í raun áhuga á að flytja til Manchester eða Lundúna verður ósagt látið en það yrðu án efa ein stærstu félagaskipti innan Englands á þessari öld. Enski boltinn Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Fleiri fréttir Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Scott McTominay sér ekki eftir neinu Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Sjá meira
Samningur Salah við Liverpool gildir til 30. júní á næsta ári. Hann hefur staðfest að hann verði áfram í Bítlaborginni til 2023 hið minnsta en framherjinn hefur gefið út að hann vill nýjan og endurbættan samning. Hvort Liverpool sé að draga á langinn með að semja þar sem Salah verður orðinn 31 árs þegar núverandi samningur hans rennur út er óljóst en félagið hefur ekki viljað samþykkja launakröfur Egyptans til þessa. Salah telur sig eiga skilið nýjan samning þar sem hann hefur verið hreint út sagt magnaður síðan hann gekk í raðir félagsins. Hann var frábær á nýafstöðu tímabili er Liverpool vann bæði FA- og deildarbikarinn. Liðið var hársbreidd frá því að skáka Manchester City í baráttunni um Englandsmeistaratitilinn og tapaði svo naumlega fyrir Real Madríd í úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Alls skoraði Salah 31 mark og lagði upp 16 til viðbótar í 51 leik á leiktíðinni. Salah hefur áður verið orðaður við stórlið á borð við París Saint-Germain og Evrópumeistara Real Madríd er samningur hans við Liverpool rennur út en nú hefur leikmaðurinn gefið til kynna að hann gæti fært sig um set innan Englands. Mo Salah is open to joining another Premier League side on a free transfer in 2023 if he doesn t receive a 'significantly improved' offer from Liverpool, reports @JamesPearceLFC pic.twitter.com/9NMuFe0owC— B/R Football (@brfootball) June 1, 2022 Frá þessu greinir James Pearce, blaðamaður The Athletic, en sá er einstaklega vel tengdur öllum málefnum sem koma að Liverpool. Það er ljóst að ekki eru mörg lið sem gætu boðið Salah betri samning en Liverpool. Englandsmeistarar Manchester City og nágrannar þeirra í Manchester United gætu það. Þá gæti Salah snúið aftur til Chelsea en það á þó eftir að koma í ljós hversu mikinn pening nýir eigendur félagsins setja í félagið. Hvort Salah sé að reyna þrýsta nýjum samning í gegn eða hafi í raun áhuga á að flytja til Manchester eða Lundúna verður ósagt látið en það yrðu án efa ein stærstu félagaskipti innan Englands á þessari öld.
Enski boltinn Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Fleiri fréttir Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Scott McTominay sér ekki eftir neinu Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Sjá meira