Nítján íslensk mörk nægðu ekki og Magdeburg tók silfur Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 29. maí 2022 19:29 Ómar Ingi Magnússon skoraði 12 mörk í kvöld. vísir/Getty Ómar Ingi Magnússon, Gísli Þorgeir Kristjánsson og félagar þeirra í Magdeburg þurftu að sætta sig við silfurverðlaun í Evrópudeildinni í handbolta eftir eins marks tap gegn Benfica í framlengdum úrslitaleik í dag, 40-39. Eins og lokatölurnar gefa til kynna var leikurinn jafn og spennandi frá upphafi til enda. Benfica náði mest tveggja marka forskoti í fyrri hálfleik, en staðan var 15-14, Benfica í vil, þegar gengið var til búningsherbergja. Magdeburg byrjaði svo síðari hálfleikinn betur og náði þriggja marka forystu. Benfica var þó ekki lengi að vinna það forskot upp og jafnaði metin í stöðunni 23-23. Liðin skiptust á að skora það sem eftir lifði leiks og niðurstaðan eftir mínúturnar 60 varð 32-32 og því þurfti að grípa til framlengingar. Í framlengingunni hélt spennan áfram, en íslendingalið Magdeburg virtist hafa yfirhöndina. Það voru þó liðsmenn Benfica sem toppuðu á réttum tíma og skoruðu þrjú mörk í röð á lokamínútunum. Ómar Ingi minnkaði muninn fyrir Magdeburg í eitt mark á seinustu andartökum leiksins, en nær komst liðið ekki og Benfica fagnaði sigri, 40-39. Benfica varð því fyrsta portúgalska liðið til að vinna Evrópudeildina í handbolta og þetta var í fyrsta skipti síðan árið 2014 sem þýskt lið vinnur ekki Evrópudeildina. BENFICA! First ever Portuguese club to win the European League/EHF Cup and first non-German club to win the tournament since Szeged won in 2014. Portuguese handball🔥🔥🔥🔥#handball— Rasmus Boysen (@RasmusBoysen92) May 29, 2022 Ómar Ingi Magnússon og Gísli Þorgeir Kristjánsson lögðu sitt svo sannarlega af mörku í kvöld, en saman skoruðu þeir 19 mörk. Ómar Ingi skoraði 12 og Gísli Þorgeir sjö. Handbolti Þýski handboltinn Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Fleiri fréttir KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Haukar áfram eftir spennuleik Haukar hentu Eyjamönnum út úr bikarnum Lærisveinar Rúnars með góðan sigur Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Sjá meira
Eins og lokatölurnar gefa til kynna var leikurinn jafn og spennandi frá upphafi til enda. Benfica náði mest tveggja marka forskoti í fyrri hálfleik, en staðan var 15-14, Benfica í vil, þegar gengið var til búningsherbergja. Magdeburg byrjaði svo síðari hálfleikinn betur og náði þriggja marka forystu. Benfica var þó ekki lengi að vinna það forskot upp og jafnaði metin í stöðunni 23-23. Liðin skiptust á að skora það sem eftir lifði leiks og niðurstaðan eftir mínúturnar 60 varð 32-32 og því þurfti að grípa til framlengingar. Í framlengingunni hélt spennan áfram, en íslendingalið Magdeburg virtist hafa yfirhöndina. Það voru þó liðsmenn Benfica sem toppuðu á réttum tíma og skoruðu þrjú mörk í röð á lokamínútunum. Ómar Ingi minnkaði muninn fyrir Magdeburg í eitt mark á seinustu andartökum leiksins, en nær komst liðið ekki og Benfica fagnaði sigri, 40-39. Benfica varð því fyrsta portúgalska liðið til að vinna Evrópudeildina í handbolta og þetta var í fyrsta skipti síðan árið 2014 sem þýskt lið vinnur ekki Evrópudeildina. BENFICA! First ever Portuguese club to win the European League/EHF Cup and first non-German club to win the tournament since Szeged won in 2014. Portuguese handball🔥🔥🔥🔥#handball— Rasmus Boysen (@RasmusBoysen92) May 29, 2022 Ómar Ingi Magnússon og Gísli Þorgeir Kristjánsson lögðu sitt svo sannarlega af mörku í kvöld, en saman skoruðu þeir 19 mörk. Ómar Ingi skoraði 12 og Gísli Þorgeir sjö.
Handbolti Þýski handboltinn Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Fleiri fréttir KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Haukar áfram eftir spennuleik Haukar hentu Eyjamönnum út úr bikarnum Lærisveinar Rúnars með góðan sigur Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Sjá meira