Pavel leikur hundraðasta leikinn sinn í úrslitakeppni í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. maí 2022 13:30 Pavel Ermolinskij í leik með Valsmönnum sem hafa ekki orðið Íslandmeistarar í 39 ár. Vísir/Vilhelm Valsmaðurinn Pavel Ermolinskij verður í kvöld aðeins tíundi leikmaðurinn í sögunni sem nær að spila hundrað leiki í úrslitakeppni karla í körfubolta. Hundraðasti leikur Pavels í úrslitakeppni verður jafnframt fyrsti leikur karlaliðs Vals í úrslitaeinvígi í þrjátíu ár. Leikur eitt í úrslitaeinvígi Vals og Tindastóls í úrslitakeppni karla hefst klukkan 20.30 í Origo-höllinni en leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun Subway Körfuboltakvölds hefst klukkan 20.00 á sömu stöð og leikurinn verður síðan gerður upp að honum loknum. Pavel og félagar í Valsliðinu hafa unnið sex fyrstu leiki sína í úrslitakeppni sem er ekki algengt. Hundraðasti leikur hans hefði því að öllu eðlilegu átt að koma í undanúrslitunum en það hefur bara enginn ráðið við Valsliðið í þessari úrslitakeppni. Valsmenn sópuðu þannig Íslandsmeisturum Þórs frá Þorlákshöfn út úr undanúrslitunum með þremur sigrum með 11,3 stigum að meðaltali og það þrátt fyrir að leik tvo leikjanna á útivelli. Pavel lék sinn fyrsta leik í úrslitakeppni með ÍR-ingum vorið 2003 en þegar hann kom aftur heim eftir atvinnumennsku þá fór hann í KR. Hann lék í KR frá 2010 til 2011 og náði þar tveimur úrslitakeppnum og eftir tvö ár í Svíþjóð kom hann heim og var lykilmaður þegar KR varð Íslandsmeistari sex ár í röð frá 2014 til 2019. Pavel hefur síðan leikið með Val í þrjú tímabil. Á öðru árinu komst liðið í úrslitakeppni í fyrsta sinn í 29 ár og nú er liðið komið í lokaúrslit í fyrsta sinn í þrjá áratugi. Pavel er kominn í lokaúrslitin í áttunda skipti en hann hefur aldrei tapað þar. Pavel varð Íslandsmeistari með KR 2011, 2014, 2015, 2016, 2017, 2018 og 2019. Þetta þýðir um leið að Pavel hefur verið í sigurliði í 73 af 99 leikjum sínum í úrslitakeppni sem þýðir að sigurhlutfall liða með hann innanborðs er 74 prósent. Pavel er ekki sá eini í einvíginu sem nær væntanlega hundrað leikjum því Sigurður Gunnar Þorsteinsson leikur sinn 99. leik í úrslitakeppni í kvöld. Leikir Pavel Ermolinskij í úrslitakeppni: Átta liða úrslit 84% sigurhlutfall í 32 leikjum (27 sigurleikir - 5 tapleikir) 9 einvígi unnin 2 einvígi töpuð Undanúrslit 68% sigurhlutfall í 37 leikjum (25 sigurleikir - 12 tapleikir) 8 einvígi unnin 1 einvígi tapað Lokaúrslit 70% sigurhlutfall í 30 leikjum (21 sigurleikur - 9 tapleikir) 7 einvígi unnin 0 einvígi töpuð - Flestir leikir í úrslitakeppni karla 1. Gunnar Einarsson 149 leikir 2. Guðjón Skúlason 133 leikir 3. Brynjar Þór Björnsson 130 leikir 4. Teitur Örlygsson 115 leikir 5. Darri Hilmarsson 109 leikir 6. Páll Kristinsson 106 leikir 7. Páll Axel Vilbergsson 104 leikir 7. Magnús Þór Gunnarsson 104 leikir 9. Sigurður Á. Þorvaldsson 102 leikir 10. Pavel Ermolinskij 99 leikir 11. Sigurður Gunnar Þorsteinsson 98 leikir Subway-deild karla Valur Tindastóll Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Fótbolti Fleiri fréttir „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur Sjá meira
Hundraðasti leikur Pavels í úrslitakeppni verður jafnframt fyrsti leikur karlaliðs Vals í úrslitaeinvígi í þrjátíu ár. Leikur eitt í úrslitaeinvígi Vals og Tindastóls í úrslitakeppni karla hefst klukkan 20.30 í Origo-höllinni en leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun Subway Körfuboltakvölds hefst klukkan 20.00 á sömu stöð og leikurinn verður síðan gerður upp að honum loknum. Pavel og félagar í Valsliðinu hafa unnið sex fyrstu leiki sína í úrslitakeppni sem er ekki algengt. Hundraðasti leikur hans hefði því að öllu eðlilegu átt að koma í undanúrslitunum en það hefur bara enginn ráðið við Valsliðið í þessari úrslitakeppni. Valsmenn sópuðu þannig Íslandsmeisturum Þórs frá Þorlákshöfn út úr undanúrslitunum með þremur sigrum með 11,3 stigum að meðaltali og það þrátt fyrir að leik tvo leikjanna á útivelli. Pavel lék sinn fyrsta leik í úrslitakeppni með ÍR-ingum vorið 2003 en þegar hann kom aftur heim eftir atvinnumennsku þá fór hann í KR. Hann lék í KR frá 2010 til 2011 og náði þar tveimur úrslitakeppnum og eftir tvö ár í Svíþjóð kom hann heim og var lykilmaður þegar KR varð Íslandsmeistari sex ár í röð frá 2014 til 2019. Pavel hefur síðan leikið með Val í þrjú tímabil. Á öðru árinu komst liðið í úrslitakeppni í fyrsta sinn í 29 ár og nú er liðið komið í lokaúrslit í fyrsta sinn í þrjá áratugi. Pavel er kominn í lokaúrslitin í áttunda skipti en hann hefur aldrei tapað þar. Pavel varð Íslandsmeistari með KR 2011, 2014, 2015, 2016, 2017, 2018 og 2019. Þetta þýðir um leið að Pavel hefur verið í sigurliði í 73 af 99 leikjum sínum í úrslitakeppni sem þýðir að sigurhlutfall liða með hann innanborðs er 74 prósent. Pavel er ekki sá eini í einvíginu sem nær væntanlega hundrað leikjum því Sigurður Gunnar Þorsteinsson leikur sinn 99. leik í úrslitakeppni í kvöld. Leikir Pavel Ermolinskij í úrslitakeppni: Átta liða úrslit 84% sigurhlutfall í 32 leikjum (27 sigurleikir - 5 tapleikir) 9 einvígi unnin 2 einvígi töpuð Undanúrslit 68% sigurhlutfall í 37 leikjum (25 sigurleikir - 12 tapleikir) 8 einvígi unnin 1 einvígi tapað Lokaúrslit 70% sigurhlutfall í 30 leikjum (21 sigurleikur - 9 tapleikir) 7 einvígi unnin 0 einvígi töpuð - Flestir leikir í úrslitakeppni karla 1. Gunnar Einarsson 149 leikir 2. Guðjón Skúlason 133 leikir 3. Brynjar Þór Björnsson 130 leikir 4. Teitur Örlygsson 115 leikir 5. Darri Hilmarsson 109 leikir 6. Páll Kristinsson 106 leikir 7. Páll Axel Vilbergsson 104 leikir 7. Magnús Þór Gunnarsson 104 leikir 9. Sigurður Á. Þorvaldsson 102 leikir 10. Pavel Ermolinskij 99 leikir 11. Sigurður Gunnar Þorsteinsson 98 leikir
Leikir Pavel Ermolinskij í úrslitakeppni: Átta liða úrslit 84% sigurhlutfall í 32 leikjum (27 sigurleikir - 5 tapleikir) 9 einvígi unnin 2 einvígi töpuð Undanúrslit 68% sigurhlutfall í 37 leikjum (25 sigurleikir - 12 tapleikir) 8 einvígi unnin 1 einvígi tapað Lokaúrslit 70% sigurhlutfall í 30 leikjum (21 sigurleikur - 9 tapleikir) 7 einvígi unnin 0 einvígi töpuð - Flestir leikir í úrslitakeppni karla 1. Gunnar Einarsson 149 leikir 2. Guðjón Skúlason 133 leikir 3. Brynjar Þór Björnsson 130 leikir 4. Teitur Örlygsson 115 leikir 5. Darri Hilmarsson 109 leikir 6. Páll Kristinsson 106 leikir 7. Páll Axel Vilbergsson 104 leikir 7. Magnús Þór Gunnarsson 104 leikir 9. Sigurður Á. Þorvaldsson 102 leikir 10. Pavel Ermolinskij 99 leikir 11. Sigurður Gunnar Þorsteinsson 98 leikir
Subway-deild karla Valur Tindastóll Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Fótbolti Fleiri fréttir „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur Sjá meira