Joel Embiid spilaði meiddur í nótt og gæti þurft að fara í aðgerð Atli Arason skrifar 24. apríl 2022 09:30 Joel Embiid spilaði með spelku yfir hægri þumalputta í nótt. Hérna sést hann í eitt af mörgum skiptum setja þrýsting á puttan til að mæta sársaukanum. Getty Images Fjórir leikir voru spilaðir í 8-liða úrslitum úrslitakeppninar í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Nets á í hættu að vera sópað í sumarfrí á meðan Raptors stöðvaði sópinn. Joel Embiid, leikmaður Sixers, spilaði meiddur í tapi Philadelphia 76ers. Philadelphia 76ers 102-110 Toronto Raptors Toronto Raptors náði að forða því að vera sópað út úr úrslitakeppninni er þeir unnu 8 stiga sigur á Philadelphia 76ers, 102-110. Staðan í einvíginu er nú 3-1 fyrir Sixers en liðið sem er fryst til að vinna fjóra leiki vinnur einvígið. Sixers fær því annað tækifæri til að slá Raptors úr leik á heimavelli á mánudaginn. Joel Embiid, leikmaður Sixers, spilaði þrátt fyrir þumalputta meiðsli og hann byrjaði leikinn illa en tókst samt að gera 21 stig. Meiðsli Embiid verða skoðuð betur á morgun en hann gæti þurft að fara í aðgerð á puttanum en segist þó ætla að fresta því þangað til eftir tímabilið og spila í gegnum sársaukann, sama hver niðurstaða læknanna verður. Pascal Siakam, leikmaður Raptors, skoraði flest stig allra í leiknum en hann gerði 34 stig. 🌶️ 34 points for Pascal Siakam🌶️ New playoff-career high@pskills43 and the @Raptors force Game 5! pic.twitter.com/xZDQNybqul— NBA (@NBA) April 23, 2022 Memphis Grizzlies 118-119 Minnesota Timberwolves Minnesota Timberwolves vann eins stigs sigur á Memphis Grizzlies, 118-119, í leik þar sem úrslitin réðust á síðustu sekúndum leiksins. Liðin skiptust á að vinna leikhluta en Timberwolves hafði betur í síðustu sóknum leiksins þar sem Karl-Anthony Towns var öruggur á vítalínunni en Towns skoraði alls úr 14 af 17 vítum sínum í leiknum og var stigahæstur hjá Timberwolves með 33 stig. Desmond Bane gerði flest stig í liði Grizzlies, alls 34 punktar. Með sigrinum jafnaði Timberwolves einvígi liðanna í 8-liða úrslitum vesturdeildar. Staðan er núna 2-2 fyrir næsta leik liðanna sem er í Memphis á þriðjudaginn. Playoff career-high 30 for KAT!@Timberwolves 110@memgrizz 1074:29 left on ESPN pic.twitter.com/Trs7cv99sT— NBA (@NBA) April 24, 2022 Dallas Mavericks 99-100 Utah Jazz Utah Jazz vann eins stigs sigur á Dallas Mavericks, 99-100, í endurkomuleik Luka Doncic, leikmanns Mavericks. Þrátt fyrir að vera nýkominn til baka úr kálfa meiðslum þá var Doncic samt stigahæsti leikmaður vallarins með 30 stig ásamt því að taka 10 fráköst. Þetta var fyrsti leikur Doncic í úrslitakeppninni í ár en hann hefur misst af síðustu þremur leikjum vegna meiðslanna. Einvígið er nú allt jafnt í stöðunni 2-2 en liðin mætast í leik fimm í Dallas á mánudaginn. DONOVAN MITCHELL LOBS IT UP TO RUDY GOBERT FOR THE @utahjazz WIN!!! pic.twitter.com/2kBrp8Vzkn— NBA (@NBA) April 23, 2022 Boston Celtics 109-103 Brooklyn Nets Kyrie Irving og Kevin Durant eiga í hættu að vera sópað í sumarfrí þar sem Brooklyn Nets tapaði þriðja leik sínum í röð gegn Boston Celtics, 109-103. Aftur var það frábær varnarleikur Celtics sem skóp sigurinn en gestirnir frá Boston þvinguðu Nets í 21 tapaðan bolta sem urðu að 37 stigum fyrir Celtics. Irving og Durant skoruðu báðir einungis 16 stig en Jayson Tatum fór á kostum í liði Celtics og var lang stigahæstur með 39 punkta. Liðinn mætast í fjórða sinn aftur í Brooklyn á mánudaginn þar sem heimamenn í Nets verða með bakið upp við veginn. 15 second-half points for Jaylen Brown help the @celtics go up 3-0 🔥GAME 4: Monday, 7 PM ET, TNT pic.twitter.com/83MN0vYI6R— NBA (@NBA) April 24, 2022 NBA Mest lesið Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Fótbolti Sir Mo Farah elti uppi þjófa sem stálu símanum hans Sport Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport Markvörður Bayern með krabbamein Fótbolti Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport Fleiri fréttir Leik lokið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Sjá meira
Philadelphia 76ers 102-110 Toronto Raptors Toronto Raptors náði að forða því að vera sópað út úr úrslitakeppninni er þeir unnu 8 stiga sigur á Philadelphia 76ers, 102-110. Staðan í einvíginu er nú 3-1 fyrir Sixers en liðið sem er fryst til að vinna fjóra leiki vinnur einvígið. Sixers fær því annað tækifæri til að slá Raptors úr leik á heimavelli á mánudaginn. Joel Embiid, leikmaður Sixers, spilaði þrátt fyrir þumalputta meiðsli og hann byrjaði leikinn illa en tókst samt að gera 21 stig. Meiðsli Embiid verða skoðuð betur á morgun en hann gæti þurft að fara í aðgerð á puttanum en segist þó ætla að fresta því þangað til eftir tímabilið og spila í gegnum sársaukann, sama hver niðurstaða læknanna verður. Pascal Siakam, leikmaður Raptors, skoraði flest stig allra í leiknum en hann gerði 34 stig. 🌶️ 34 points for Pascal Siakam🌶️ New playoff-career high@pskills43 and the @Raptors force Game 5! pic.twitter.com/xZDQNybqul— NBA (@NBA) April 23, 2022 Memphis Grizzlies 118-119 Minnesota Timberwolves Minnesota Timberwolves vann eins stigs sigur á Memphis Grizzlies, 118-119, í leik þar sem úrslitin réðust á síðustu sekúndum leiksins. Liðin skiptust á að vinna leikhluta en Timberwolves hafði betur í síðustu sóknum leiksins þar sem Karl-Anthony Towns var öruggur á vítalínunni en Towns skoraði alls úr 14 af 17 vítum sínum í leiknum og var stigahæstur hjá Timberwolves með 33 stig. Desmond Bane gerði flest stig í liði Grizzlies, alls 34 punktar. Með sigrinum jafnaði Timberwolves einvígi liðanna í 8-liða úrslitum vesturdeildar. Staðan er núna 2-2 fyrir næsta leik liðanna sem er í Memphis á þriðjudaginn. Playoff career-high 30 for KAT!@Timberwolves 110@memgrizz 1074:29 left on ESPN pic.twitter.com/Trs7cv99sT— NBA (@NBA) April 24, 2022 Dallas Mavericks 99-100 Utah Jazz Utah Jazz vann eins stigs sigur á Dallas Mavericks, 99-100, í endurkomuleik Luka Doncic, leikmanns Mavericks. Þrátt fyrir að vera nýkominn til baka úr kálfa meiðslum þá var Doncic samt stigahæsti leikmaður vallarins með 30 stig ásamt því að taka 10 fráköst. Þetta var fyrsti leikur Doncic í úrslitakeppninni í ár en hann hefur misst af síðustu þremur leikjum vegna meiðslanna. Einvígið er nú allt jafnt í stöðunni 2-2 en liðin mætast í leik fimm í Dallas á mánudaginn. DONOVAN MITCHELL LOBS IT UP TO RUDY GOBERT FOR THE @utahjazz WIN!!! pic.twitter.com/2kBrp8Vzkn— NBA (@NBA) April 23, 2022 Boston Celtics 109-103 Brooklyn Nets Kyrie Irving og Kevin Durant eiga í hættu að vera sópað í sumarfrí þar sem Brooklyn Nets tapaði þriðja leik sínum í röð gegn Boston Celtics, 109-103. Aftur var það frábær varnarleikur Celtics sem skóp sigurinn en gestirnir frá Boston þvinguðu Nets í 21 tapaðan bolta sem urðu að 37 stigum fyrir Celtics. Irving og Durant skoruðu báðir einungis 16 stig en Jayson Tatum fór á kostum í liði Celtics og var lang stigahæstur með 39 punkta. Liðinn mætast í fjórða sinn aftur í Brooklyn á mánudaginn þar sem heimamenn í Nets verða með bakið upp við veginn. 15 second-half points for Jaylen Brown help the @celtics go up 3-0 🔥GAME 4: Monday, 7 PM ET, TNT pic.twitter.com/83MN0vYI6R— NBA (@NBA) April 24, 2022
NBA Mest lesið Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Fótbolti Sir Mo Farah elti uppi þjófa sem stálu símanum hans Sport Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport Markvörður Bayern með krabbamein Fótbolti Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport Fleiri fréttir Leik lokið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Sjá meira