LeBron gæti neitað að framlengja við Lakers í von um að vinna titla Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. apríl 2022 09:31 LeBron James gæti fært sig um set. Jason Miller/Getty Images Eftir skelfingar tímabil Los Angeles Lakers í NBA-deildinni eru orðrómar á kreiki að stórstjarna liðsins, LeBron James, gæti neitað að framlengja samning sinn við félagið í von um að vinna titil annarsstaðar. Mikið hefur verið rætt og ritað um framtíð hins 37 ára gamla James að undanförnu. Lakers eru ekki í úrslitakeppninni, LeBron hefur verið að glíma við meiðsli á leiktíðinni og hin stórstjarna liðsins - Anthony Davis - er aldrei til staðar. Það sem átti svo að reynast þriðja stórstjarna liðsins - Russell Westbrook - reyndist vera kötturinn í sekknum. My latest look at the LeBron James-Lakers experience, at @TheAthletic * What I'm hearing about his possible extension * What matters most in his later years, from title chances to Bronny* Why the front office/scouting infrastructure mattershttps://t.co/ZZsXPzUz4d— Sam Amick (@sam_amick) April 12, 2022 Þrátt fyrir allt þetta eru allar líkur á að LeBron bæti stigametNBA-deildarinnar á næstu leiktíð. Þá hefur hann gefið út að hann vilji spila í deildinni til ársins 2025 en sonur hans, Bronny James, gæti komið inn í deildina sumarið 2024. Allt þetta hefur fengið blaðamenn – og fleiri – til að velta fyrir sér hvort LeBron spili hjá Lakers út ferilinn. Nú hefur annarri ástæðu verið bætt við. Talið erað LeBron sé að íhuga að færa sig um set þegar samningur hans við Lakers rennur út í von um að landa enn einum titlinum. Tími hans hjá Lakers hefur skilað einum slíkum en að sama skapi hefur liðið tvívegis misst af sæti í úrslitakeppninni. — LeBron James (@KingJames) April 13, 2022 Samningur LeBron rennur út eftir næsta tímabil en þá gæti hann endursamið við Lakers til ársins 2025 á eins góðum launum og mögulegt er. Það er samt spurning hvort hann ákveði að semja við annað lið með von um að vinna titil og mögulega tryggja þar með að sonur hans verði valinn í nýliðavalinu 2024. Ef eitthvað er að marka viðtalið sem LeBron fór í eftir að tímabilinu lauk þá heldur hann öllum möguleikum opnum. Hann hefur svo gefið í skyn að hann væri til í að spila með Stephen Curry. Hver veit nema það verði að veruleika áður en þessi magnaði leikmaður leggur skóna á hilluna. Hvenær svo sem það verður. Körfubolti NBA Mest lesið Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Fótbolti Sir Mo Farah elti uppi þjófa sem stálu símanum hans Sport Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport Leik lokið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel Körfubolti Markvörður Bayern með krabbamein Fótbolti Fleiri fréttir „Gaman að vera ekki aumingi“ Leik lokið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Sjá meira
Mikið hefur verið rætt og ritað um framtíð hins 37 ára gamla James að undanförnu. Lakers eru ekki í úrslitakeppninni, LeBron hefur verið að glíma við meiðsli á leiktíðinni og hin stórstjarna liðsins - Anthony Davis - er aldrei til staðar. Það sem átti svo að reynast þriðja stórstjarna liðsins - Russell Westbrook - reyndist vera kötturinn í sekknum. My latest look at the LeBron James-Lakers experience, at @TheAthletic * What I'm hearing about his possible extension * What matters most in his later years, from title chances to Bronny* Why the front office/scouting infrastructure mattershttps://t.co/ZZsXPzUz4d— Sam Amick (@sam_amick) April 12, 2022 Þrátt fyrir allt þetta eru allar líkur á að LeBron bæti stigametNBA-deildarinnar á næstu leiktíð. Þá hefur hann gefið út að hann vilji spila í deildinni til ársins 2025 en sonur hans, Bronny James, gæti komið inn í deildina sumarið 2024. Allt þetta hefur fengið blaðamenn – og fleiri – til að velta fyrir sér hvort LeBron spili hjá Lakers út ferilinn. Nú hefur annarri ástæðu verið bætt við. Talið erað LeBron sé að íhuga að færa sig um set þegar samningur hans við Lakers rennur út í von um að landa enn einum titlinum. Tími hans hjá Lakers hefur skilað einum slíkum en að sama skapi hefur liðið tvívegis misst af sæti í úrslitakeppninni. — LeBron James (@KingJames) April 13, 2022 Samningur LeBron rennur út eftir næsta tímabil en þá gæti hann endursamið við Lakers til ársins 2025 á eins góðum launum og mögulegt er. Það er samt spurning hvort hann ákveði að semja við annað lið með von um að vinna titil og mögulega tryggja þar með að sonur hans verði valinn í nýliðavalinu 2024. Ef eitthvað er að marka viðtalið sem LeBron fór í eftir að tímabilinu lauk þá heldur hann öllum möguleikum opnum. Hann hefur svo gefið í skyn að hann væri til í að spila með Stephen Curry. Hver veit nema það verði að veruleika áður en þessi magnaði leikmaður leggur skóna á hilluna. Hvenær svo sem það verður.
Körfubolti NBA Mest lesið Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Fótbolti Sir Mo Farah elti uppi þjófa sem stálu símanum hans Sport Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport Leik lokið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel Körfubolti Markvörður Bayern með krabbamein Fótbolti Fleiri fréttir „Gaman að vera ekki aumingi“ Leik lokið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Sjá meira