Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - HK 27-21 | Tveir sigurleikir í röð hjá Stjörnunni Dagur Lárusson skrifar 1. apríl 2022 22:19 Stjörnumenn fagna sigri en þeir virðast vera komnir aftur í gang. Vísir/Hulda Margrét Stjarnan tryggði sæti sitt endanlega í úrslitakeppninni í Olís-deild karla í handbolta í kvöld eftir sigur liðsins gegn HK. Fyrir leikinn var Stjarnan í sjötta sæti deildarinnar með tuttugu stig á meðan HK var í ellefta sætinu með fjögur stig og þegar fallið. Leikurinn var mjög jafn til að byrja með og var aldrei meira en eins marks munur á liðunum fyrstu tíu til fimmtán mínútur leiksins. Einar Bragi fór fyrir liðið HK og skoraði fjögur af fyrstu sjö mörkum liðsins og átti tvær stoðsendingar líka. Eftir þennan jafna kafla byrjaði Stjarnan að taka völdin á vellinum og var það að stórum hluta vegna frammistöðu Arnórs í markinu sem lokaði markinu á tímabili en það liðu sjö mínútur á milli marka hjá HK. Stjarnan fór í hálfleikinn með fjögurra marka forystu, 14-10. HK byrjaði seinni hálfleikinn vel og skoraði fyrstu tvö mörkin og minnkaði forskot Stjörnunnar í tvö mörk. Nær komust gestirnir þó aldrei og eftir þennan góða kafla HK fór Stjarnan aftur á skrið og sýndi frábæra frammistöðu út leikinn. Hjálmtýr Alfreðsson kom inn í vinstra hornið fyrir Dag undir lokin og skoraði fjögur mörk, öll virkilega glæsileg. Markahæstur í leiknum var Einar Bragi með níu mörk en hann fór fyrir sóknarleik HK enn einn leikinn. Það var svo Starri Friðriksson sem var markahæstur í liði Stjörnunnar með fimm mörk. Af hverju vann Stjarnan? Arnór var algjörlega frábær í marki Stjörnunnar og varði fimmtán skot og lagði grunninn að sigrinum. Leikurinn var jafn til að byrja með en smátt og smátt sýndi Stjarnan yfirburði sína. Hverjar stóðu upp úr? Ef HK hefði verið án Einars Braga í kvöld þá hefði þetta verið mikið stærri sigur Stjörnunnar, hann fór algjörlega fyrir sóknarleik liðsins, ekki bara með mörkunum sínum níu heldur einnig með nokkrum stoðsendingum. En maður leiksins var klárlega Arnór Freyr Stefánsson í marki Stjörnunnar með sín fimmtán vörðu skot. Hvað fór illa? HK þarf eflaust fleiri leikmenn til þess að stíga upp í sóknarleiknum, á tímum virðist liðið treysta full mikið á einstaka leikmenn. Hvað gerist næst? Næsti leikur HK er gegn Víking næsta miðvikudagskvöld en næsti leikur Stjörnunnar er gegn Fram það sama kvöld. Sebastian Alexandersson, þjálfari HKVísir/Vilhelm Sebastian: Mín fyrstu viðbrögð eru ekki hæf í sjónvarpi ,,Ég er sem betur fer búinn að ná að róa mig aðeins niður svo ég sé ekki að fara að láta þig fá mín fyrstu viðbrögð eftir þennan leik, þau eru ekki hæf í sjónvarpi,” byrjaði Sebastian Alexandersson, þjálfari HK, að segja eftir leik. ,,Ég er mjög ánægður með liðið mitt, við skulum hafa það á hreinu. Við byrjuðum frábærlega í sókn og varnarleikurinn heilt yfir ágætur yfir allan leikinn. En þetta var enn einn leikurinn þar sem við fengum brottvísun á andstæðinginn en við fengum ekki boltann aftur. En svona er þetta, við erum orðnir vanir þessu því þetta er búið að vera svona í allan vetur,” hélt Alexander áfram og var þá að tala um dómgæsluna. ,,En mér fannst Arnór frábær í markinu hjá Stjörnunni og hann var að verja skotin sem við erum vanir að fá fullt af mörkum úr. Þeir gáfu okkur langt skotin, við tókum þau en hann varði þau og það er ekkert meira um það að segja.” Sebastian var ósáttur með smáatriðin í spilamennsku síns liðs gegn Gróttu í síðasta leik en hann vildi meina að þau hafi verið flest öll í lagi í kvöld. ,,Varðandi smáatriðin þá erum við alltaf að taka skref í rétta átt. En mér fannst oft þegar þeir voru að lenda í vandræðum í sókninni þá komu þeir með sendingar í hornið sem við vorum ekki nógu vakandi að standa í sendingar leiðinni,” endaði Sebastian að segja eftir leik. Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörnunnar.Vísir/Hulda Margrét Patrekur Jóhannesson: Ánægðastur með andann og ástríðuna ,,Ég er ánægður með sigurinn, fyrstu fimmtán kannski ekki nægilega góðar en eftir það var þetta flott,” byrjaði Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörnunnar, að segja í viðtali eftir leik. ,,Ég var ekkert rosalega ánægður með vörnina fyrstu fimmtán mínútur leiksins, þá vantaði svona þetta síðasta. Sóknarlega vorum við að koma okkur trekk í trekk í færi en klikkuðum svolítið á þeim og þá var þetta jafn leikur en síðan náum við fjögurra marka forystu í hálfleik,” hélt Patrekur áfram. Patrekur vildi þó meina að spilamennska liðsins hafi verið aðeins betri gegn FH í síðasta leik. ,,Það er auðvitað alltaf eitthvað sem maður finnur af hverri frammistöðu, til dæmis fannst mér leikurinn gegn FH ver betri hjá okkur. Við spiluðum ágætlega og það gekk svo sem allt eftir plani í dag en við vorum að klikka á alltof mikið af dauðafærum. Við getum nýtt þetta betur í komandi leikjum. Það sem Patrekur var ánægðastur með var andinn og ástríðan í liðinu. ,,Það sem ég er ánægðastur með, bæði í FH leiknum og í 45 mínútur í dag var þessi andi og þessi ástríða. Við þurfum á því að halda, þessu Stjörnu hjarta og við verðum að fá það áfram í næstu leiki,” endaði Patrekur á að segja. Olís-deild karla Stjarnan HK
Stjarnan tryggði sæti sitt endanlega í úrslitakeppninni í Olís-deild karla í handbolta í kvöld eftir sigur liðsins gegn HK. Fyrir leikinn var Stjarnan í sjötta sæti deildarinnar með tuttugu stig á meðan HK var í ellefta sætinu með fjögur stig og þegar fallið. Leikurinn var mjög jafn til að byrja með og var aldrei meira en eins marks munur á liðunum fyrstu tíu til fimmtán mínútur leiksins. Einar Bragi fór fyrir liðið HK og skoraði fjögur af fyrstu sjö mörkum liðsins og átti tvær stoðsendingar líka. Eftir þennan jafna kafla byrjaði Stjarnan að taka völdin á vellinum og var það að stórum hluta vegna frammistöðu Arnórs í markinu sem lokaði markinu á tímabili en það liðu sjö mínútur á milli marka hjá HK. Stjarnan fór í hálfleikinn með fjögurra marka forystu, 14-10. HK byrjaði seinni hálfleikinn vel og skoraði fyrstu tvö mörkin og minnkaði forskot Stjörnunnar í tvö mörk. Nær komust gestirnir þó aldrei og eftir þennan góða kafla HK fór Stjarnan aftur á skrið og sýndi frábæra frammistöðu út leikinn. Hjálmtýr Alfreðsson kom inn í vinstra hornið fyrir Dag undir lokin og skoraði fjögur mörk, öll virkilega glæsileg. Markahæstur í leiknum var Einar Bragi með níu mörk en hann fór fyrir sóknarleik HK enn einn leikinn. Það var svo Starri Friðriksson sem var markahæstur í liði Stjörnunnar með fimm mörk. Af hverju vann Stjarnan? Arnór var algjörlega frábær í marki Stjörnunnar og varði fimmtán skot og lagði grunninn að sigrinum. Leikurinn var jafn til að byrja með en smátt og smátt sýndi Stjarnan yfirburði sína. Hverjar stóðu upp úr? Ef HK hefði verið án Einars Braga í kvöld þá hefði þetta verið mikið stærri sigur Stjörnunnar, hann fór algjörlega fyrir sóknarleik liðsins, ekki bara með mörkunum sínum níu heldur einnig með nokkrum stoðsendingum. En maður leiksins var klárlega Arnór Freyr Stefánsson í marki Stjörnunnar með sín fimmtán vörðu skot. Hvað fór illa? HK þarf eflaust fleiri leikmenn til þess að stíga upp í sóknarleiknum, á tímum virðist liðið treysta full mikið á einstaka leikmenn. Hvað gerist næst? Næsti leikur HK er gegn Víking næsta miðvikudagskvöld en næsti leikur Stjörnunnar er gegn Fram það sama kvöld. Sebastian Alexandersson, þjálfari HKVísir/Vilhelm Sebastian: Mín fyrstu viðbrögð eru ekki hæf í sjónvarpi ,,Ég er sem betur fer búinn að ná að róa mig aðeins niður svo ég sé ekki að fara að láta þig fá mín fyrstu viðbrögð eftir þennan leik, þau eru ekki hæf í sjónvarpi,” byrjaði Sebastian Alexandersson, þjálfari HK, að segja eftir leik. ,,Ég er mjög ánægður með liðið mitt, við skulum hafa það á hreinu. Við byrjuðum frábærlega í sókn og varnarleikurinn heilt yfir ágætur yfir allan leikinn. En þetta var enn einn leikurinn þar sem við fengum brottvísun á andstæðinginn en við fengum ekki boltann aftur. En svona er þetta, við erum orðnir vanir þessu því þetta er búið að vera svona í allan vetur,” hélt Alexander áfram og var þá að tala um dómgæsluna. ,,En mér fannst Arnór frábær í markinu hjá Stjörnunni og hann var að verja skotin sem við erum vanir að fá fullt af mörkum úr. Þeir gáfu okkur langt skotin, við tókum þau en hann varði þau og það er ekkert meira um það að segja.” Sebastian var ósáttur með smáatriðin í spilamennsku síns liðs gegn Gróttu í síðasta leik en hann vildi meina að þau hafi verið flest öll í lagi í kvöld. ,,Varðandi smáatriðin þá erum við alltaf að taka skref í rétta átt. En mér fannst oft þegar þeir voru að lenda í vandræðum í sókninni þá komu þeir með sendingar í hornið sem við vorum ekki nógu vakandi að standa í sendingar leiðinni,” endaði Sebastian að segja eftir leik. Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörnunnar.Vísir/Hulda Margrét Patrekur Jóhannesson: Ánægðastur með andann og ástríðuna ,,Ég er ánægður með sigurinn, fyrstu fimmtán kannski ekki nægilega góðar en eftir það var þetta flott,” byrjaði Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörnunnar, að segja í viðtali eftir leik. ,,Ég var ekkert rosalega ánægður með vörnina fyrstu fimmtán mínútur leiksins, þá vantaði svona þetta síðasta. Sóknarlega vorum við að koma okkur trekk í trekk í færi en klikkuðum svolítið á þeim og þá var þetta jafn leikur en síðan náum við fjögurra marka forystu í hálfleik,” hélt Patrekur áfram. Patrekur vildi þó meina að spilamennska liðsins hafi verið aðeins betri gegn FH í síðasta leik. ,,Það er auðvitað alltaf eitthvað sem maður finnur af hverri frammistöðu, til dæmis fannst mér leikurinn gegn FH ver betri hjá okkur. Við spiluðum ágætlega og það gekk svo sem allt eftir plani í dag en við vorum að klikka á alltof mikið af dauðafærum. Við getum nýtt þetta betur í komandi leikjum. Það sem Patrekur var ánægðastur með var andinn og ástríðan í liðinu. ,,Það sem ég er ánægðastur með, bæði í FH leiknum og í 45 mínútur í dag var þessi andi og þessi ástríða. Við þurfum á því að halda, þessu Stjörnu hjarta og við verðum að fá það áfram í næstu leiki,” endaði Patrekur á að segja.
Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 75-96 | Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta fleytir Skagfirðingum á toppinn Körfubolti
Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 75-96 | Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta fleytir Skagfirðingum á toppinn Körfubolti