„Þakklátur að fara héðan með sigur“ Árni Gísli Magnússon skrifar 27. mars 2022 21:47 Helgi Már Magnússon Vísir/Bára KR vann nauman sigur á Þór Akureyri fyrir norðan í kvöld, 91-93. Helgi Már Magnússon, þjálfari KR, var ekki sáttur við margt í leik liðsins í dag en mjög feginn stigunum enda liðið í harðri baráttu um að komast í úrslitakeppni. „Ég er bara þakklátur að fara héðan með sigur. Ég ætla ekki að taka neitt af Þórsurunum en frammistaðan okkar var ekki til fyrirmyndar.” Kom Þórsliðið Helga á óvart eða var KR liðið bara slakt í kvöld? „Við höfum alveg fylgst með þessu Þórsliði ágætlega og vitum alveg hvað þeir geta en við erum með 24 tapaða bolta, allt annað ef þú skoðar tölfræðiblaðið var bara okkur í hag; vorum að skjóta vel, vorum að frákasta vel en léleg vörn stóran hluta leiks og ótrúlegir tapaðir boltar.” Eins og Helgi kom inn á var KR með 24 tapaða bolta í dag sem er gríðarlega mikið. Var það bara óagaður sóknarleikur sem orkaði þessum fjölda? „Mér fannst stór hluti þeirra ekkert vera vörnin sem var að þrýsta okkur í einhverja tapaða bolta en það kom alveg inn á milli vissulega en stór hluti þeirra var bara kjánaleg ákvörðunartaka en við bara unnum og flott en við verðum að gera miklu betur í næsta leik. KR fékk nýlega til liðs við sig Finnskan leikmann, Carl Lindbom, sem var í hóp í dag en kom ekkert við sögu. Helgi segir hann vera lítillega meiddan. „Hann fékk högg á hendina og var frá í þessum leik en hann verður með í næsta.” Þegar þetta er skrifað er Valur að sigra Breiðablik og ef svo fer dugir KR að sigra Val í lokaleik sínum burtséð frá því hvernig leikur Blika fer til þess að komast í úrslitakeppni. Helgi segir að auðvitað sé best fyrir liðið að hafa örlögin í þeirra eigin höndum. „Það er heill hálfleikur eftir þannig ég ætla ekkert að vera fagna því eitthvað en jú auðvitað viljum við hafa þetta í okkar höndum og vonandi verður þetta þannig.” KR mætir Val í lokaumferðinni þar sem í ljós kemur hvort að liðið verði með í úrslitakeppninni. Leikir þessara liða hafa verið rosalegir og ber þar hæst eftirminnileg sería liðanna í 8-liða úrslitum í fyrra. „Við þurfum að gefa allt í þetta en frammistaðan þarf að vera töluvert betri heldur en hérna í kvöld.” Isaiah Manderson spilaði sinn þriðja leik fyrir KR í kvöld og endaði með 19 stig og 10 fráköst. Helgi vonanst til þess að hann komist enn betur inn í leik KR-liðsins fyrir úrslitakeppnina ef liðið fer þangað. „Hann getur komið sér miklu betur inn í þetta og við að fara spila með hann líka en það er fullt af hlutum sem við þurfum að finna út úr, þetta er náttúrulega bara þriðji leikurinn hans og menn eru að venjast honum en það var ekkert við hann að sakast, hann spilaði bara ágætlega hérna í kvöld.” KR Subway-deild karla Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Leik lokið: Þór Ak. - KR 91-93 | Naumur sigur KR-inga fyrir norðan KR þarf á stigum að halda gegn föllnu liði Þórs á Akureyri í baráttunni um síðustu sætin í úrslitakeppni Subway-deildar karla í körfubolta. 27. mars 2022 20:43 Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Sóley Margrét heimsmeistari Sport Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Fleiri fréttir LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Sjá meira
Helgi Már Magnússon, þjálfari KR, var ekki sáttur við margt í leik liðsins í dag en mjög feginn stigunum enda liðið í harðri baráttu um að komast í úrslitakeppni. „Ég er bara þakklátur að fara héðan með sigur. Ég ætla ekki að taka neitt af Þórsurunum en frammistaðan okkar var ekki til fyrirmyndar.” Kom Þórsliðið Helga á óvart eða var KR liðið bara slakt í kvöld? „Við höfum alveg fylgst með þessu Þórsliði ágætlega og vitum alveg hvað þeir geta en við erum með 24 tapaða bolta, allt annað ef þú skoðar tölfræðiblaðið var bara okkur í hag; vorum að skjóta vel, vorum að frákasta vel en léleg vörn stóran hluta leiks og ótrúlegir tapaðir boltar.” Eins og Helgi kom inn á var KR með 24 tapaða bolta í dag sem er gríðarlega mikið. Var það bara óagaður sóknarleikur sem orkaði þessum fjölda? „Mér fannst stór hluti þeirra ekkert vera vörnin sem var að þrýsta okkur í einhverja tapaða bolta en það kom alveg inn á milli vissulega en stór hluti þeirra var bara kjánaleg ákvörðunartaka en við bara unnum og flott en við verðum að gera miklu betur í næsta leik. KR fékk nýlega til liðs við sig Finnskan leikmann, Carl Lindbom, sem var í hóp í dag en kom ekkert við sögu. Helgi segir hann vera lítillega meiddan. „Hann fékk högg á hendina og var frá í þessum leik en hann verður með í næsta.” Þegar þetta er skrifað er Valur að sigra Breiðablik og ef svo fer dugir KR að sigra Val í lokaleik sínum burtséð frá því hvernig leikur Blika fer til þess að komast í úrslitakeppni. Helgi segir að auðvitað sé best fyrir liðið að hafa örlögin í þeirra eigin höndum. „Það er heill hálfleikur eftir þannig ég ætla ekkert að vera fagna því eitthvað en jú auðvitað viljum við hafa þetta í okkar höndum og vonandi verður þetta þannig.” KR mætir Val í lokaumferðinni þar sem í ljós kemur hvort að liðið verði með í úrslitakeppninni. Leikir þessara liða hafa verið rosalegir og ber þar hæst eftirminnileg sería liðanna í 8-liða úrslitum í fyrra. „Við þurfum að gefa allt í þetta en frammistaðan þarf að vera töluvert betri heldur en hérna í kvöld.” Isaiah Manderson spilaði sinn þriðja leik fyrir KR í kvöld og endaði með 19 stig og 10 fráköst. Helgi vonanst til þess að hann komist enn betur inn í leik KR-liðsins fyrir úrslitakeppnina ef liðið fer þangað. „Hann getur komið sér miklu betur inn í þetta og við að fara spila með hann líka en það er fullt af hlutum sem við þurfum að finna út úr, þetta er náttúrulega bara þriðji leikurinn hans og menn eru að venjast honum en það var ekkert við hann að sakast, hann spilaði bara ágætlega hérna í kvöld.”
KR Subway-deild karla Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Leik lokið: Þór Ak. - KR 91-93 | Naumur sigur KR-inga fyrir norðan KR þarf á stigum að halda gegn föllnu liði Þórs á Akureyri í baráttunni um síðustu sætin í úrslitakeppni Subway-deildar karla í körfubolta. 27. mars 2022 20:43 Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Sóley Margrét heimsmeistari Sport Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Fleiri fréttir LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Sjá meira
Leik lokið: Þór Ak. - KR 91-93 | Naumur sigur KR-inga fyrir norðan KR þarf á stigum að halda gegn föllnu liði Þórs á Akureyri í baráttunni um síðustu sætin í úrslitakeppni Subway-deildar karla í körfubolta. 27. mars 2022 20:43