Umfjöllun og viðtöl: Valur - Haukar 73-65| Annar tapleikur Hauka eftir bikarmeistaratitil Andri Már Eggertsson skrifar 27. mars 2022 20:08 Valur - Haukar. VÍS bikar kvenna. Vetur 2021-2022. Körfubolti. Valur vann toppslaginn gegn Haukum í Subway-deild kvenna 73-65. Þetta var annar leikurinn í röð sem Haukar tapa eftir að hafa unnið VÍS-bikarinn. Ólafur Jónas Sigurðsson, þjálfari Vals, talaði um fyrir leik að margar í Val hafi verið veikar í vikunni og ekki getað æft fyrir leikinn. Byrjun Vals bar þess merki þar sem Valur byrjaði leikinn illa og voru Haukar átta stigum yfir eftir fimm mínútna leik. Eftir hikstandi byrjun hrökk Valur í gang og var stigi yfir eftir tíðindalítinn fyrsta leikhluta sem endaði 15-14. Það var mikið um tapaða bolta í fyrri hálfleik hjá báðum liðum. Valur tapaði þrettán boltum sem var þremur meira en Haukar sem töpuðu tíu boltum. Annar leikhluti var ekki góður hjá Val og í stöðunni 19-19 tóku Haukar yfir leikinn. Gestirnir frá Hafnarfirði enduðu leikhlutann á 6-14 áhlaupi. Bríet Sif Hinriksdóttir kórónaði góðan leikhluta hjá Haukum með flautuþristi og var staðan 25-32 í hálfleik. Eftir lélegan fyrri hálfleik var allt annað að sjá Val í upphafi síðari hálfleiks. Vörnin var góð sem skilaði sér í auðveldum körfum á hinum enda vallarins. Valur náði 19-5 áhlaupi á fyrstu fimm mínútum seinni hálfleiks og var staðan 44-37. Eftir að hafa aðeins hitt úr einu þriggja stiga skoti af níu teknum í fyrri hálfleik byrjaði Valur á að hitta úr fyrstu sex þriggja stiga skotunum í seinni hálfleik. Valur endaði á að gera 30 stig í þriðja leikhluta sem var fimm stigum meira en Valur skoraði í fyrri hálfleik. Í fjórða leikhluta fóru gestirnir að tvöfalda á Ameryst Alston enda lék hún Hauka grátt í þriðja leikhluta og gerði 21 stig. Haukar unnu fjórða leikhluta með einu stigi en tókst aldrei að ógna forskoti Vals sem vann að lokum átta stiga sigur 73-65. Af hverju vann Valur? Eftir dapran fyrri hálfleik var þriðji leikhluti Vals magnaður og gekk allt upp á báðum endum vallarins. Þrátt fyrir að Haukar fundu sig betur í fjórða leikhluta áttu gestirnir ekki möguleika í Valskonur. Hverjar stóðu upp úr? Ameryst Alston fór á kostum í þriðja leikhluta og gerði 21 stig. Alston var nálægt þrefaldri tvennu þar sem hún gerði 35 stig, tók 11 fráköst og gaf 7 stoðsendingar. Ásta Júlía Grímsdóttir átti einnig afar góðan leik en hún gerði 5 stig og tók 12 fráköst. Helena Sverrisdóttir var stigahæst hjá Haukum með 22 stig. Hvað gekk illa? Varnarleikur Hauka hrundi í seinni hálfleik. Eftir að hafa haldið Val í aðeins 25 stigum í fyrri hálfleik fór allt úrskeiðis í seinni hálfleik og gerði Valur 30 stig í þriðja leikhluta. Hvað gerist næst? Deildarkeppnin klárast næsta miðvikudag. Valur fer í Dalhús og mætir Fjölni klukkan 19:15. Haukar fá Breiðablik í heimsókn klukkan 19:30. Bjarni: Hef ekki áhyggjur þrátt fyrir að það sé stutt í úrslitakeppnina Bjarni Magnússon var svekktur eftir leikVísir/Bára Bjarni Magnússon, þjálfari Hauka, var afar svekktur með annað tap Hauka í röð. „Munurinn lá í þriðja leikhluta, við vorum ekki nógu góðar á báðum endum vallarins og spiluðum við einfaldlega ekki nægilega vel í seinni hálfleik,“ sagði Bjarni eftir leik. Bjarni var afar svekktur með þriðja leikhluta þar sem allt gekk upp hjá Val. „Varnarfærslurnar sem við vorum að einbeita okkur að voru ekki til staðar. Við vorum hægar að hreyfa okkur, við vorum á hælunum á þessum kafla og vorum við of lengi að bregðast við.“ Haukar hafa tapað tveimur leikjum í röð eftir að liðið vann VÍS-bikarinn síðustu helgi en Bjarni hefur ekki áhyggjur af genginu fyrir úrslitakeppnina. „Ég hef engar áhyggjur, ég veit hvað þessar stelpur geta en þetta var ekki frammistaðan sem ég var að leita eftir í kvöld en við eigum einn leik eftir gegn Breiðabliki og svo byrjar úrslitakeppnin,“ sagði Bjarni að lokum. Subway-deild karla Valur Haukar
Valur vann toppslaginn gegn Haukum í Subway-deild kvenna 73-65. Þetta var annar leikurinn í röð sem Haukar tapa eftir að hafa unnið VÍS-bikarinn. Ólafur Jónas Sigurðsson, þjálfari Vals, talaði um fyrir leik að margar í Val hafi verið veikar í vikunni og ekki getað æft fyrir leikinn. Byrjun Vals bar þess merki þar sem Valur byrjaði leikinn illa og voru Haukar átta stigum yfir eftir fimm mínútna leik. Eftir hikstandi byrjun hrökk Valur í gang og var stigi yfir eftir tíðindalítinn fyrsta leikhluta sem endaði 15-14. Það var mikið um tapaða bolta í fyrri hálfleik hjá báðum liðum. Valur tapaði þrettán boltum sem var þremur meira en Haukar sem töpuðu tíu boltum. Annar leikhluti var ekki góður hjá Val og í stöðunni 19-19 tóku Haukar yfir leikinn. Gestirnir frá Hafnarfirði enduðu leikhlutann á 6-14 áhlaupi. Bríet Sif Hinriksdóttir kórónaði góðan leikhluta hjá Haukum með flautuþristi og var staðan 25-32 í hálfleik. Eftir lélegan fyrri hálfleik var allt annað að sjá Val í upphafi síðari hálfleiks. Vörnin var góð sem skilaði sér í auðveldum körfum á hinum enda vallarins. Valur náði 19-5 áhlaupi á fyrstu fimm mínútum seinni hálfleiks og var staðan 44-37. Eftir að hafa aðeins hitt úr einu þriggja stiga skoti af níu teknum í fyrri hálfleik byrjaði Valur á að hitta úr fyrstu sex þriggja stiga skotunum í seinni hálfleik. Valur endaði á að gera 30 stig í þriðja leikhluta sem var fimm stigum meira en Valur skoraði í fyrri hálfleik. Í fjórða leikhluta fóru gestirnir að tvöfalda á Ameryst Alston enda lék hún Hauka grátt í þriðja leikhluta og gerði 21 stig. Haukar unnu fjórða leikhluta með einu stigi en tókst aldrei að ógna forskoti Vals sem vann að lokum átta stiga sigur 73-65. Af hverju vann Valur? Eftir dapran fyrri hálfleik var þriðji leikhluti Vals magnaður og gekk allt upp á báðum endum vallarins. Þrátt fyrir að Haukar fundu sig betur í fjórða leikhluta áttu gestirnir ekki möguleika í Valskonur. Hverjar stóðu upp úr? Ameryst Alston fór á kostum í þriðja leikhluta og gerði 21 stig. Alston var nálægt þrefaldri tvennu þar sem hún gerði 35 stig, tók 11 fráköst og gaf 7 stoðsendingar. Ásta Júlía Grímsdóttir átti einnig afar góðan leik en hún gerði 5 stig og tók 12 fráköst. Helena Sverrisdóttir var stigahæst hjá Haukum með 22 stig. Hvað gekk illa? Varnarleikur Hauka hrundi í seinni hálfleik. Eftir að hafa haldið Val í aðeins 25 stigum í fyrri hálfleik fór allt úrskeiðis í seinni hálfleik og gerði Valur 30 stig í þriðja leikhluta. Hvað gerist næst? Deildarkeppnin klárast næsta miðvikudag. Valur fer í Dalhús og mætir Fjölni klukkan 19:15. Haukar fá Breiðablik í heimsókn klukkan 19:30. Bjarni: Hef ekki áhyggjur þrátt fyrir að það sé stutt í úrslitakeppnina Bjarni Magnússon var svekktur eftir leikVísir/Bára Bjarni Magnússon, þjálfari Hauka, var afar svekktur með annað tap Hauka í röð. „Munurinn lá í þriðja leikhluta, við vorum ekki nógu góðar á báðum endum vallarins og spiluðum við einfaldlega ekki nægilega vel í seinni hálfleik,“ sagði Bjarni eftir leik. Bjarni var afar svekktur með þriðja leikhluta þar sem allt gekk upp hjá Val. „Varnarfærslurnar sem við vorum að einbeita okkur að voru ekki til staðar. Við vorum hægar að hreyfa okkur, við vorum á hælunum á þessum kafla og vorum við of lengi að bregðast við.“ Haukar hafa tapað tveimur leikjum í röð eftir að liðið vann VÍS-bikarinn síðustu helgi en Bjarni hefur ekki áhyggjur af genginu fyrir úrslitakeppnina. „Ég hef engar áhyggjur, ég veit hvað þessar stelpur geta en þetta var ekki frammistaðan sem ég var að leita eftir í kvöld en við eigum einn leik eftir gegn Breiðabliki og svo byrjar úrslitakeppnin,“ sagði Bjarni að lokum.