Aron Elís: Ég var bara heiðarlegur við Adda og Jóa Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. mars 2022 16:30 Aron Elís Þrándarson á æfingu íslenska liðsins út á Spáni en með honum er Jón Dagur Þorsteinsson sem spilar líka í danska boltanum. KSÍ Aron Elís Þrándarson í íslenska landsliðshópnum sem mætir Finnlandi og Spáni í vináttulandsleikjum á næstu dögum. Aron Elís er að koma til baka eftir meiðsli og hefur ekki spilað mikið að undanförnu. „Ég fór í þessa aðgerð í byrjun febrúar og er búinn að vera hægt og rólega að koma mér í stand eftir það. Síðustu þrjár vikurnar hafa snúist um það að koma skrokknum í stand. Leikæfingin hjá mér hefur verið betri en þetta er allt að koma,“ sagði Aron Elís Þrándarson á blaðamannafundi íslenska karlalandsliðsins í dag. Að spila vel hjá OB Aron Elís stóð sig mjög vel fyrir meiðslin og var meðal annars kosinn besti leikmaðurinn hjá OB. „Ég er búinn að vera mjög ánægður með eigin frammistöðu en það var helvíti svekkjandi að enda þetta á því að fá kviðslit. Frammistaða mín fyrir áramót var mjög góð og ég ætla bara að halda áfram á þeirri braut,“ sagði Aron Elís en var hann að búast við sæti í landsliðinu? Ánægður með að vera hérna „Bæði og. Ég vissi að ég var búinn að vera frá vegna meiðsla og var bara tilbúinn ef kallið kæmi. Ég var bara heiðarlegur við Adda og Jóa (landsliðsþjálfararnir Arnar Þór Viðarsson og Jóhanns Karl Guðjónsson) um það hver staðan á mér væri. Við töluðum saman um þetta og ég er mjög ánægður með að vera hérna, hitta strákana og æfa vel,“ sagði Aron Elís. OB komst ekki í efri hluta úrslitakeppninnar sem voru væntanlega ekki það sem stefnt var að. „Þetta var klárlega svekkjandi. Ég finn alveg að OB er stór klúbbur og áhangendurnir eru með mikla ástríðu fyrir félaginu. Þegar illa gengur þá finnur maður það alveg. Það er alveg augljóst. Það er svaklega svekkjandi hvernig er búið að ganga á tímabilinu. Við erum í undanúrslitum í bikar og það er eina gulrótin í þessu,“ sagði Aron Elís. Þurfa að fara rífa sig í gang „Við þurfum klárlega að fara að rífa okkur í gang í deildinni og fá einhver stig. Spilamennskan hefur á köflum verið fín en það vantar að fá þessi lykilmóment í báðum vítateigunum. Við höfum verið að klikka á færum og fá á okkur klaufaleg mörk á erfiðum tímum. Þá dettur maður í svona vítahring að ná ekki að klára leiki,“ sagði Aron Elís. Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mætir Finnlandi á laugardaginn í Murcia og hefst leikurinn klukkan fjögur að íslenskum tíma. Liðið mætir svo Spáni í Coruna þriðjudaginn 29. mars og hefst sá leikur klukkan 18:45 að íslenskum tíma. Báðir leikirnir verða í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Þjóðadeild UEFA Fótbolti Danski boltinn Mest lesið Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Handbolti Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Handbolti Cecelía Rán hélt hreinu í góðum sigri Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Fleiri fréttir Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Cecelía Rán hélt hreinu í góðum sigri Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Aron Einar miðvörður í Niksic Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Sjá meira
„Ég fór í þessa aðgerð í byrjun febrúar og er búinn að vera hægt og rólega að koma mér í stand eftir það. Síðustu þrjár vikurnar hafa snúist um það að koma skrokknum í stand. Leikæfingin hjá mér hefur verið betri en þetta er allt að koma,“ sagði Aron Elís Þrándarson á blaðamannafundi íslenska karlalandsliðsins í dag. Að spila vel hjá OB Aron Elís stóð sig mjög vel fyrir meiðslin og var meðal annars kosinn besti leikmaðurinn hjá OB. „Ég er búinn að vera mjög ánægður með eigin frammistöðu en það var helvíti svekkjandi að enda þetta á því að fá kviðslit. Frammistaða mín fyrir áramót var mjög góð og ég ætla bara að halda áfram á þeirri braut,“ sagði Aron Elís en var hann að búast við sæti í landsliðinu? Ánægður með að vera hérna „Bæði og. Ég vissi að ég var búinn að vera frá vegna meiðsla og var bara tilbúinn ef kallið kæmi. Ég var bara heiðarlegur við Adda og Jóa (landsliðsþjálfararnir Arnar Þór Viðarsson og Jóhanns Karl Guðjónsson) um það hver staðan á mér væri. Við töluðum saman um þetta og ég er mjög ánægður með að vera hérna, hitta strákana og æfa vel,“ sagði Aron Elís. OB komst ekki í efri hluta úrslitakeppninnar sem voru væntanlega ekki það sem stefnt var að. „Þetta var klárlega svekkjandi. Ég finn alveg að OB er stór klúbbur og áhangendurnir eru með mikla ástríðu fyrir félaginu. Þegar illa gengur þá finnur maður það alveg. Það er alveg augljóst. Það er svaklega svekkjandi hvernig er búið að ganga á tímabilinu. Við erum í undanúrslitum í bikar og það er eina gulrótin í þessu,“ sagði Aron Elís. Þurfa að fara rífa sig í gang „Við þurfum klárlega að fara að rífa okkur í gang í deildinni og fá einhver stig. Spilamennskan hefur á köflum verið fín en það vantar að fá þessi lykilmóment í báðum vítateigunum. Við höfum verið að klikka á færum og fá á okkur klaufaleg mörk á erfiðum tímum. Þá dettur maður í svona vítahring að ná ekki að klára leiki,“ sagði Aron Elís. Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mætir Finnlandi á laugardaginn í Murcia og hefst leikurinn klukkan fjögur að íslenskum tíma. Liðið mætir svo Spáni í Coruna þriðjudaginn 29. mars og hefst sá leikur klukkan 18:45 að íslenskum tíma. Báðir leikirnir verða í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Þjóðadeild UEFA Fótbolti Danski boltinn Mest lesið Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Handbolti Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Handbolti Cecelía Rán hélt hreinu í góðum sigri Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Fleiri fréttir Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Cecelía Rán hélt hreinu í góðum sigri Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Aron Einar miðvörður í Niksic Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Sjá meira