„Væri gríðarlega stórt að stimpla nýtt ártal á vegginn“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 16. mars 2022 14:31 Kristófer Acox vill að titlaþurrð Vals ljúki um helgina. vísir/sigurjón Kristófer Acox segir spennandi fyrir Valsmenn að vera loksins komnir í baráttu um stóra titla. Valur mætir Íslandsmeisturum Þórs Þ. í undanúrslitum VÍS-bikarsins í körfubolta í kvöld. „Þetta leggst bara vel í okkur. Við erum nýbúnir að spila við þá og það fór kannski ekki alveg eins og við áttum von á. En við vitum að það er töluvert stærri leikur á morgun [í dag] og ég held að allir séu stemmdir og klárir,“ sagði Kristófer í samtali við Vísi í gær. Þór og Valur mættust í Þorlákshöfn í Subway-deildinni í síðustu viku þar sem Íslandsmeistararnir unnu öruggan sigur, 88-69. Þegar lið mætast með skömmu millibili í deild og bikar skipta liðin oftar en ekki sigrunum á milli sín og Kristófer vonar að sú verði raunin. „Ég myndi fíla það. Fyrst þeir tóku deildina væri ég sáttur með að taka undanúrslitin. En auðvitað er erfitt að vinna sama liðið tvisvar í röð. Við verðum að mæta töluvert betri og grimmari í leikinn heldur en við gerðum fyrir helgi,“ sagði Kristófer. Klippa: Viðtal við Kristófer Acox Segja má að tveir andstæðir pólar mætist í kvöld en leikstílar Vals og Þórs er afar ólíkir. „Þeir spila hraðan og góðan bolta og hafa verið bestir í allan vetur. Þeir eru mjög stöðugir í því sem þeir gera. En við þurfum bara að finna einhver ráð hvernig við getum mætt þeim og refsað þeim. Þeir eru kannski ekki með mikla hæð en miklar skyttur út um allt. Við þurfum að finna hvernig við getum aðeins hægt á leiknum og spilað okkar bolta,“ sagði Kristófer. Valur hefur ekki unnið stóran titil síðan liðið varð Íslands- og bikarmeistari 1983. Valsmenn aðeins tveimur sigrum frá því að binda endi á þessu löngu bið. „Auðvitað er þetta stórt fyrir félagið. Það hefur verið uppsveifla í liðinu síðustu ár. Við erum á ágætis stað í deildinni og í undanúrslitum í bikarnum þannig ég held að fólk á Hlíðarenda sé mjög spennt fyrir því sem er að gerast í körfunni. Það væri gríðarlega stórt að stimpla nýtt ártal á vegginn,“ sagði Kristófer að lokum. Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Subway-deild karla Valur Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Fleiri fréttir „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur Sjá meira
„Þetta leggst bara vel í okkur. Við erum nýbúnir að spila við þá og það fór kannski ekki alveg eins og við áttum von á. En við vitum að það er töluvert stærri leikur á morgun [í dag] og ég held að allir séu stemmdir og klárir,“ sagði Kristófer í samtali við Vísi í gær. Þór og Valur mættust í Þorlákshöfn í Subway-deildinni í síðustu viku þar sem Íslandsmeistararnir unnu öruggan sigur, 88-69. Þegar lið mætast með skömmu millibili í deild og bikar skipta liðin oftar en ekki sigrunum á milli sín og Kristófer vonar að sú verði raunin. „Ég myndi fíla það. Fyrst þeir tóku deildina væri ég sáttur með að taka undanúrslitin. En auðvitað er erfitt að vinna sama liðið tvisvar í röð. Við verðum að mæta töluvert betri og grimmari í leikinn heldur en við gerðum fyrir helgi,“ sagði Kristófer. Klippa: Viðtal við Kristófer Acox Segja má að tveir andstæðir pólar mætist í kvöld en leikstílar Vals og Þórs er afar ólíkir. „Þeir spila hraðan og góðan bolta og hafa verið bestir í allan vetur. Þeir eru mjög stöðugir í því sem þeir gera. En við þurfum bara að finna einhver ráð hvernig við getum mætt þeim og refsað þeim. Þeir eru kannski ekki með mikla hæð en miklar skyttur út um allt. Við þurfum að finna hvernig við getum aðeins hægt á leiknum og spilað okkar bolta,“ sagði Kristófer. Valur hefur ekki unnið stóran titil síðan liðið varð Íslands- og bikarmeistari 1983. Valsmenn aðeins tveimur sigrum frá því að binda endi á þessu löngu bið. „Auðvitað er þetta stórt fyrir félagið. Það hefur verið uppsveifla í liðinu síðustu ár. Við erum á ágætis stað í deildinni og í undanúrslitum í bikarnum þannig ég held að fólk á Hlíðarenda sé mjög spennt fyrir því sem er að gerast í körfunni. Það væri gríðarlega stórt að stimpla nýtt ártal á vegginn,“ sagði Kristófer að lokum. Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Subway-deild karla Valur Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Fleiri fréttir „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur Sjá meira