Umfjöllun: Þór Ak. - Breiðablik 109-116 | Blikar láta sig dreyma um sæti í úrslitakeppninni Karl Jónsson skrifar 11. mars 2022 21:00 Vísir/Bára Fyrir leikinn í kvöld áttu Blikarnir enn möguleika á að komast í úrslitakeppnina. Það var því að miklu að keppa fyrir þá á meðan Þórsarar hafa litlu að keppa að nema heiðrinum og safna reynslu inn á reynslulítið lið. Breiðablik vann á endanum 109-116 en þurftu sannarlega að hafa fyrir sigrinum. Ragnar Ágústsson átti sinn besta leik í vetur, hann skoraði 24 stig fyrir heimamenn og tók 14 fráköst. August hinn danski var slakur framan af en kom til skjalanna í fjórða leikhluta og skoraði 26 stig auk þess að senda 8 stoðsendingar. Hjá Breiðablik var Danero með 21 stig ásamt Samuel Prescott og Everage setti 19 stig. Fyrsti leikhlutinn hófst eins og flestir bjuggust við. Skotsýning hjá gestunum og hraðaupphlaup. Heimamenn áttu í basli við að halda í við þá og þó uppleggið hafi eflaust verið annað náðu Blikarnir að stýra hraðanum. Þórsarar voru seinir út í skotmenn og útlitið ekki gott. Þegar líða tók á leikhlutann náðu heimamenn betri tökum á leiknum og þar með hraðanum. Staðan eftir fyrsta leikhluta 27-28. Þórsarar komust yfir snemma annars leikhlutans, Blikar svöruðu af bragði og komust aftur yfir. Það sem bjó til 1o stiga forskot heimamanna í hálfleik var að þeir fóru aldrei úr leikplani sínu, þeir róuðu leikinn niður, nýttu sóknir sínar vel og boltahreyfingin var mjög góð. Þeir voru líka að frákasta vel og koma vel út í skotmenn Blika. Staðan í hálfleik 58-48 fyrir Þór. Gríðarleg barátta var í upphafi seinni hálfleiks og í einni svipan var helmingur leikmanna vallarins í gólfinu að reyna að ná til boltans. Algjörlega til háborinnar fyrirmyndar á báða bóga. En smám saman náðu Blikarnir að herða tökin á vörninni og heimamenn virkuðu feimnir á móti. Þeir voru líka seinir til baka og töpuðu allt of mörgum boltum. Staðan fyrir lok síðasta leikhlutans var þó 73-77 og allt í járnum. Þegar síðasti leikhlutinn var hálfnaður höfðu Þórsarar minnkað muninn niður í 88-90 og aftur 98-100 þegar 2,30 lifðu leiks. Liðin skiptust á að skora á þessu tímabili en þá fór að halla undan fæti. Blikarnir nýttu reynslu sína gegn ungu liði Þórs. Heimamenn fengu lítið af opnum færum og töpuðu boltanum allt of oft. Blikar lönduðu því reynslusigri 106 – 119. Af hverju vann Breiðablik? Reynslan vó þungt undir lokin og þetta var sannkallaður reynslusigur Blika. Að sama skapi kom reynsluleysi Þórsara vel í ljós enda liðið mjög ungt að árum, en elsti maður liðsins er August Haas sem er 24 ára. Það skipti líka miklu máli fyrir Þór að vera ekki með marga sem spila undir körfunni og því var sóknarleikur liðsins nokkuð einhæfur. Hverjir stóðu upp úr? Áður hefur verið minnst á leik Ragnars sem var besti maður vallarins. Hann frákastaði gríðarlega vel og fann sig vel í sókninni. August átti fínan leik, þó að vítanýtingin hans hafi verið skammarleg. Kolbeinn og Dúi börðust vel og Ólafur átti skínandi innkomu af bekknum. Lið Blika var nokkuð jafnt í kvöld. Danero skoraði gríðarlega mikilvægar körfur og Árni átti flottan leik. Everage hefur spilað betur en skilaði engu að síður 19 stigum. Hvað gekk illa? Þórsarar töpuðu boltanum allt of oft eða 17 sinnum. Oft var um að ræða einfaldar sendingar sem fóru beint í hendurnar á andstæðingunum. Hvað gerist næst? Þórsarar spila næst 24. mars gegn Val á útivelli og sama kvöld taka Blikar á móti Vestra frá Ísafirði. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Subway-deild karla Þór Akureyri Breiðablik
Fyrir leikinn í kvöld áttu Blikarnir enn möguleika á að komast í úrslitakeppnina. Það var því að miklu að keppa fyrir þá á meðan Þórsarar hafa litlu að keppa að nema heiðrinum og safna reynslu inn á reynslulítið lið. Breiðablik vann á endanum 109-116 en þurftu sannarlega að hafa fyrir sigrinum. Ragnar Ágústsson átti sinn besta leik í vetur, hann skoraði 24 stig fyrir heimamenn og tók 14 fráköst. August hinn danski var slakur framan af en kom til skjalanna í fjórða leikhluta og skoraði 26 stig auk þess að senda 8 stoðsendingar. Hjá Breiðablik var Danero með 21 stig ásamt Samuel Prescott og Everage setti 19 stig. Fyrsti leikhlutinn hófst eins og flestir bjuggust við. Skotsýning hjá gestunum og hraðaupphlaup. Heimamenn áttu í basli við að halda í við þá og þó uppleggið hafi eflaust verið annað náðu Blikarnir að stýra hraðanum. Þórsarar voru seinir út í skotmenn og útlitið ekki gott. Þegar líða tók á leikhlutann náðu heimamenn betri tökum á leiknum og þar með hraðanum. Staðan eftir fyrsta leikhluta 27-28. Þórsarar komust yfir snemma annars leikhlutans, Blikar svöruðu af bragði og komust aftur yfir. Það sem bjó til 1o stiga forskot heimamanna í hálfleik var að þeir fóru aldrei úr leikplani sínu, þeir róuðu leikinn niður, nýttu sóknir sínar vel og boltahreyfingin var mjög góð. Þeir voru líka að frákasta vel og koma vel út í skotmenn Blika. Staðan í hálfleik 58-48 fyrir Þór. Gríðarleg barátta var í upphafi seinni hálfleiks og í einni svipan var helmingur leikmanna vallarins í gólfinu að reyna að ná til boltans. Algjörlega til háborinnar fyrirmyndar á báða bóga. En smám saman náðu Blikarnir að herða tökin á vörninni og heimamenn virkuðu feimnir á móti. Þeir voru líka seinir til baka og töpuðu allt of mörgum boltum. Staðan fyrir lok síðasta leikhlutans var þó 73-77 og allt í járnum. Þegar síðasti leikhlutinn var hálfnaður höfðu Þórsarar minnkað muninn niður í 88-90 og aftur 98-100 þegar 2,30 lifðu leiks. Liðin skiptust á að skora á þessu tímabili en þá fór að halla undan fæti. Blikarnir nýttu reynslu sína gegn ungu liði Þórs. Heimamenn fengu lítið af opnum færum og töpuðu boltanum allt of oft. Blikar lönduðu því reynslusigri 106 – 119. Af hverju vann Breiðablik? Reynslan vó þungt undir lokin og þetta var sannkallaður reynslusigur Blika. Að sama skapi kom reynsluleysi Þórsara vel í ljós enda liðið mjög ungt að árum, en elsti maður liðsins er August Haas sem er 24 ára. Það skipti líka miklu máli fyrir Þór að vera ekki með marga sem spila undir körfunni og því var sóknarleikur liðsins nokkuð einhæfur. Hverjir stóðu upp úr? Áður hefur verið minnst á leik Ragnars sem var besti maður vallarins. Hann frákastaði gríðarlega vel og fann sig vel í sókninni. August átti fínan leik, þó að vítanýtingin hans hafi verið skammarleg. Kolbeinn og Dúi börðust vel og Ólafur átti skínandi innkomu af bekknum. Lið Blika var nokkuð jafnt í kvöld. Danero skoraði gríðarlega mikilvægar körfur og Árni átti flottan leik. Everage hefur spilað betur en skilaði engu að síður 19 stigum. Hvað gekk illa? Þórsarar töpuðu boltanum allt of oft eða 17 sinnum. Oft var um að ræða einfaldar sendingar sem fóru beint í hendurnar á andstæðingunum. Hvað gerist næst? Þórsarar spila næst 24. mars gegn Val á útivelli og sama kvöld taka Blikar á móti Vestra frá Ísafirði. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 75-96 | Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta fleytir Skagfirðingum á toppinn Körfubolti
Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 75-96 | Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta fleytir Skagfirðingum á toppinn
Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 75-96 | Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta fleytir Skagfirðingum á toppinn Körfubolti