Segir það rétta ákvörðun að fresta leik Skotlands og Úkraínu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. mars 2022 16:01 Liverpool maðurinn Andy Robertson er fyrirliði skoska landsliðsins en Skotar komast ekki að því fyrr en í fyrsta lagi í júní hvort þeir verði með á HM í Katar eða ekki. EPA-EFE/ROBERT PERRY Ekkert verður af leik Skota og Úkraínumanna í umspili um sæti á HM en leikurinn átti að fara fram 24. mars næstkomandi. Alþjóða knattspyrnusambandið samþykkti beiðni Úkraínu um að fresta leiknum vegna innrásar Rússa í landið. Þetta þýðir um leið að úrslitaleikurinn um laust sæti við annað hvort Wales eða Austurríki fer ekki fram í mars. Það þykir líklegast að þessir leikir fari í staðinn fram í stóra landsleikjaglugganum í júní. Heimsmeistarakeppni í Katar fer fram 21. nóvember til 18. desember á þessu ári. Það er því ekki allt of langur tími til stefnu ekki síst þar sem fótboltatímabilin í Evrópu hefjast fyrr vegna þess að þau þurfa að gera hlé á meðan HM fer fram. Mark McGhee, fyrrum aðstoðarlandsliðsþjálfari Skota, er á því að FIFA sé að gera hið rétta í þessari erfiðu stöðu en hann ræddi þetta við breska ríkisútvarpið. Scotland and Ukraine's World Cup play-off semi-final has been postponed.The nations were due to meet at Hampden on 24 March but Ukraine requested a postponement to Fifa following Russia's invasion of the country.#BBCFootball— BBC Sport (@BBCSport) March 8, 2022 „Ég held að þetta sé rétta ákvörðunin. Við verðum að virða það sem er í gangi þarna og áhrifin sem það hefur á þeirra leikmenn,“ sagði Mark McGhee, sem er nú stjóri Dundee. „Úkraína hefur rétt á því að keppa á jafnréttisgrundvelli og ekki síst undir núverandi kringumstæðum. Það yrði alltof mikið að ætlast til þess að þeirra landsliðsmönnum að spila leik á þessu stigi á þessum tíma. Það yrði meira segja ósanngjarnt að kalla þá saman á þessum tímapunkti,“ sagði McGhee. „Það er enginn að tapa neinu á þessu. Skosku stuðningsmennirnir vilja augljóslega fá að vita hvað er í gangi en þetta er það rétta í stöðunni og ég held að skoska knattspyrnusambandið muni ekki gera neina athugasemd,“ sagði McGhee. HM 2022 í Katar Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Skotland FIFA Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Fleiri fréttir Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Sjá meira
Alþjóða knattspyrnusambandið samþykkti beiðni Úkraínu um að fresta leiknum vegna innrásar Rússa í landið. Þetta þýðir um leið að úrslitaleikurinn um laust sæti við annað hvort Wales eða Austurríki fer ekki fram í mars. Það þykir líklegast að þessir leikir fari í staðinn fram í stóra landsleikjaglugganum í júní. Heimsmeistarakeppni í Katar fer fram 21. nóvember til 18. desember á þessu ári. Það er því ekki allt of langur tími til stefnu ekki síst þar sem fótboltatímabilin í Evrópu hefjast fyrr vegna þess að þau þurfa að gera hlé á meðan HM fer fram. Mark McGhee, fyrrum aðstoðarlandsliðsþjálfari Skota, er á því að FIFA sé að gera hið rétta í þessari erfiðu stöðu en hann ræddi þetta við breska ríkisútvarpið. Scotland and Ukraine's World Cup play-off semi-final has been postponed.The nations were due to meet at Hampden on 24 March but Ukraine requested a postponement to Fifa following Russia's invasion of the country.#BBCFootball— BBC Sport (@BBCSport) March 8, 2022 „Ég held að þetta sé rétta ákvörðunin. Við verðum að virða það sem er í gangi þarna og áhrifin sem það hefur á þeirra leikmenn,“ sagði Mark McGhee, sem er nú stjóri Dundee. „Úkraína hefur rétt á því að keppa á jafnréttisgrundvelli og ekki síst undir núverandi kringumstæðum. Það yrði alltof mikið að ætlast til þess að þeirra landsliðsmönnum að spila leik á þessu stigi á þessum tíma. Það yrði meira segja ósanngjarnt að kalla þá saman á þessum tímapunkti,“ sagði McGhee. „Það er enginn að tapa neinu á þessu. Skosku stuðningsmennirnir vilja augljóslega fá að vita hvað er í gangi en þetta er það rétta í stöðunni og ég held að skoska knattspyrnusambandið muni ekki gera neina athugasemd,“ sagði McGhee.
HM 2022 í Katar Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Skotland FIFA Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Fleiri fréttir Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Sjá meira