Pavel: Þakið á þessu liði er mjög hátt Árni Jóhannsson skrifar 5. mars 2022 19:03 Pavel Ermolinskij daðraði við þrennuna þegar hann hjálpaði sínum mönnum að leggja Keflavík að velli Vísir/Hulda Margrét Pavel Ermolinskij var sýnilega mjög ánægður með sína menn í dag og úrslitin sem Valur náði í gegn Keflvíkingum. Valsmenn voru með undirtökin lengi vel í seinni hálfleik eftir jafnan fyrri hálfleik og uppskáru að lokum 88-74 sigur sem lyftir þeim upp í fjórða sæti deildarinnar og nær Keflavík. Hvað var Pavel Ermolinskij þó ánægðastur með í leik sinna manna í kvöld? „Ég er mjög ánægður með sóknarleikinn okkar í dag. Ánægður með boltahreyfinguna og skotin sem við vorum að fá eftir það. Þetta var ekkert sem var teiknað upp, það var bara pjúra frístæl boltahreyfing og mögulega var einhver einhversstaðar opinn. Þetta hefur vantað hjá okkur í vetur og maður sér núna að menn eru að skjóta og gera hlutina með meira sjálfstrausti en oft áður. Mjög ánægður með það.“ Var eitthvað sem Pavel sér í undirbúningi liðsins sem útskýrir þessa breytingu hjá Valsmönnum? „Það eru engar tilviljanir í þessu. Strákarnir nýttu tímann vel á meðan ég og Kári vorum í landsliðsverkefninu. Við getum svo bara talað hreint út að við stálum mikið af þessu drasli beint úr landsliðinu. Við komum til baka og vorum strax á sömu blaðsíðu, það var eytt mjög miklum tíma í þetta en fyrst og fremst var þetta hugarfarið. Maður þarf stundum að öskra á menn inn á vellinum að halda áfram og haldið áfram að hreyfa boltann og í dag gerðist það. Ef við höldum áfram, vörnin hélt, við erum góðir í vörn, eitthvað þarf að laga og við gerum það og þá verðum við ánægðir.“ Að lokum var Pavel spurður að því hvað þessi frammistaða segði honum um Valsliðið. „Bara sama og allt árið. Þakið á þessu liði er mjög hátt en það á við um mörg lið í deildinni. Ekkert lið er komið á þann stað að taka yfir deildina. Ekkert lið er komið á þann stað sem Keflavík er búið að vera sl. tvö ár. Allir eru að leita að síðustu metrunum sem þeir þurfa að ná, það eru mismunandi hlutir fyrir mismunandi lið en fyrir okkur er það klárlega sóknarleikurinn okkar. Við erum að vinna í því og ef við komumst þangað þá erum við í topp málum.“ Subway-deild karla Valur Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Sóley Margrét heimsmeistari Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Grindavík - Tindastóll | Hvernig koma liðin út úr hléinu? LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Sjá meira
Hvað var Pavel Ermolinskij þó ánægðastur með í leik sinna manna í kvöld? „Ég er mjög ánægður með sóknarleikinn okkar í dag. Ánægður með boltahreyfinguna og skotin sem við vorum að fá eftir það. Þetta var ekkert sem var teiknað upp, það var bara pjúra frístæl boltahreyfing og mögulega var einhver einhversstaðar opinn. Þetta hefur vantað hjá okkur í vetur og maður sér núna að menn eru að skjóta og gera hlutina með meira sjálfstrausti en oft áður. Mjög ánægður með það.“ Var eitthvað sem Pavel sér í undirbúningi liðsins sem útskýrir þessa breytingu hjá Valsmönnum? „Það eru engar tilviljanir í þessu. Strákarnir nýttu tímann vel á meðan ég og Kári vorum í landsliðsverkefninu. Við getum svo bara talað hreint út að við stálum mikið af þessu drasli beint úr landsliðinu. Við komum til baka og vorum strax á sömu blaðsíðu, það var eytt mjög miklum tíma í þetta en fyrst og fremst var þetta hugarfarið. Maður þarf stundum að öskra á menn inn á vellinum að halda áfram og haldið áfram að hreyfa boltann og í dag gerðist það. Ef við höldum áfram, vörnin hélt, við erum góðir í vörn, eitthvað þarf að laga og við gerum það og þá verðum við ánægðir.“ Að lokum var Pavel spurður að því hvað þessi frammistaða segði honum um Valsliðið. „Bara sama og allt árið. Þakið á þessu liði er mjög hátt en það á við um mörg lið í deildinni. Ekkert lið er komið á þann stað að taka yfir deildina. Ekkert lið er komið á þann stað sem Keflavík er búið að vera sl. tvö ár. Allir eru að leita að síðustu metrunum sem þeir þurfa að ná, það eru mismunandi hlutir fyrir mismunandi lið en fyrir okkur er það klárlega sóknarleikurinn okkar. Við erum að vinna í því og ef við komumst þangað þá erum við í topp málum.“
Subway-deild karla Valur Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Sóley Margrét heimsmeistari Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Grindavík - Tindastóll | Hvernig koma liðin út úr hléinu? LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Sjá meira