„Get ekki lengur starfað í landi sem er að sprengja heimaland mitt“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 1. mars 2022 13:01 Andriy Voronin í leik með Liverpool 2009. getty/Clive Brunskill Úkraínumaðurinn Andriy Voronin, fyrrverandi leikmaður Liverpool, er hættur sem aðstoðarþjálfari Dynamo Moskvu í Rússlandi og hefur yfirgefið landið. Voronin ákvað að hætta hjá Dynamo Moskvu eftir innrás Rússa í heimaland hans, Úkraínu, og fór til Þýskalands með alla fjölskylduna. „Ég get ekki lengur starfað í landi sem er að sprengja heimaland mitt í loft upp. Við yfirgáfum Moskvu áður en allt lokaðist. Við gátum ekki flogið til Düsseldorf og fórum því í gegnum Amsterdam. Pabbi minn, tengdamamma, konan mín og börnin erum komin hingað,“ sagði Voronin við Bild. „Mér hefur liðið illa í fjóra daga, mjög illa, þegar ég sé myndirnar frá heimalandinu. Þetta er allt svo óraunverulegt eins og í kvikmynd. Þetta er hryllingsmynd. Mér er orða vant.“ Voronin sendi Vladimír Pútín Rússlandsforseta svo tóninn. „Kannski vill hann komast í sögubækurnar? En hann kemst aldrei þangað, nema í mesta lagi sem glæpamaður. Ég er svo stoltur af þjóðinni minni. Við eigum fallegar borgir, frábært fólk. Og við munum vinna. En sigurinn verður dýru verði keyptur. Allir þeir sem hafa fallið. Núna er árið er 2022 en ekki Seinni heimsstyrjöldin,“ sagði Voronin. Hann segir að ef hann væri í Úkraínu myndi hann eflaust grípa til vopna. „Ég á vini í Kharkiv, Kiev og í heimaborginni Odessu. Ég fæ skilaboð á fimm mínútna fresti. Þetta er erfitt. Ég vil hjálpa á hvaða hátt sem er. Ég ætti kannski ekki að segja þetta en ef ég væri í Úkraínu núna væri ég eflaust með byssu í hönd.“ Voronin lék með Liverpool á árunum 2007-10. Hann lék fjörutíu leiki með liðinu og skoraði sex mörk. Lengst af ferilsins lék Voronin í Þýskalandi, með Borussia Mönchengladbach, Mainz 05, Köln, Bayer Leverkusen, Herthu Berlin og Fortuna Düsseldorf. Innrás Rússa í Úkraínu Rússneski boltinn Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Fleiri fréttir Cecelía Rán hélt hreinu í góðum sigri Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Aron Einar miðvörður í Niksic Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Sjá meira
Voronin ákvað að hætta hjá Dynamo Moskvu eftir innrás Rússa í heimaland hans, Úkraínu, og fór til Þýskalands með alla fjölskylduna. „Ég get ekki lengur starfað í landi sem er að sprengja heimaland mitt í loft upp. Við yfirgáfum Moskvu áður en allt lokaðist. Við gátum ekki flogið til Düsseldorf og fórum því í gegnum Amsterdam. Pabbi minn, tengdamamma, konan mín og börnin erum komin hingað,“ sagði Voronin við Bild. „Mér hefur liðið illa í fjóra daga, mjög illa, þegar ég sé myndirnar frá heimalandinu. Þetta er allt svo óraunverulegt eins og í kvikmynd. Þetta er hryllingsmynd. Mér er orða vant.“ Voronin sendi Vladimír Pútín Rússlandsforseta svo tóninn. „Kannski vill hann komast í sögubækurnar? En hann kemst aldrei þangað, nema í mesta lagi sem glæpamaður. Ég er svo stoltur af þjóðinni minni. Við eigum fallegar borgir, frábært fólk. Og við munum vinna. En sigurinn verður dýru verði keyptur. Allir þeir sem hafa fallið. Núna er árið er 2022 en ekki Seinni heimsstyrjöldin,“ sagði Voronin. Hann segir að ef hann væri í Úkraínu myndi hann eflaust grípa til vopna. „Ég á vini í Kharkiv, Kiev og í heimaborginni Odessu. Ég fæ skilaboð á fimm mínútna fresti. Þetta er erfitt. Ég vil hjálpa á hvaða hátt sem er. Ég ætti kannski ekki að segja þetta en ef ég væri í Úkraínu núna væri ég eflaust með byssu í hönd.“ Voronin lék með Liverpool á árunum 2007-10. Hann lék fjörutíu leiki með liðinu og skoraði sex mörk. Lengst af ferilsins lék Voronin í Þýskalandi, með Borussia Mönchengladbach, Mainz 05, Köln, Bayer Leverkusen, Herthu Berlin og Fortuna Düsseldorf.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússneski boltinn Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Fleiri fréttir Cecelía Rán hélt hreinu í góðum sigri Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Aron Einar miðvörður í Niksic Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Sjá meira