Dæmdur í bann út tímabilið fyrir að slá annan þjálfara Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. febrúar 2022 13:01 Juwan Howard mun ekki stýra Michigan í fleiri leikjum í deildarkeppninni á þessu tímabili. getty/John Fisher Juwan Howard, þjálfari körfuboltaliðs Michigan háskólans, hefur verið dæmdur í bann út tímabilið fyrir að kýla aðstoðarþjálfara Wisconsin í leik liðanna um helgina. Howard var mjög ósáttur við leikhlé sem Greg Gard, þjálfari Wisconsin, tók undir lokin, þegar úrslit leiksins voru ráðin. Wisconsin vann fjórtán stiga sigur, 77-63. Eftir leikinn áttu Howard og Gard í orðaskiptum. Aðstoðarþjálfari Wisconsin, Joe Krabbenhoft, kom aðvífandi og Howard sló til hans. Þá varð fjandinn laus og mikil ólæti brutust út. Og þau drógu dilk á eftir sér. Howard var dæmdur í fimm leikja bann sem þýðir að hann getur ekki stýrt Michigan það sem eftir lifir deildarkeppninnar. Þá þarf hann að borga fjörutíu þúsund Bandaríkjadali í sekt. Gard fékk tíu þúsund Bandaríkjadala sekt og Terrence Williams og Moussa Diabate, leikmenn Michigan, og Jahcobi Neath, leikmaður Wisconsin, voru dæmdir í eins leiks bann. Howard baðst afsökunar á framferði sínu í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í gær. „Eftir að hafa haft tíma til hugsa um allt sem gerðist sé ég hversu óásættanlegar gjörðir og orð mín voru og hversu mikil áhrif þau höfðu. Ég biðst innilegrar afsökunar,“ sagði meðal annars í yfirlýsingu Howards. Michigan er í 8. sæti Big Ten deildarinnar í háskólakörfuboltanum með fjórtán sigra og ellefu töp. Howard tók við Michigan 2019. Hann lék með skólanum á árunum 1991-94 og var þá hluti af hinu svokallaða Fab Five liði ásamt Chris Webber og Jalen Rose. Howard lék svo í NBA-deildinni í hartnær tvo áratugi og varð tvisvar meistari með Miami Heat. Bandaríski háskólakörfuboltinn Mest lesið „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið Körfubolti Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Fótbolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Fótbolti Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel Körfubolti Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Fótbolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Handbolti Fleiri fréttir Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Sjá meira
Howard var mjög ósáttur við leikhlé sem Greg Gard, þjálfari Wisconsin, tók undir lokin, þegar úrslit leiksins voru ráðin. Wisconsin vann fjórtán stiga sigur, 77-63. Eftir leikinn áttu Howard og Gard í orðaskiptum. Aðstoðarþjálfari Wisconsin, Joe Krabbenhoft, kom aðvífandi og Howard sló til hans. Þá varð fjandinn laus og mikil ólæti brutust út. Og þau drógu dilk á eftir sér. Howard var dæmdur í fimm leikja bann sem þýðir að hann getur ekki stýrt Michigan það sem eftir lifir deildarkeppninnar. Þá þarf hann að borga fjörutíu þúsund Bandaríkjadali í sekt. Gard fékk tíu þúsund Bandaríkjadala sekt og Terrence Williams og Moussa Diabate, leikmenn Michigan, og Jahcobi Neath, leikmaður Wisconsin, voru dæmdir í eins leiks bann. Howard baðst afsökunar á framferði sínu í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í gær. „Eftir að hafa haft tíma til hugsa um allt sem gerðist sé ég hversu óásættanlegar gjörðir og orð mín voru og hversu mikil áhrif þau höfðu. Ég biðst innilegrar afsökunar,“ sagði meðal annars í yfirlýsingu Howards. Michigan er í 8. sæti Big Ten deildarinnar í háskólakörfuboltanum með fjórtán sigra og ellefu töp. Howard tók við Michigan 2019. Hann lék með skólanum á árunum 1991-94 og var þá hluti af hinu svokallaða Fab Five liði ásamt Chris Webber og Jalen Rose. Howard lék svo í NBA-deildinni í hartnær tvo áratugi og varð tvisvar meistari með Miami Heat.
Bandaríski háskólakörfuboltinn Mest lesið „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið Körfubolti Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Fótbolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Fótbolti Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel Körfubolti Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Fótbolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Handbolti Fleiri fréttir Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Sjá meira